„Erum að reyna að laga vond fjárlög“

Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Már Einarsson og Oddný Harðardóttir, þingmenn ...
Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Már Einarsson og Oddný Harðardóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, kynntu breytingartillögur flokksins við fjárlög ríkisstjórnarinnar í Iðnó í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Framlag til öryrkja verður áfram fjórir milljarðar og stofnframlög til almennra íbúða verða aukin í tvo milljarða króna og vaxtabætur sömuleiðis, verði breytingatillögur þingmanna Samfylkingarinnar við frumvarp til fjárlaga 2019 að veruleika.

„Við erum að reyna að laga vond fjárlög og við erum að verja þá hópa sem veikast standa fyrir vondum fjárlögum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is, en hann kynnti breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlög 2019 á blaðamannafundi í Iðnó í morgun ásamt Oddnýju G. Harðardóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, og Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni flokksins. Þingmenn flokksins telja ríkisstjórnina taka skref aftur á bak með breytingartillögum við eigið fjárlagafrumvarp.

Þingmenn Samfylkingarinnar telja að aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar við breytingar á fjárlögum tryggi hvorki félagslegan né efnahagslegan stöðugleika og vanræki félagslega innviði. Þá segja þingmenn flokksins að ekki sé heldur ráðist í nauðsynlega tekjuöflun til að tryggja grunnþætti velferðarkerfisins.

Vilja vernda velferðarkerfið gegn kólnun hagkerfisins

Samfylkingin leggur fram 17 breytingartillögur við frumvarpið upp á rúma 24 milljarða króna og segja þær að öllu leyti fjármagnaðar. Flokkurinn gerir auk þess ráð fyrir meiri afgangi á ríkissjóði á næsta ári heldur en ríkisstjórnin. Við leggjum ríka áherslu á að afgangur ríkissjóður sé góður en að öryrkjar eiga ekki að taka skellinn eða þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda,“ segir Oddný.

Flestar breytingatillögurnar snúa að velferðarkerfinu og segja þingmennirnir að mikilvægt sé að vernda velferðarkerfið gegn kólnun hagkerfisins. „Nú sjáum við fram á niðursveiflu og þeir fyrstu sem fá að finna fyrir henni eru þeir sömu og sátu eftir í uppsveiflunni; öryrkjar, ungt fólk og fjölskyldur með lágar eða meðaltekjur,“ segir Ágúst Ólafur. Þingmenn Samfylkingarinnar eru þeirrar skoðunar að á toppi hagsveiflunnar hefði átt að fjárfesta verulega í grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfi og samgöngum og ráðast gegn vaxandi eignaójöfnuði.

Framlög til hjúkrunarheimila aukin um einn milljarð

Samfylkingin leggur til að auka framlög til hjúkrunarheimila, alls um einn milljarð króna, til að komast hjá niðurskurði. Þingmennirnir segja heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni vera í brýnni fjárþörf en það sé algerlega litið fram hjá þeim í frumvarpinu. Því leggur Samfylkingin til 800 milljónir króna viðbót til heilbrigðisstofnana. Þá leggur flokkurinn einnig til aukna fjármuni til sjúkrahúsa, tvo milljarða króna og sérstakar 150 milljónir króna til SÁÁ.

Stórátak í húsnæðismálum nauðsynlegt

Í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar er húsnæðisstuðningur lækkaður en Samfylkingin telur að í ljósi þess að fátt hafi verið rætt meira en nauðsyn stórátaks í húsnæðismálum í aðdraganda kjarasamninga verði að auka stofnframlög til íbúða um tvo milljarða króna og framlög til vaxtabóta verði sömuleiðis aukin um tvo milljarða króna. Þá leggur flokkurinn auk þess til að barnabætur hækki um tvo milljarða króna.

Samfylkingin leggur til að aukning til öryrkja verði sú sama og í upprunalegum fjárlögum, fjórir milljarða króna, en fulltrúar ríkisstjórnarinnar í fjárlaganefnd tilkynntu í vikunni að ákveðin framlög til öryrkja verði lækkuð um rúman milljarð frá því að frumvarpið var kynnt í haust.

Aukin framlög til aldraðra, skólakerfisins og samgöngumála

Samfylkingin leggur auk þess til aukna fjármuni í málefni aldraðra, fjóra milljarða króna, almenna löggæslu, 800 milljónir, til samgöngumála, 2 milljarða króna, ásamt auknum framlögum til háskóla og framhaldsskóla sem og Sjónvarpssjóðs, 300 milljónir króna.

Flokkurinn leggur einnig til að 400 milljarðar króna renni í neyðarhjálp UNICEF fyrir börn í Jemen „til að bæta upp fyrir metnaðarleysi stjórnvalda í framlögum til þróunarsamvinnu.“

Sykurskattur sem skili milljarði til ríkisins

Þá telur Samfylkingin að í fjárlagafrumvarpinu séu enn vannýtt tekjuúrræði, svo sem hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld en veiðileyfagjöld eiga að lækka um þrjá milljarða milli ára samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar.

Flokkurinn telur að með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur. Þá leggur Samfylkingin til að gistináttagjald renni til sveitarfélaga og að lagður verði á sykurskattur upp á milljarð.

Hér má sjá breytingartillögur Samfylkingarinnar um aukin framlög í heild sinni:

 1.  Stofnframlög til almennra íbúða: 2 milljarðar króna.
 2.  Barnabætur: 2 milljarðar króna.
 3.  Vaxtabætur: 2 milljarðar króna.
 4.  Öryrkjar: 4 milljarðar króna.
 5.  Aldraðir: 4 milljarðar króna.
 6.  Háskólar: 1 milljarður króna.
 7.  Framhaldsskólar: 400 milljónir króna.
 8.  Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri: 2 milljarðar króna.
 9.  Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni með almenna sjúkrahúsþjónustu: 800 milljónir króna.
 10. Hjúkrunarheimili: 1 milljarður króna.
 11. Samgöngur: 2 milljarðar króna.
 12. SÁÁ: 150 milljónir króna.
 13. Sjónvarpssjóður sem heyrir undir Kvikmyndamiðstöð Íslands: 300 milljónir króna.
 14. Þróunarsamvinna: 400 milljónir króna og sú aukning renni til neyðarhjálpar UNICEF fyrir börn í Jemen.
 15. Löggæsla: 800 milljónir króna.
 16. Gistináttagjald renni til sveitarfélaga: 1,3 milljarðar króna.
 17. Sykurskattur (vörugjöld á sykur og sætuefni) verði lagður á en það mun færa ríkissjóði um 1 milljarð króna.

Innlent »

Sendi erindi til Persónuverndar

19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »

Græðgi, spilling, okur og hrun

17:58 Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur veit ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

„Fer mér ekki að vera í felum“

17:55 Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Líklega milljarða tjón fyrir þjóðina

17:00 „Íslenska þjóðin situr líklega uppi með milljarða tjón og tilfinning þjóðarinnar getur verið að eignarhald á sjávarauðlindinni sé óljósara en áður.“ Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Lán lífeyrissjóða opin öllum

16:50 Lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið að skoðað verði að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að bein íbúðalán verði opin öllum sem taldir eru lánshæfir óháð því hvort um sé að ræða sjóðsfélaga eða ekki. Meira »

Vandinn leysist ekki í bráð

16:20 Læknaráð Landspítalans segir að því miður séu engin teikn á lofti um að vandi bráðamóttökunnar leysist í bráð. Hinn svokallaði innlagnarvandi sé ekki nýr af nálinni og stafi að stórum hluta af því að skortur sé á úrræðum fyrir eldri borgara sem geti ekki útskrifast beint til síns heima án aðstoðar. Meira »

Leggja til lækkun skatta og sölu banka

16:04 Lækkun skatta á fjármálafyrirtæki, sala Íslandsbanka til erlendra aðila og stofnun gagnagrunns með upplýsingar um skuldir einstaklinga og lögaðila eru meðal helstu tillagna í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »

Jöklamyndir RAX í NY Times

15:45 Viðtal við Ragnar Axelsson, RAX, er í New York Times í dag um sýninguna Jökull sem lauk nýverið í Ásmundarsal.   Meira »

Aðeins einn staðfest komu sína

14:41 Til stendur að ummæli um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson verði rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag. Það veltur þó á því hvort þingmennirnir fjórir staðfesti komu sína á fundinn. Meira »

Foreldrar sæki börn vegna veðurs

14:36 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn i frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16 í dag sökum veðurs. Meira »

Fundur um ummæli Gunnars verður opinn

13:18 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt beiðni Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að fundur, eða fundir, nefndarinnar þar sem ræða á ummæli þingmanna Miðflokksins um meinta sendi­herra­stöðu fyr­ir Gunn­ar Braga Sveinsson, verði opnir. Meira »

Spá stormi á höfuðborgarsvæðinu

12:25 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þá hefur Veðurstofan hvatt fólk til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Meira »

Ellert B. Schram á þing í stað Ágústs

12:01 Ellert B. Schram tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar.   Meira »
Til sölu Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 51 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, leðurklæd...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...