Kynna nýtt CFC-frumvarp

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Ernir

Drög að nýju frumvarpi um svokallað CFC-ákvæði (e. Controlled foreign corporation) í skattalögum hefur verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Er frumvarpið lagt fram af fjármálaráðuneytinu.

Samkvæmt kynningu málsins er frumvarpið í takti við þær tillögur sem lagðar hafa verið fram á alþjóðavettvangi, en megintilgangurinn er að heimila skattlagningu CFC-tekna hér á landi og sporna gegn því að innlendir skattaðilar flytji fjármagn til svæða eða ríkja sem leggja á lága eða enga skatta í þeim tilgangi að lágmarka eða komast hjá skattlagningu á Íslandi.

CFC-ákvæðið komst í hámæli hér á landi árið 2016 eftir birtingu Panama-skjalanna og hvort að svokölluðum CFC-skýrslum hefði verið skilað samhliða skattaframtölum.

Nánar má lesa um CFC-skýrslur í fréttaskýringu mbl.is hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert