Sparkaði í konu og lamdi með símasnúru

Þá mun maðurinn fimm sinnum hafa virt nálgunarbann að vettugi.
Þá mun maðurinn fimm sinnum hafa virt nálgunarbann að vettugi. mbl.is/Ófeigur

Maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir eignaspjöll og líkamsárás gegn sambýliskonu sinni, auk brots á nálgunarbanni.

Hann var ákærður fyrir að hafa veist að sambýliskonu sinni, reynt að brjóta síma hennar með þeim afleiðingum að hann bognaði, lamið hana með símasnúru, sparkað í hana fimm þungum höggum, tekið hana kverkataki báðum höndum og varnað henni útgöngu og kallað hana öllum illum nöfnum, en sonur brotaþola varð vitni að atburðunum.

Þá mun maðurinn fimm sinnum hafa virt nálgunarbann að vettugi með því að senda brotaþola smáskilaboð, og hringja í hana í eitt skipti.

Ákærði hafði áður verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna brota gegn þáverandi sambýliskonu í Héraðsdómi Vesturlands, en með fyrrgreindum brotum rauf hann skilorð þess dóms og segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness að hann beri að taka upp og dæma ákærða refsingu í einu lagi.

Manninum er einnig gert að greiða brotaþola 255.700 krónur, með vöxtum, í miskabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert