89% verkefna fram úr áætlun

Vaðlaheiðargöng er eitt þeirra verkefna sem hafa endað langt umfram ...
Vaðlaheiðargöng er eitt þeirra verkefna sem hafa endað langt umfram áætlaðan kostnað, en er ekki einsdæmi þar sem vísbendingar eru um að slíkt sé algengt þegar kemur að opinberum framkvæmdum á Íslandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vísbendingar eru um að mikill meirihluti opinbera framkvæmda fara framúr kostnaðaráætlun og er hvergi til miðlægur gagnagrunnur um opinberar framkvæmdir á Íslandi svo hægt sé að læra af reynslu fyrri verkefna. Þetta kom fram í máli Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, á fundi Verkfræðingafélagsins á Hilton í morgun.

Þórður Víkingur Friðgeirsson
Þórður Víkingur Friðgeirsson

Þá sagði hann að nágrannaþjóðir Íslands hafa komið á kerfum til þess að mæta áskorunum við áætlanagerð með verulegum árangri, en það hefur ekki verið gert hérlendis.

Gagnasöfnun tækni- og verkfræðideildar HR leiddi í ljós að í tæplega 90% allra verkefna sem voru skoðuð hafði kostnaður orðið meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er fram kom í tölum lektorsins. Gagnagrunnur deildarinnar nær til stærri verkefna á vegum ríkis og sveitarfélaga og er ekki tæmandi en gefur ákveðna vísbendingu um stöðu mála, að mati Þórðar Víkings.

Hann sagði ljóst að ekki væri verið að ná betri árangri í kostnaðaráætlunum sem sé áhyggjuefni sérstaklega á þessum tímum og vísaði til þess að erfitt væri að vera viss um hvaða tölur væri verið að tala um í fréttum og tilkynningum þegar framúrkeyrsla sé almennt um 60%. Þórður Víkingur fullyrti að hægt væri að gera betur, en skortur væri á upplýsingum um fyrri verkefni.

Umboðsvandi

Skortur á upplýsingum og gögnum er ekki nægileg skýring á því að áætlanir standist ekki að mati Þórðar Víkings, sem benti á að ef það væri tilfellið myndi vera jafnari dreifing verkefna undir og yfir áætluðum kostnaði. Hins vegar var áberandi fjöldi verkefna yfir áætluðum kostnaði, þess vegna sé einnig mikilvægt að líta á vandamálið við áætlanagerð sem félagslegt vandamál.

„Þetta er ekki eitthvað sér íslenskt vandamál. Það er vel þekkt vandamál sem kallast umboðsvandi,“ sagði lektorinn sem útskýrði að það í hnotskurn snýr að því að umboðsaðili og greiðandi hafa ekki alltaf sömu hagsmuni, vísaði hann til stjórnmálmanna, kjósenda, þrýstihópa og aðra hagsmunaaðila.

Þegar verkefni eru á hugmyndastiginu myndast oft vitsmunaskekkja vegna bjartsýnis, að sögn Þórðar Víkings. Síðan þegar framkvæmdir fara af stað myndast þrýstingur ólíkra hópa sem ýtir undir frekari skekkjur.

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir við hinn margnefnda bragga í Nauthólsvík ...
Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir við hinn margnefnda bragga í Nauthólsvík var 146-158 milljónir. Kostaðurinn varð yfir 400 milljónir. mbl.is/Hari

Þörf á úrbótum

Hægt er að mæta þessum skekkjum með því að fara í svipaðar aðgerðir og önnur lönd hafa gert fullyrti hann og benti á að við innleiðingu opinberrar gæðatryggingar hefur Norðmönnum tekist að lækka raunkostnað um 14%. „Ísland hefur valið aðra leið en þær þjóðir sem við berum okkur helst við. Norðmenn voru á sama stað og við erum nú fyrir um 15 til 20 árum.“

Lagði lektorinn fram tvær tillögur til úrbóta. Annars vegar upptaka opinbers gæðatryggingarkerfis þar sem hugtök eins og hagkvæmisathugun sé betur skilgreind og að skýrar leikreglur séu til varðandi tilhögun samskipta verktaka, hönnuða og annarra við hið opinbera.

Hin tillagan var að koma á miðlægum gagnagrunni um opinber verkefni svo hægt sé að meta áhættu er tengist framúrkeyrslu út frá fenginni reynslu. „Reynsla leiðir okkur framhjá óskhyggjunni.“

mbl.is

Innlent »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »

Allt að 17 stiga hiti og þurrt

07:00 Óvenjuhlýtt loft er að berast yfir landið og er spáð allt að 17 stiga hita á morgun, sumardaginn fyrsta. Regnsvæðin berast eitt af öðru yfir landið en á milli þeirra munu gefast ágætir þurrir kaflar að sögn veðurfræðings. Svo vel vill til að von er á þurrum kafla á morgun. Meira »

Sagði vin eiga vespuna

06:35 Lögreglan hafði afskipti af manni sem teymdi vespu um hverfi 105 í nótt og þegar lögreglumenn ræddu við manninn fundu þeir sterka fíkniefnalykt af honum. Í ljós kom að hann var með fíkniefni á sér og átti ekkert í vespunni. Meira »

Andlát: Hörður Sigurgestsson

05:30 Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést að morgni annars í páskum, rúmlega áttræður. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1938. Meira »

Segir séreignarsparnað í uppnámi

05:30 Uppbygging og forsendur að baki lífeyrissparnaði tuga þúsunda Íslendinga verður raskað og valfrelsi fólks í þeim efnum takmarkað til muna verði tillögur sem fram koma í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við svokallaða lífskjarasamninga að veruleika. Meira »

Nýr aðili annist dýpkun

05:30 Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hafi burði til þess að opna Landeyjahöfn. Það vill að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem geti sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist langt fram á vor. Meira »

Stefndi í dræma þátttöku

05:30 „Eins og þetta stefnir í, þá er þátttakan í kosningunum mikil vonbrigði,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, en niðurstöður kosninga um Lífskjarasamningana svonefndu verða kynntar í dag. Meira »

Kornbændur eru byrjaðir að sá

05:30 Kornbændur eru að plægja akra og undirbúa sáningu. Sumir eru byrjaðir að sá, aðrir bíða eftir að það stytti upp og búast má við að mjög margir sái fyrir korni í þessari viku og í byrjun næstu. Meira »

Framboð íbúða nærri meðaltalinu

05:30 Um 6,5 íbúðir voru fullgerðar á hverja þúsund íbúa á Íslandi í fyrra. Til samanburðar hafa verið byggðar 6 íbúðir að meðaltali á hverja þúsund íbúa frá 1983. Hlutfallið í fyrra er því nærri meðaltali síðustu áratuga. Meira »

Aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin

05:30 Samkvæmt könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FíH) gerði í vetur meðal sinna félagsmanna eru aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin sín. Þátttaka í könnuninni var góð en um 2.100 hjúkrunarfræðingar svöruðu, eða rúm 75% félagsmanna. Meira »

Sala minnkar í flestum flokkum mjólkur

05:30 Sala á flestum tegundum mjólkurafurða hefur dregist saman síðustu mánuði. Ef litið er til tólf mánaða tímabils hefur sala minnkað í öllum vöruflokkum nema rjóma þar sem varð aukning um 5%. Meira »

Útköll vegna veðurs og kjötþjófs

Í gær, 23:45 Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld voru af ýmsum toga en þar ber hæst útköll í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti vegna veðurs sem og tilkynning um stuld á kjöti í miðbænum. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Í gær, 22:48 Bílvelta varð á þjóðveginum sunnan við Æsustaði í Langadal, skammt vestan við Húnaver, á tíunda tímanum í kvöld. Óskað hefur verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem er á leiðinni á slysstað. Meira »

Utanríkisráðherra Nýja-Sjálands á Íslandi

Í gær, 21:31 Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sem fram fór í Grindavík í dag. Meira »

Umboðsmaður plokkara á Íslandi

Í gær, 21:19 „Þú þarf ekki að vita neitt eða kunna bara að hafa óbeit á rusli og vilja koma því úr náttúrunni og á réttan stað,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi stóra plokkdagsins sem fram fer næsta sunnudag 28. apríl. Meira »

Lést af völdum listeríusýkingar

Í gær, 21:07 Kona á fimmtugsaldri lést af völdum listeríusýkingar í janúar. Frá þessu er greint í Farsóttafréttum landlæknis en konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Svo virðist sem listeríusýkingar hafi verið að færast í vöxt hér á landi undanfarna tvo áratugi. Meira »

Búið að loka upp í turninn

Í gær, 20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...