Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir styttingu vinnuvikunnar verða mjög ...
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir styttingu vinnuvikunnar verða mjög stórt mál í næstu kjarasamningum, óháð nýrri aðferðafræði Hagstofunnar við útreikning vinnustunda. mbl.is/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum.

Miðað við nýbirt gögn frá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ Evrópu (OECD) má draga þá álykt­un að Ísland sé í hópi þeirra ríkja heims­ins þar sem unn­inn er hvað styst­ur vinnu­dag­ur en ekki lengst­ur eins og gjarn­an hef­ur verið gengið út frá hér á landi.

„Miðað við þessar nýju tölur erum við að vinna 30 stunda vinnuviku og ég held að það blasi við að við erum ekki að vinna 30 stunda vinnuviku,“ segir Ragnar í samtali við mbl.is. Hann setur spurningarmerki við þá aðferð að taka meðaltal af vinnustundum fólks í fullu starfi og hlutastarfi, líkt og gert er í nýrri aðferðafræði stofnunarinnar. „Ef þú tekur allan vinnumarkaðinn og hlutastörfin líka og býrð til meðaltal þá að sjálfsögðu færðu ákveðnar niðurstöður. Í sjálfu sér er ekkert rangt við útreikninginn en hann gefur ekki rétta mynd af stöðunni,“ segir Ragnar.     

Færri vinnustundir og meiri framleiðni

Hag­stof­an greindi frá því í fe­brú­ar að ný aðferðafræði stofn­un­ar­inn­ar við út­reikn­inga á vinnu­stund­um benti til þess að fjöldi vinnu­stunda hér á landi væri minni en áður hafi verið talið og að mun­ur­inn gæti verið á bil­inu 16-22%. Samkvæmt nýju aðferðinni við útreikninga á vinnustundum er Ísland í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja OECD.

Í umfjöllun Seðlabanka Íslands um nýju tölur Hagstofunnar segir að fjöldi vinnustunda kunni að vera ofmetinn í spurningakönnunum eins og vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar þar sem svörin byggjast á minni og upplifun svarenda og þeir telji kjarasamningsbundinn frítíma, til dæmis matartíma, til vinnutíma.

Samkvæmt nýrri aðferð við útreikninga á vinnustundum er Ísland í ...
Samkvæmt nýrri aðferð við útreikninga á vinnustundum er Ísland í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja OECD. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðferðafræðin vekur upp margar spurningar

Ragnar segir að þessi nýja framsetning veki upp mjög margar spurningar, sérstaklega varðandi útreikninga annarra Hagstofa. „Við vitum í raun ekki hvernig hagstofur annarra landa reikna þetta eða setja fram sínar tölur. Eina sem við vitum er að vinnuvikan hér, af þeim sem eru starfandi í fullu starfi, er lengri heldur en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, það verður ekkert deilt um það.“

Hann segir að til að fá nákvæman samanburð sé þörf á umfangsmiklu verkefni með yfirsýn frá einni stofnun, og nefnir hann Evrópusambandið sem dæmi, þar sem allir myndu skila sömu upplýsingum eftir ákveðnum stöðlum. „Þetta snýst um að bera saman sambærilega tölfræði þar sem forsendurnar eru þær sömu en ekki það að við fáum út mynd sem er í engu samræmi við raunveruleikann eins og virðist vera að nást með þessum nýju breytingum, sem er ekkert endilega röng nálgun, en við þurfum að bera saman sömu forsendurnar til að fá samanburðarhæfar niðurstöður,“ segir Ragnar.  

„Fólkið okkar er að gefast upp“

Stytting vinnuvikunnar, eða breyting á vinnutímanum, verður mjög stórt mál í næstu kjarasamningum að sögn Ragnars, óháð nýrri aðferðafræði við útreikning vinnustunda.  

„Ástæðan fyrir því að við erum að berjast fyrir styttri vinnuviku er að fólkið okkar er að gefast upp. Við höfum séð gríðarlegar breytingar á stöðu sjúkrasjóða stéttarfélaga. Nýjustu tölur benda til að aukningin á greiðslu sjúkradagpeninga vegna álagstengdra kvilla eru enn að aukast þrátt fyrir fordæmalausar tölur sem við vorum að sjá fyrstu mánuði ársins 2018, tölur sem hafa ekki sést áður. Þetta er mikið áhyggjuefni og við eigum að beina umræðunni þangað,“ segir Ragnar.

Þá segir hann það skipta máli fyrir samfélagið allt að vinnuvikan verði stytt. „Þetta er líka gríðarlegt hagsmunamál fyrir atvinnulífið því það er gríðarlega kostnaðarsamt að missa verðmætt starfsfólk í kulnun eða út af vinnumarkaði. Það er mikið keppikefli hjá öllu samfélaginu að við tökumst á við þetta.“

mbl.is

Innlent »

Mátti ekki synja fólki um greiðsluþátttöku

13:42 Ekki má synja fólki um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna öryggiskallkerfis, á þeim forsendum einum að viðkomandi leigi íbúð af sveitarfélagi. Túlkun stjórnvalda þess efnis á reglugerð var ekki í samræmi við lög að áliti umboðsmanns. Meira »

Öll ungmenni fá frítt í sund í Kópavogi

13:35 Allir yngri en átján ára fá aðgang að sundlaugum Kópavogsbæjar endurgjaldslaust frá áramótum. Ákvörðun þess efnis var samþykkt í bæjarstjórn við afgreiðslu fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2019. Hingað til hefur verið frítt í sund fyrir yngri en 10 ára og eldriborgara. Meira »

Opna 12. janúar og ferðin á 1.500 kr.

13:34 Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð 12. janúar á næst ári. Veggjöld um göngin verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli og er grunngjald fyrir bíla undir 3,5 tonnum 1.500 krónur á hverja ferð. Meira »

„Misræmið byggir á ólíkri upplifun“

13:21 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ætlun hans hafi aldrei verið að rengja frásögn Báru Huldar Beck eða draga úr sínum hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Meira »

Reyndi að slökkva eld í nágrannaíbúð

13:03 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út undir hádegi eftir að tilkynning barst um eld í íbúð í Írabakka í Breiðholtinu. Voru slökkviliðsbílar frá öllum stöðvum sendir á vettvang en talið var í fyrstu að einstaklingur væri innlyksa í íbúðinni. Meira »

Farþegar biðu um borð í 13 vélum

12:14 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli eru nú komnir í notkun. Þetta segir upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via. Farþegar biðu í 13 flugvélum á Keflavíkurflugvelli er mest var í morgun og höfðu þá átta vélar komið inn til lendingar, auk fimm véla sem hluti farþega var kominn um borð í áður en veður versnaði. Meira »

Veggjöld ekki til umræðu

12:09 Veggjöld verða ekki tekin upp á næstunni og liggur ekki fyrir Alþingi tillaga þess efnis, segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hins vegar sé takmarkað hvaða fjármögnunarleiðir verði skoðaðar í sambandi við væntanlegt frumvarp. Meira »

Ágúst stóð einn að sinni yfirlýsingu

12:07 „Það er munur á þeim,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann er spurður um misræmi milli yfirlýsingar Ágústs Ólafs Ágústssonar og svars Báru Huldar Beck, þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við. Meira »

Reyndi ítrekað að kyssa hana

11:12 „Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.“ Meira »

Öll vinna stöðvuð vegna asbests

11:02 Við heimsókn Vinnueftirlitsins í kjallarabyggingu Húsfélags alþýðu, sem hýsir aflagða olíukatla og miðlunartanka undir húsum við Hofsvallagötu, kom í ljós að búnaðurinn er klæddur með einangrun sem inniheldur asbest. Öll vinna í kjallarabyggingunni var því bönnuð. Meira »

Þakplötur og trampólín fjúka í lægðinni

11:00 Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi hafa verið kallaðar út í morgun vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir suðvesturhorn landsins. Sinnir björgunarsveitafólk nú útköllum vegna foks á lausamunum, þakplötum af húsum og svo trampólínum. Meira »

Á fjórða hundrað á biðlista

10:43 Fjöldi þeirra sem bíður eftir hjúkrunarrými hefur aukist úr 226 í 362 eða um 60% á landsvísu frá janúar 2014 til janúar 2018. Á sama tíma fjölgaði þeim sem bíða þurftu umfram 90 daga eftir hjúkrunarrými um 35%. Á landsvísu var meðallengd biðar eftir úthlutun hjúkrunarrýmis 116 dagar á þriðja ársfjórðungi 2018. Meira »

Amber komin að bryggju á Höfn

10:27 Hol­lenska flutn­inga­skipið Am­ber, sem strandaði á sandrifi í inn­sigl­ingu Horna­fjarðar­hafn­ar, er nú komið að bryggju á Höfn í Hornafirði. Þetta staðfesti Vign­ir Júlí­us­son, for­stöðumaður Horna­fjarðar­hafn­ar, í sam­tali við mbl.is og segir Amber hafa losnað á há­flóðinu nú í morg­un. Meira »

Bílvelta á Reykjanesbraut

10:26 Flutningabíll valt við Kúagerði á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun en bálhvasst er á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er bílstjórinn ekki talinn alvarlega slasaður. Meira »

Skútuþjófurinn ekki áfram í farbanni

10:04 Farbann yfir Þjóðverjanum sem ákærður hefur verið fyrir að stela skútu úr höfninni á Ísafirði í október hefur ekki verið framlengt, en það rann út í gær. Málið var flutt fimmtudag í síðustu viku og hefur ekki verið talin ástæða til þess að framlengja farbannið, upplýsir lögreglan á Vestfjörðum. Meira »

Garnaveiki greindist í Austfjarðahólfi

09:42 Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á búinu Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þrándarstaðir eru í Austfjarðahólfi, en í hólfinu var garnaveiki á árum áður en ekki hefur verið staðfest garnaveiki þar í rúm 30 ár. Síðasta staðfesta tilvikið var á Ásgeirsstöðum á Fljótsdalshéraði árið 1986. Meira »

Mikil röskun á flugi innanlands og utan

09:27 Innanlandsflug hefur legið niðri í morgun vegna veðurs og tafir hafa einnig verið á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Farþegar bíða nú í sjö vélum á flugvellinum. þá er búið að aflýsa öllu flugi til Ísafjarðar í dag og athuga á með flug til Egilsstaða og Akureyrar klukkan 12.30. Meira »

Skiptir „noise cancelling“ máli?

09:20 Heyrnartól sem útiloka umhverfishljóð eru orðin gríðarlega vinsæl og miklar líkur á að slík tæki rati í einhverja jólapakka í ár. En haldast gæði og verð í hendur? Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónamaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, fór yfir þau atriði sem honum finnst skipta máli. Meira »

Leggja til að nýtt torg heiti Boðatorg

08:30 Verktakar vinna nú að því að útbúa nýtt torg á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, fyrir framan hið nýja 106 herbergja Exeter-hótel. Meira »
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Ljósmyndanámskeið fyrir byjendur
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...