Nýir skrifstofustjórar skipaðir

Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið. mbl.is/Ófeigur

Talsverðar breytingar hafa orðið á stjórnendahópi fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Meðal annars hafa nýir skrifstofustjórar verið skipaðir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Guðrún Þorleifsdóttir hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjármálamarkaðar. Hún hefur verið í stjórnendahópi fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá árinu 2011, síðustu þrjú ár sem settur skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar.

Helga Jónsdóttir hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu skattamála. Helga hefur starfað sem framkvæmdastjóri BSRB frá árinu 2006.

Guðrún Ögmundsdóttir hefur verið sett skrifstofustjóri rekstrarsviðs ráðuneytisins til eins árs. Guðrún hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011.

Sverrir Jónsson hefur verið fluttur í embætti skrifstofustjóra kjara- og mannauðssýslu ríkisins og tekur jafnframt við formennsku í samninganefnd ríkisins. Sverrir tók árið 2013 við stöðu skrifstofustjóra rekstrarsviðs fjármála- og efnahagsráðuneytisins en gegndi stöðu staðgengils skrifstofustjóra frá 2011.

Tómas Brynjólfsson hefur verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu efnahagsmála. Tómas hefur starfað við efnahagsmál í stjórnarráðinu frá árinu 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert