Heildarlaun hækkað um 62%

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman.

Árið 2011 námu heildarlaun 97,5 milljörðum króna en árið 2017 höfðu þau hækkað í 157,7 milljarða króna. Heildarlaun hafa því hækkað um 60,2 milljarða kr. eða um 62%. Launavísitalan hefur á þessu tímabili hækkað um 53%, að því er kemur fram í nefndarálitinu.

Á sama tíma fjölgaði ársverkum ríkisstarfsmanna úr 16.366 í 17.097. Fjölgun starfsfólks nemur 731 ársverki eða 4,5 prósentum.  

Í breytingartillögu við frumvarpið kemur jafnframt fram að endurlána skuli allt að 1,5 milljarða króna til Íslandspósts og allt að 1 milljarð króna til Vaðlaheiðarganga ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert