Slydda og snjókoma á morgun

Spáð er austan- og norðaustangolu eða -kalda í dag. Víða verður dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. 

„Norðaustan 10-18 og slydda eða snjókoma seint í nótt og á morgun, einkum á Norðaustur- og Austurlandi, en hægari vindur og þurrt suðvestanlands. Hiti kringum frostmark.

Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu á föstudag, en úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hlýnandi veður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Spáin fyrir næstu daga

Austlæg átt, 3-10 í dag, en NA 8-13 NV-til. Dálítil rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið V-lands. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Vaxandi norðaustanátt í kvöld, 13-20 og snjókoma seint í nótt, einkum á A-verðu landinu. Heldur hægari og þurrt á SV-landi. Norðan 10-18 síðdegis á morgun með snjókomu fyrir norðan en þurrt sunnan heiða. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag:
Norðan og norðaustan 10-18, en hægari á S- og V-landi. Snjókoma á A-verðu landinu og él NV-til, en þurrt SV-lands. Hiti um eða undir frostmarki, en 1 til 4 stiga hiti við S-ströndina. 

Á föstudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt og fer að rigna S- og V-lands. Hlýnandi veður. 

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Sunnanátt, vætusamt og hlýtt, en þurrt NA-lands. 

Á þriðjudag:
Suðaustanátt og smáskúrir, en þurrt og bjart veður N-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert