„Það er allt í vitleysu hérna“

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist hafa lagt til að öllum …
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist hafa lagt til að öllum sínum málum yrði frestað um viku, í stað þess að leggja þau fram órædd. Skjáskot

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og kveðst hafa lagt til að öllum sínum málum yrði frestað um viku, í stað þess að leggja þau fram órædd.

„Ráðhúsið er ekki undirbúið fyrir fjölgun borgarfulltrúa enda engin rök fyrir því að fjölga úr 15 fulltrúum í 23,“ segir Vigdís í færslunni. Kveðst hún hafa viðrað þá skoðun að borgarráðsfundir verði tvisvar í viku og borgarstjórnafundir hefjist kl. níu í stað tvö á daginn 
„Það er allt í vitleysu hérna,“ segir hún og meðal þeirra sem tjá sig um færslu hennar er Kolbrún Baldurssdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sem ekki virðist heldur sátt. „Kom hem [sic] fokill, er enn að ná mér niður,“ segir Kolbrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert