Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

Atvinnulausum fjölgaði í flestum starfsgreinum í október.
Atvinnulausum fjölgaði í flestum starfsgreinum í október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum.

Leyfin eru orðin 1.769 það sem af er ári, fleiri en allt árið 2017. Sérstök fjölgun er hjá starfsmönnum á vegum starfsmannaleiga.

Alls voru 43.726 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi um síðustu mánaðamót og fjölgaði þeim um 5.914 manns frá 1. desember sl. eða um 15,6%. Flestir eru frá Póllandi, rúmlega 19 þúsund, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert