89% verkefna fram úr áætlun

Vaðlaheiðargöng er eitt þeirra verkefna sem hafa endað langt umfram ...
Vaðlaheiðargöng er eitt þeirra verkefna sem hafa endað langt umfram áætlaðan kostnað, en er ekki einsdæmi þar sem vísbendingar eru um að slíkt sé algengt þegar kemur að opinberum framkvæmdum á Íslandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vísbendingar eru um að mikill meirihluti opinbera framkvæmda fara framúr kostnaðaráætlun og er hvergi til miðlægur gagnagrunnur um opinberar framkvæmdir á Íslandi svo hægt sé að læra af reynslu fyrri verkefna. Þetta kom fram í máli Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, á fundi Verkfræðingafélagsins á Hilton í morgun.

Þórður Víkingur Friðgeirsson
Þórður Víkingur Friðgeirsson

Þá sagði hann að nágrannaþjóðir Íslands hafa komið á kerfum til þess að mæta áskorunum við áætlanagerð með verulegum árangri, en það hefur ekki verið gert hérlendis.

Gagnasöfnun tækni- og verkfræðideildar HR leiddi í ljós að í tæplega 90% allra verkefna sem voru skoðuð hafði kostnaður orðið meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er fram kom í tölum lektorsins. Gagnagrunnur deildarinnar nær til stærri verkefna á vegum ríkis og sveitarfélaga og er ekki tæmandi en gefur ákveðna vísbendingu um stöðu mála, að mati Þórðar Víkings.

Hann sagði ljóst að ekki væri verið að ná betri árangri í kostnaðaráætlunum sem sé áhyggjuefni sérstaklega á þessum tímum og vísaði til þess að erfitt væri að vera viss um hvaða tölur væri verið að tala um í fréttum og tilkynningum þegar framúrkeyrsla sé almennt um 60%. Þórður Víkingur fullyrti að hægt væri að gera betur, en skortur væri á upplýsingum um fyrri verkefni.

Umboðsvandi

Skortur á upplýsingum og gögnum er ekki nægileg skýring á því að áætlanir standist ekki að mati Þórðar Víkings, sem benti á að ef það væri tilfellið myndi vera jafnari dreifing verkefna undir og yfir áætluðum kostnaði. Hins vegar var áberandi fjöldi verkefna yfir áætluðum kostnaði, þess vegna sé einnig mikilvægt að líta á vandamálið við áætlanagerð sem félagslegt vandamál.

„Þetta er ekki eitthvað sér íslenskt vandamál. Það er vel þekkt vandamál sem kallast umboðsvandi,“ sagði lektorinn sem útskýrði að það í hnotskurn snýr að því að umboðsaðili og greiðandi hafa ekki alltaf sömu hagsmuni, vísaði hann til stjórnmálmanna, kjósenda, þrýstihópa og aðra hagsmunaaðila.

Þegar verkefni eru á hugmyndastiginu myndast oft vitsmunaskekkja vegna bjartsýnis, að sögn Þórðar Víkings. Síðan þegar framkvæmdir fara af stað myndast þrýstingur ólíkra hópa sem ýtir undir frekari skekkjur.

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir við hinn margnefnda bragga í Nauthólsvík ...
Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir við hinn margnefnda bragga í Nauthólsvík var 146-158 milljónir. Kostaðurinn varð yfir 400 milljónir. mbl.is/Hari

Þörf á úrbótum

Hægt er að mæta þessum skekkjum með því að fara í svipaðar aðgerðir og önnur lönd hafa gert fullyrti hann og benti á að við innleiðingu opinberrar gæðatryggingar hefur Norðmönnum tekist að lækka raunkostnað um 14%. „Ísland hefur valið aðra leið en þær þjóðir sem við berum okkur helst við. Norðmenn voru á sama stað og við erum nú fyrir um 15 til 20 árum.“

Lagði lektorinn fram tvær tillögur til úrbóta. Annars vegar upptaka opinbers gæðatryggingarkerfis þar sem hugtök eins og hagkvæmisathugun sé betur skilgreind og að skýrar leikreglur séu til varðandi tilhögun samskipta verktaka, hönnuða og annarra við hið opinbera.

Hin tillagan var að koma á miðlægum gagnagrunni um opinber verkefni svo hægt sé að meta áhættu er tengist framúrkeyrslu út frá fenginni reynslu. „Reynsla leiðir okkur framhjá óskhyggjunni.“

mbl.is

Innlent »

Tilkynntu um eld í atvinnuhúsnæði

06:38 Lið frá öllum slökkvistöðvum höfuðborgarsvæðisins var sent í Hálsahverfið í Reykjavík eftir að tilkynning barst um eld í atvinnuhúsnæði þar um fimmleytið í morgun. Voru það öryggisverðir sem höfðu samband við slökkvilið og tilkynntu að eldur hefði sést í glugga hússins. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

05:30 Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »

Fallið verði frá dómsmáli

05:30 Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hún segir krefjast þess að SSS afturkalli skaðabótamál gegn ríkinu. Meira »

Nær ómögulegt að tryggja fulla dekkun

05:30 Nær ómögulegt er að ná fram fullri dekkun farsímaþjónustu hér á landi með hefðbundinni uppbyggingu farsímakerfisins á landi. Meira »

Grænt ljós á tillögu um strandeldi

05:30 Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landeldis ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar strandeldisstöðvar fyrirtækisins á Laxabraut 1 við Þorlákshöfn, sem verður með allt að 5.000 tonna ársframleiðslu á laxfisksafurðum. Meira »

Amber situr kyrrt á sandbotni

05:30 Ekki tókst að ná hollenska saltflutningaskipinu Amber á flot í gærmorgun og ekki var talið raunhæft að reyna að draga það á flóðinu í gærkvöldi. Skipið strandaði á sandrifi í innsiglingunni til Hornafjarðarhafnar að morgni sunnudags og situr þar fast. Meira »

Notkun ljósabekkja minnkar jafnt og þétt

05:30 Notkun Íslendinga á ljósabekkjum minnkaði jafnt og þétt síðustu ár og hefur hríðfallið ef miðað er við hversu oft landsmenn fóru í ljósabekki fyrir tíu til fimmtán árum. Meira »

Mun efla ferðaþjónustu

05:30 Mikil lækkun olíuverðs eykur líkur á að ferðaþjónustan muni vaxa í takt við spár. Það gæti reynst þungvægt. Greining Analytica fyrir samgönguráðuneytið bendir þannig til að flugfargjöld hafi mikil áhrif á fjölda skiptifarþega og ferðamanna. Meira »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »

Biðu í á fjórðu klukkustund

Í gær, 22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Í gær, 22:00 Meðal tillagna, sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Í gær, 21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

Í gær, 21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

Í gær, 20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

Í gær, 20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

Í gær, 20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

Í gær, 19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

Í gær, 19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »
Ljósmyndanámskeið fyrir byjendur
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
Spennandi ljósmyndanámskeið
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...