Snjókoma á Öxnadalsheiði

Mynd/Vegagerðin

Greiðfært er í Húnavatnssýslum en hálka eða hálkublettir eru víða í Skagafirði. Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði en snjóþekja og éljagangur er í Víkurskarði. 

Hálkublettir eru á Hellisheiði. Hálkublettir eru á Fróðárheiði og Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi.

Hálka, snjóþekja, éljagangur og snjókoma er á vegum inn til landsins á Norðausturlandi en autt að mestu með ströndinni. Krapi og éljagangur er á Fagradal, snjóþekja og snjókoma er á Fjarðarheiði, snjóþekja er á Breiðdalsheiði og Öxi. Þæfingsfærð á Mjóafjarðarheiði.

Umferðartafir við Svínafellsá í Öræfum

Vegna vinnu við endurbætur á brúnni yfir Svínafellsá í Öræfum má  búast við talsverðum umferðartöfum allt að 40 mínútum í senn fram á fimmtudag. Umferð er stýrt með umferðarljósum i gegnum vinnusvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert