„Erum að reyna að laga vond fjárlög“

Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Már Einarsson og Oddný Harðardóttir, þingmenn ...
Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Már Einarsson og Oddný Harðardóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, kynntu breytingartillögur flokksins við fjárlög ríkisstjórnarinnar í Iðnó í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Framlag til öryrkja verður áfram fjórir milljarðar og stofnframlög til almennra íbúða verða aukin í tvo milljarða króna og vaxtabætur sömuleiðis, verði breytingatillögur þingmanna Samfylkingarinnar við frumvarp til fjárlaga 2019 að veruleika.

„Við erum að reyna að laga vond fjárlög og við erum að verja þá hópa sem veikast standa fyrir vondum fjárlögum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is, en hann kynnti breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlög 2019 á blaðamannafundi í Iðnó í morgun ásamt Oddnýju G. Harðardóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, og Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni flokksins. Þingmenn flokksins telja ríkisstjórnina taka skref aftur á bak með breytingartillögum við eigið fjárlagafrumvarp.

Þingmenn Samfylkingarinnar telja að aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar við breytingar á fjárlögum tryggi hvorki félagslegan né efnahagslegan stöðugleika og vanræki félagslega innviði. Þá segja þingmenn flokksins að ekki sé heldur ráðist í nauðsynlega tekjuöflun til að tryggja grunnþætti velferðarkerfisins.

Vilja vernda velferðarkerfið gegn kólnun hagkerfisins

Samfylkingin leggur fram 17 breytingartillögur við frumvarpið upp á rúma 24 milljarða króna og segja þær að öllu leyti fjármagnaðar. Flokkurinn gerir auk þess ráð fyrir meiri afgangi á ríkissjóði á næsta ári heldur en ríkisstjórnin. Við leggjum ríka áherslu á að afgangur ríkissjóður sé góður en að öryrkjar eiga ekki að taka skellinn eða þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda,“ segir Oddný.

Flestar breytingatillögurnar snúa að velferðarkerfinu og segja þingmennirnir að mikilvægt sé að vernda velferðarkerfið gegn kólnun hagkerfisins. „Nú sjáum við fram á niðursveiflu og þeir fyrstu sem fá að finna fyrir henni eru þeir sömu og sátu eftir í uppsveiflunni; öryrkjar, ungt fólk og fjölskyldur með lágar eða meðaltekjur,“ segir Ágúst Ólafur. Þingmenn Samfylkingarinnar eru þeirrar skoðunar að á toppi hagsveiflunnar hefði átt að fjárfesta verulega í grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfi og samgöngum og ráðast gegn vaxandi eignaójöfnuði.

Framlög til hjúkrunarheimila aukin um einn milljarð

Samfylkingin leggur til að auka framlög til hjúkrunarheimila, alls um einn milljarð króna, til að komast hjá niðurskurði. Þingmennirnir segja heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni vera í brýnni fjárþörf en það sé algerlega litið fram hjá þeim í frumvarpinu. Því leggur Samfylkingin til 800 milljónir króna viðbót til heilbrigðisstofnana. Þá leggur flokkurinn einnig til aukna fjármuni til sjúkrahúsa, tvo milljarða króna og sérstakar 150 milljónir króna til SÁÁ.

Stórátak í húsnæðismálum nauðsynlegt

Í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar er húsnæðisstuðningur lækkaður en Samfylkingin telur að í ljósi þess að fátt hafi verið rætt meira en nauðsyn stórátaks í húsnæðismálum í aðdraganda kjarasamninga verði að auka stofnframlög til íbúða um tvo milljarða króna og framlög til vaxtabóta verði sömuleiðis aukin um tvo milljarða króna. Þá leggur flokkurinn auk þess til að barnabætur hækki um tvo milljarða króna.

Samfylkingin leggur til að aukning til öryrkja verði sú sama og í upprunalegum fjárlögum, fjórir milljarða króna, en fulltrúar ríkisstjórnarinnar í fjárlaganefnd tilkynntu í vikunni að ákveðin framlög til öryrkja verði lækkuð um rúman milljarð frá því að frumvarpið var kynnt í haust.

Aukin framlög til aldraðra, skólakerfisins og samgöngumála

Samfylkingin leggur auk þess til aukna fjármuni í málefni aldraðra, fjóra milljarða króna, almenna löggæslu, 800 milljónir, til samgöngumála, 2 milljarða króna, ásamt auknum framlögum til háskóla og framhaldsskóla sem og Sjónvarpssjóðs, 300 milljónir króna.

Flokkurinn leggur einnig til að 400 milljarðar króna renni í neyðarhjálp UNICEF fyrir börn í Jemen „til að bæta upp fyrir metnaðarleysi stjórnvalda í framlögum til þróunarsamvinnu.“

Sykurskattur sem skili milljarði til ríkisins

Þá telur Samfylkingin að í fjárlagafrumvarpinu séu enn vannýtt tekjuúrræði, svo sem hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld en veiðileyfagjöld eiga að lækka um þrjá milljarða milli ára samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar.

Flokkurinn telur að með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur. Þá leggur Samfylkingin til að gistináttagjald renni til sveitarfélaga og að lagður verði á sykurskattur upp á milljarð.

Hér má sjá breytingartillögur Samfylkingarinnar um aukin framlög í heild sinni:

 1.  Stofnframlög til almennra íbúða: 2 milljarðar króna.
 2.  Barnabætur: 2 milljarðar króna.
 3.  Vaxtabætur: 2 milljarðar króna.
 4.  Öryrkjar: 4 milljarðar króna.
 5.  Aldraðir: 4 milljarðar króna.
 6.  Háskólar: 1 milljarður króna.
 7.  Framhaldsskólar: 400 milljónir króna.
 8.  Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri: 2 milljarðar króna.
 9.  Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni með almenna sjúkrahúsþjónustu: 800 milljónir króna.
 10. Hjúkrunarheimili: 1 milljarður króna.
 11. Samgöngur: 2 milljarðar króna.
 12. SÁÁ: 150 milljónir króna.
 13. Sjónvarpssjóður sem heyrir undir Kvikmyndamiðstöð Íslands: 300 milljónir króna.
 14. Þróunarsamvinna: 400 milljónir króna og sú aukning renni til neyðarhjálpar UNICEF fyrir börn í Jemen.
 15. Löggæsla: 800 milljónir króna.
 16. Gistináttagjald renni til sveitarfélaga: 1,3 milljarðar króna.
 17. Sykurskattur (vörugjöld á sykur og sætuefni) verði lagður á en það mun færa ríkissjóði um 1 milljarð króna.

Innlent »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...