Reynt að draga úr framúrkeyrslu í Suður-Mjódd

Uppbygging í Mjódd Dagur B. Eggertsson og Ingigerður Guðmundsdóttir skrifuðu …
Uppbygging í Mjódd Dagur B. Eggertsson og Ingigerður Guðmundsdóttir skrifuðu undir samninginn 2017 fyrir hönd Reykjavíkurborgar og ÍR. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018.

Er það 14% hærra en upphaflegur samningur Reykjavíkurborgar við ÍR frá 2017 gerir ráð fyrir. Hækkun kostnaðaráætlunar er 314 milljónir króna.

Byggingarnefnd mun nú skoða hvort ná megi fram raunhæfum sparnaði við verkefnið, s.s. með því að draga úr umfangi þess án þess að framtíðarafnot íþróttafélagsins af byggingunum rýrist. Borgarráð hefur heimilað að uppbyggingu verði haldið áfram á svæðinu en undirstrikar að áform um sparnað nái fram að ganga, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert