Mál bankaráðs felld niður

Slitastjórn gamla Landsbankans hefur verið í málaferlum gegn stjórnendum bankans. …
Slitastjórn gamla Landsbankans hefur verið í málaferlum gegn stjórnendum bankans. Mál bankaráðsins hafa verið felld niður. mbl.is/Golli

LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum.

Jafnframt hefur LBI náð samkomulagi um uppgjör ábyrgða við 24 af þeim 26 tryggingafélögum sem það stefndi til skaðabóta og fallið frá málum á hendur þeim. Þessar tvær ákvarðanir eru sagðar ótengdar.

LBI ehf. er í eigu kröfuhafa gamla Landsbankans. Það stefndi þremur fyrrverandi yfirmönnum gamla Landsbankans, fjórum bankaráðsmönnum og fjölda erlendra tryggingafélaga á árunum 2011 og 2012, meðal annars vegna gáleysis sem leiddi til þess að greiddir voru verulegir fjármunir út úr Landsbanka Íslands hinn 6. október 2008 þegar fyrir lá að bankinn var ógjaldfær, eins og fram kom í einni stefnunni. Nema skaðabótakröfurnar tugum milljarða króna. Þetta var síðasti dagurinn áður en Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans.

Síðan hefur málið, raunar í þremur hlutum, verið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð hefur staðið frá því 29. október, nú með skýrslutökum, og lýkur samkvæmt dagskrá með málflutningi undir lok mánaðarins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »