Frávísunarkröfu hafnað

Sindri Þór Stefánsson, einn hinna ákærðu.
Sindri Þór Stefánsson, einn hinna ákærðu. mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fimm sakborninga af sjö í gagnaversmálinu um að máli þeirra verði vísað frá. Verjendur mannanna töldu að réttindi þeirra hefðu ekki verið virt og að rann­sak­end­ur hefðu beitt ólög­mæt­um aðferðum til að afla sér upp­lýs­inga við rann­sókn­ina.

Greint er frá því á vef Rúv.is að enginn sakborninganna hafi verið viðstaddur þegar úrskurður var kveðinn upp í dag. Aðalmeðferð gagnaversmálsins hefst 3. desember.

Í greinagerð verjenda sagði að lögreglan á Suðurnesjum hafi svifist einskis við að afla sér upplýsinga um samskipti verjenda og sakborninga í málinu. 

Meðal ann­ars hafi fyrr­ver­andi eig­in­kona ann­ars verj­and­ans verið spurð ít­ar­lega út í sam­skipti verj­and­ans og skjól­stæðings hans.

Einnig er bent á það í grein­ar­gerðinni að lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um hafi hald­lagt farsíma Þorgils Þorgils­son­ar, verj­anda Sindra Þórs Stef­áns­son­ar, við skýrslu­töku 17. apríl eft­ir að Sindri Þór fór á brott úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert