Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir styttingu vinnuvikunnar verða mjög ...
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir styttingu vinnuvikunnar verða mjög stórt mál í næstu kjarasamningum, óháð nýrri aðferðafræði Hagstofunnar við útreikning vinnustunda. mbl.is/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum.

Miðað við nýbirt gögn frá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ Evrópu (OECD) má draga þá álykt­un að Ísland sé í hópi þeirra ríkja heims­ins þar sem unn­inn er hvað styst­ur vinnu­dag­ur en ekki lengst­ur eins og gjarn­an hef­ur verið gengið út frá hér á landi.

„Miðað við þessar nýju tölur erum við að vinna 30 stunda vinnuviku og ég held að það blasi við að við erum ekki að vinna 30 stunda vinnuviku,“ segir Ragnar í samtali við mbl.is. Hann setur spurningarmerki við þá aðferð að taka meðaltal af vinnustundum fólks í fullu starfi og hlutastarfi, líkt og gert er í nýrri aðferðafræði stofnunarinnar. „Ef þú tekur allan vinnumarkaðinn og hlutastörfin líka og býrð til meðaltal þá að sjálfsögðu færðu ákveðnar niðurstöður. Í sjálfu sér er ekkert rangt við útreikninginn en hann gefur ekki rétta mynd af stöðunni,“ segir Ragnar.     

Færri vinnustundir og meiri framleiðni

Hag­stof­an greindi frá því í fe­brú­ar að ný aðferðafræði stofn­un­ar­inn­ar við út­reikn­inga á vinnu­stund­um benti til þess að fjöldi vinnu­stunda hér á landi væri minni en áður hafi verið talið og að mun­ur­inn gæti verið á bil­inu 16-22%. Samkvæmt nýju aðferðinni við útreikninga á vinnustundum er Ísland í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja OECD.

Í umfjöllun Seðlabanka Íslands um nýju tölur Hagstofunnar segir að fjöldi vinnustunda kunni að vera ofmetinn í spurningakönnunum eins og vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar þar sem svörin byggjast á minni og upplifun svarenda og þeir telji kjarasamningsbundinn frítíma, til dæmis matartíma, til vinnutíma.

Samkvæmt nýrri aðferð við útreikninga á vinnustundum er Ísland í ...
Samkvæmt nýrri aðferð við útreikninga á vinnustundum er Ísland í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja OECD. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðferðafræðin vekur upp margar spurningar

Ragnar segir að þessi nýja framsetning veki upp mjög margar spurningar, sérstaklega varðandi útreikninga annarra Hagstofa. „Við vitum í raun ekki hvernig hagstofur annarra landa reikna þetta eða setja fram sínar tölur. Eina sem við vitum er að vinnuvikan hér, af þeim sem eru starfandi í fullu starfi, er lengri heldur en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, það verður ekkert deilt um það.“

Hann segir að til að fá nákvæman samanburð sé þörf á umfangsmiklu verkefni með yfirsýn frá einni stofnun, og nefnir hann Evrópusambandið sem dæmi, þar sem allir myndu skila sömu upplýsingum eftir ákveðnum stöðlum. „Þetta snýst um að bera saman sambærilega tölfræði þar sem forsendurnar eru þær sömu en ekki það að við fáum út mynd sem er í engu samræmi við raunveruleikann eins og virðist vera að nást með þessum nýju breytingum, sem er ekkert endilega röng nálgun, en við þurfum að bera saman sömu forsendurnar til að fá samanburðarhæfar niðurstöður,“ segir Ragnar.  

„Fólkið okkar er að gefast upp“

Stytting vinnuvikunnar, eða breyting á vinnutímanum, verður mjög stórt mál í næstu kjarasamningum að sögn Ragnars, óháð nýrri aðferðafræði við útreikning vinnustunda.  

„Ástæðan fyrir því að við erum að berjast fyrir styttri vinnuviku er að fólkið okkar er að gefast upp. Við höfum séð gríðarlegar breytingar á stöðu sjúkrasjóða stéttarfélaga. Nýjustu tölur benda til að aukningin á greiðslu sjúkradagpeninga vegna álagstengdra kvilla eru enn að aukast þrátt fyrir fordæmalausar tölur sem við vorum að sjá fyrstu mánuði ársins 2018, tölur sem hafa ekki sést áður. Þetta er mikið áhyggjuefni og við eigum að beina umræðunni þangað,“ segir Ragnar.

Þá segir hann það skipta máli fyrir samfélagið allt að vinnuvikan verði stytt. „Þetta er líka gríðarlegt hagsmunamál fyrir atvinnulífið því það er gríðarlega kostnaðarsamt að missa verðmætt starfsfólk í kulnun eða út af vinnumarkaði. Það er mikið keppikefli hjá öllu samfélaginu að við tökumst á við þetta.“

mbl.is

Innlent »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »

Allt að 17 stiga hiti og þurrt

07:00 Óvenjuhlýtt loft er að berast yfir landið og er spáð allt að 17 stiga hita á morgun, sumardaginn fyrsta. Regnsvæðin berast eitt af öðru yfir landið en á milli þeirra munu gefast ágætir þurrir kaflar að sögn veðurfræðings. Svo vel vill til að von er á þurrum kafla á morgun. Meira »

Sagði vin eiga vespuna

06:35 Lögreglan hafði afskipti af manni sem teymdi vespu um hverfi 105 í nótt og þegar lögreglumenn ræddu við manninn fundu þeir sterka fíkniefnalykt af honum. Í ljós kom að hann var með fíkniefni á sér og átti ekkert í vespunni. Meira »

Andlát: Hörður Sigurgestsson

05:30 Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést að morgni annars í páskum, rúmlega áttræður. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1938. Meira »

Segir séreignarsparnað í uppnámi

05:30 Uppbygging og forsendur að baki lífeyrissparnaði tuga þúsunda Íslendinga verður raskað og valfrelsi fólks í þeim efnum takmarkað til muna verði tillögur sem fram koma í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við svokallaða lífskjarasamninga að veruleika. Meira »

Nýr aðili annist dýpkun

05:30 Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hafi burði til þess að opna Landeyjahöfn. Það vill að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem geti sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist langt fram á vor. Meira »

Stefndi í dræma þátttöku

05:30 „Eins og þetta stefnir í, þá er þátttakan í kosningunum mikil vonbrigði,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, en niðurstöður kosninga um Lífskjarasamningana svonefndu verða kynntar í dag. Meira »

Kornbændur eru byrjaðir að sá

05:30 Kornbændur eru að plægja akra og undirbúa sáningu. Sumir eru byrjaðir að sá, aðrir bíða eftir að það stytti upp og búast má við að mjög margir sái fyrir korni í þessari viku og í byrjun næstu. Meira »

Framboð íbúða nærri meðaltalinu

05:30 Um 6,5 íbúðir voru fullgerðar á hverja þúsund íbúa á Íslandi í fyrra. Til samanburðar hafa verið byggðar 6 íbúðir að meðaltali á hverja þúsund íbúa frá 1983. Hlutfallið í fyrra er því nærri meðaltali síðustu áratuga. Meira »

Aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin

05:30 Samkvæmt könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FíH) gerði í vetur meðal sinna félagsmanna eru aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin sín. Þátttaka í könnuninni var góð en um 2.100 hjúkrunarfræðingar svöruðu, eða rúm 75% félagsmanna. Meira »

Sala minnkar í flestum flokkum mjólkur

05:30 Sala á flestum tegundum mjólkurafurða hefur dregist saman síðustu mánuði. Ef litið er til tólf mánaða tímabils hefur sala minnkað í öllum vöruflokkum nema rjóma þar sem varð aukning um 5%. Meira »

Útköll vegna veðurs og kjötþjófs

Í gær, 23:45 Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld voru af ýmsum toga en þar ber hæst útköll í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti vegna veðurs sem og tilkynning um stuld á kjöti í miðbænum. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Í gær, 22:48 Bílvelta varð á þjóðveginum sunnan við Æsustaði í Langadal, skammt vestan við Húnaver, á tíunda tímanum í kvöld. Óskað hefur verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem er á leiðinni á slysstað. Meira »

Utanríkisráðherra Nýja-Sjálands á Íslandi

Í gær, 21:31 Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sem fram fór í Grindavík í dag. Meira »

Umboðsmaður plokkara á Íslandi

Í gær, 21:19 „Þú þarf ekki að vita neitt eða kunna bara að hafa óbeit á rusli og vilja koma því úr náttúrunni og á réttan stað,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi stóra plokkdagsins sem fram fer næsta sunnudag 28. apríl. Meira »

Lést af völdum listeríusýkingar

Í gær, 21:07 Kona á fimmtugsaldri lést af völdum listeríusýkingar í janúar. Frá þessu er greint í Farsóttafréttum landlæknis en konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Svo virðist sem listeríusýkingar hafi verið að færast í vöxt hér á landi undanfarna tvo áratugi. Meira »

Búið að loka upp í turninn

Í gær, 20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »
Vetur í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Eylenda 1-2, Strandamenn, Jarðarbók Árna og Páls 1-11, frumútg., ...
Bókhald
Bókari með reynslu úr bankageiranum og vinnu á bókhaldsstofu, getur tekið að sér...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...