Kvenorka í kirkjunni og listin er hugrökk

Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur til vinstri og Kristín Gunnlaugsdóttir listakona …
Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur til vinstri og Kristín Gunnlaugsdóttir listakona með verkið Móðurina á baksýn. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er óvenjulegt verk í helgirými. Ég tel þá kvenlegu orku sem það ber með sér mikilvæga fyrir kirkjuna og kirkjulistina. Við sjáum ekki öll það sama í þessu verki. Sum sjá kvensköp á meðan önnur sjá Maríu guðsmóður, rós eða engil,“ segir séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík.

Þar var fyrr í vikunni kynning á listaverkinu Móðirin eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistakonu sem sett hefur verið upp á hliðarvegg í kapellu kirkjunnar. „Móðirin er í mínum huga dæmi um hugrakka list. Kvenorkan teygir sig í alla áttir, en það er mikilvægt að hið kvenlega ekki síður en hið karllæga sé vel sýnilegt í kirkjum landsins,“ segir sr. Guðrún ennfremur.

Listaverk Kristínar er saumað veggteppi og með því er vísað til margra alda hefða kvenna og hannyrða. Alsiða var fyrr á tíð að konur saumuðu og sýndu stétt sína og stöðu með handíðum hvort sem var, eins og listakonan segir sjálf, að vefa veggteppi fyrir hallarveggi, taka gullsaum fyrir kirkjuna, staga í sokka og sauma allt sem þurfti fyrir heimilið.

Sjá umfjöllun um kynninguna á listaverkinu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »