Háskólakonur héldu upp á 90 ára afmæli sitt

Félag háskólakvenna hélt í gær upp á tímamótin í hátíðarsal …
Félag háskólakvenna hélt í gær upp á tímamótin í hátíðarsal Háskóla Íslands. Hér hlýða gestir á erindi Elizu Reid forsetafrúar. Lengst til hægri á fremsta bekk er Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður félagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Félagið var stofnað af fimm kjarnakonum árið 1928 í þeim tilgangi að hvetja ungar konur til mennta og berjast um leið fyrir réttindum þeirra,“ segir Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður Félags háskólakvenna, í samtali við Morgunblaðið, en í gær var þess minnst að liðin eru 90 ár frá stofnun Félags háskólakvenna. Af því tilefni var blásið til afmælishátíðar sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Þær Eliza Reid forsetafrú, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur voru meðal þeirra sem ávörpuðu viðstadda á hátíðinni auk þess sem Sigríður Thorlacius söng nokkur vel valin lög.

Þá var jafnframt veittur 500 þúsund króna rannsóknarstyrkur í tilefni 90 ára afmælisins og rann hann til Ingunnar Gunnarsdóttur, doktorsnema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. „Okkur finnst vel við hæfi að veita henni þennan styrk nú þegar umhverfis- og loftslagsmál eru í sviðsljósinu,“ segir Margrét Kristín í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert