Tók konu hálstaki og henti í hana flöskum

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða 512.282 krónur í sakarkostnað en kröfu fórnarlambs árásanna um skaða- og miskabætur var vísað frá dómi.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt 3. janúar í fyrra veist að konu í Reykjanesbæ með ofbeldi. Maðurinn var ákærður fyrir að taka konuna hálstaki í bifreið og síðar fyrir að hafa kastað poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna þar sem hún stóð fyrir utan hana.

Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu. Hann sagðist ekki muna eftir því að hafa tekið um hálsinn á konunni. Það væri ólíkt honum að haga sér svona og ólíklegt að hann hefði gert þetta.

Þegar maðurinn var handtekinn á vettvangi var hann í mjög annarlegu ástandi en konan sagði við lögregluþjón að hún hefði setið í ökumannssæti þegar maðurinn tók hana hálstaki og reyndi að kyrkja hana.

Vitni studdi framburð konunnar en vitnið ók bílnum þegar maðurinn hóf að slá konuna og tók hana hálstaki. Þótti dómnum sannað að maðurinn hefði framið brotin sem hann var ákærður fyrir og því þótti níu mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert