Líkamsárás, rán og fíkniefni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna. Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 

Á tíunda tímanum í gærkvöldi handtók lögreglan tvo menn í Kópavogi sem eru grunaðir um vörslu og sölu/dreifingu fíkniefna. Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum vímuefna síðdegis í gær og gærkvöldi.

Sá fyrsti var stöðvaður í hverfi 108 upp úr klukkan 17. Hann er talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Skömmu síðar var sá næsti stöðvaður í hverfi 109 en hann var undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann hefur verið ítrekaður stöðvaður af lögreglu fyrir akstur bifreiðar án þess að hafa til þess réttindi. 

Tveir ökumenn voru síðan stöðvaðir á milli 22 og 23 í gærkvöldi. Sá fyrri í hverfi 101 en hann var ölvaður undir stýri en hinn var stöðvaður í hverfi 220 og einnig ölvaður.

Lögreglan á Akureyri stöðvaði för ökumanns sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi. Að sögn lögreglu er ökumaðurinn sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert