Eiríkur hlýt­ur verðlaun Jónas­ar

Verðlaunahafarnir Eiríkur Rögnvaldsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson með Lilju Alfreðsdóttur, ...
Verðlaunahafarnir Eiríkur Rögnvaldsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningaráðherra. Ljósmynd/ Þórgunnur Þórsdóttir

Eiríkur Rögnvaldsson hlaut í dag verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar þegar þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Höfn. Við sama tækifæri tók Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson við sérstakri viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir verkefnið Skáld í skólum. 

„Þessi viðurkenning hefur heilmikla þýðingu. Ég lít svo á að í þessu felist viðurkenning á því viðhorfi til tungumáls og málræktar, sem ég hef reynt að halda á lofti, að mikilvægt sé að berjast fyrir íslenskunni með jákvæðni og umburðarlyndi að vopni en forðast neikvæðar og einstrengingslegar predikanir,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, sem fyrr í dag hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru á fæðingardegi skáldsins.

Ráðgjafanefnd um verðlaunin skipuðu í ár Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi, sem var formaður, Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og blaðamaður, og Dagur Hjartarson, skáld og íslenskukennari, og í rökstuðningi þeirra segir að Eiríkur hafi „með frumkvæði, elju og ást á íslenskri tungu verið í framlínu þeirra sem vekja athygli þjóðar og stjórnvalda á þeirri hættu sem steðjar að íslenskri tungu og hinu smáa málsamfélagi okkar. Af atorku hefur hann útskýrt og gert grein fyrir hvílík lífsnauðsyn það er að efla máltækni á íslensku, hvað í því felst og hver áhrif það getur haft ef það er ekki gert, og það með hraði.

Í allri umræðu um þetta málefni hefur Eiríkur sýnt víðsýni og verið opinn fyrir eðlilegri þróun tungumálsins en jafnframt sýnt fram á það af rökfestu að viðbúið sé, ef svo heldur fram sem horfir, að íslensk tunga sé farin að þróast óeðlilega og eigi á hættu að hverfa í gin enskunnar og að ekki seinna en núna séu síðustu forvöð að spyrna við fótum ef ekki eigi illa að fara.“

Eiríkur Rögnvaldsson hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Í rökstuðningi ...
Eiríkur Rögnvaldsson hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Í rökstuðningi segir að hann hafi með frumkvæði, elju og ást á íslenskri trungu verið í framlínu þeirra sem vekja athygli þjóðar og stjórnvalda á þeirri hættu sem steðjar að íslenskri tungu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efla þarf áhuga á íslensku

„Ég hef talað um máltækni í hátt í 20 ár, því ef við ætlum að nota íslenskuna áfram þurfum við að tryggja að hægt sé að nota hana í samskiptum við tölvur og hvers kyns tölvustýrð tæki í þeim stafræna heimi gervigreindar sem við erum á leið inn í,“ segir Eiríkur og fagnar því að stjórnvöld séu loks búin að setja málið á dagskrá.

„Það er ekki sjálfgefið að 350 þúsund manna þjóð eigi sér sjálfstætt tungumál sem sé notað á öllum sviðum. Samfélags- og tæknibreytingar síðustu ár hafa verið svo miklar að nú er ekki lengur nóg að hægt sé að nota íslenskuna á öllum sviðum – fólk þarf líka að hafa áhuga á því að nota málið. Það hefur lítið að segja þó við eyðum stórfé í alls kyns tæknilausnir ef fólk vill ekki nota þær og sömuleiðis hefur lítið segja að vekja áhuga fólks á að nota íslensku á öllum sviðum ef það rekur sig síðan á vegg þegar á reynir. Þetta þarf því að fylgjast að.

Við erum í alþjóðlegum menningarheimi, miklu meira en við höfum nokkru sinni verið, og það er gífurlegt framboð af alls konar fræðslu, afþreyingu og list á ensku. Eigi íslenskan að halda velli verðum við að sjá til þess að íslenskan sé samkeppnisfær þannig að hún höfði til ungs fólks. Við þurfum þannig að sjá til þess að börn og unglingar, sem eru það fólk sem ræður framtíð tungumálsins, eigi kost á efni sem höfðar til þeirra á íslensku,“ segir Eiríkur og ítrekar mikilvægi þess að efla útgáfu á bókum fyrir börn og unglinga.

Eiríkur bendir á að grundvöllur að framtíð íslenskunnar sé lagður á máltökuskeiði. „Rannsóknir sýna að það sem skiptir mestu máli í máltökunni til þess að börn komi sér upp styrku málkerfi er samtal við fullorðið fólk,“ segir Eiríkur og bendir á að stytting vinnutímans sé þar af leiðandi eitt af því mikilvægasta sem hægt sé að gera til að styrkja íslenskuna. „Að því tilskildu að foreldrar verji auknum frítíma ekki í eigin snjalltækjum heldur til samveru og samtals með börnum sínum,“ segir Eiríkur, en ítarlegra viðtal við hann má lesa í Morgunblaðinu á morgun, laugardag. 

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tók við sérstakri viðurkenningu á degi íslenskrar ...
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tók við sérstakri viðurkenningu á degi íslenskrar tungu vegna verkefnisins Skáld í skólum sem starfrækt hefur verið frá 2006 á vegum Höfundamiðstöðvar Rithöfundasambands Íslands, en verkefnið var hugarfóstur Aðalsteins á sínum tíma og undir listrænni stjórn hans fyrstu tíu árin. mbl.is/Golli

Klapp á bakið

„Þetta er klapp á bakið sem skiptir miklu máli, ekki bara fyrir mig persónulega heldur einnig fyrir verkefnið. Þetta er hvatning til að halda áfram,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld og útgefandi, sem nú á fimmta tímanum veitti viðtöku sérstakri viðurkenningu á degi íslenskrar tungu vegna verkefnisins Skáld í skólum sem starfrækt hefur verið frá 2006 á vegum Höfundamiðstöðvar Rithöfundasambands Íslands.

Í rökstuðningi ráðgjafanefndar dags íslenskrar tungu er bent á að dagskrá Skálda í skólum sé „ætið fjölbreytt og eitthvað í boði fyrir hvert skólastig, bæði styttri fyrirlestrar og kveikjur en einnig ritsmiðjur sem geta spannað nokkra daga“. Bent er á að á tímum þar sem bóklestur eigi undir högg að sækja hljóti að „vera hvetjandi fyrir unga lesendur að komast í beint samband við höfunda, en eitt af markmiðum verkefnisins er einmitt að „smita nemendur af ólæknandi lestrar- og sköpunargleði!“ Sú sköpunargleði er eldsneyti fyrir unga málnotendur og lífsnauðsynleg tungumáli sem þarf að vaxa og dafna andspænis nýjum áskorunum.“

„Þetta verkefni er hugarfóstur mitt og ég stýrði því fyrstu tíu árin,“ segir Aðalsteinn og rifjar upp að þegar hann lét af störfum sem formaður Rithöfundasambands Íslands 2006 eftir átta ára starf hafi honum fundist hann eiga eitt eftir ógert. „Það var að koma með nýjung inn í Höfundamiðstöðina,“ segir Aðalsteinn sem í framhaldinu mótaði hugmyndina að Skáldum í skólum.

„Það sem vakti fyrir okkur var að auka áhuga á bókum og bóklestri og jafnframt að sýna hverjir standa að baki bókmenntaverkunum. Markmið okkar var að ungmenni sæju að það gætu í raun allir orðið höfundar,“ segir Aðalsteinn og tekur fram að viðtökur verkefnisins bendi til þess að áhugi hafi aukist á bókum og bókmenntum. 

mbl.is

Innlent »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »

Allt að 17 stiga hiti og þurrt

07:00 Óvenjuhlýtt loft er að berast yfir landið og er spáð allt að 17 stiga hita á morgun, sumardaginn fyrsta. Regnsvæðin berast eitt af öðru yfir landið en á milli þeirra munu gefast ágætir þurrir kaflar að sögn veðurfræðings. Svo vel vill til að von er á þurrum kafla á morgun. Meira »

Sagði vin eiga vespuna

06:35 Lögreglan hafði afskipti af manni sem teymdi vespu um hverfi 105 í nótt og þegar lögreglumenn ræddu við manninn fundu þeir sterka fíkniefnalykt af honum. Í ljós kom að hann var með fíkniefni á sér og átti ekkert í vespunni. Meira »

Andlát: Hörður Sigurgestsson

05:30 Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést að morgni annars í páskum, rúmlega áttræður. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1938. Meira »

Segir séreignarsparnað í uppnámi

05:30 Uppbygging og forsendur að baki lífeyrissparnaði tuga þúsunda Íslendinga verður raskað og valfrelsi fólks í þeim efnum takmarkað til muna verði tillögur sem fram koma í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við svokallaða lífskjarasamninga að veruleika. Meira »

Nýr aðili annist dýpkun

05:30 Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hafi burði til þess að opna Landeyjahöfn. Það vill að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem geti sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist langt fram á vor. Meira »

Stefndi í dræma þátttöku

05:30 „Eins og þetta stefnir í, þá er þátttakan í kosningunum mikil vonbrigði,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, en niðurstöður kosninga um Lífskjarasamningana svonefndu verða kynntar í dag. Meira »

Kornbændur eru byrjaðir að sá

05:30 Kornbændur eru að plægja akra og undirbúa sáningu. Sumir eru byrjaðir að sá, aðrir bíða eftir að það stytti upp og búast má við að mjög margir sái fyrir korni í þessari viku og í byrjun næstu. Meira »

Framboð íbúða nærri meðaltalinu

05:30 Um 6,5 íbúðir voru fullgerðar á hverja þúsund íbúa á Íslandi í fyrra. Til samanburðar hafa verið byggðar 6 íbúðir að meðaltali á hverja þúsund íbúa frá 1983. Hlutfallið í fyrra er því nærri meðaltali síðustu áratuga. Meira »

Aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin

05:30 Samkvæmt könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FíH) gerði í vetur meðal sinna félagsmanna eru aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin sín. Þátttaka í könnuninni var góð en um 2.100 hjúkrunarfræðingar svöruðu, eða rúm 75% félagsmanna. Meira »

Sala minnkar í flestum flokkum mjólkur

05:30 Sala á flestum tegundum mjólkurafurða hefur dregist saman síðustu mánuði. Ef litið er til tólf mánaða tímabils hefur sala minnkað í öllum vöruflokkum nema rjóma þar sem varð aukning um 5%. Meira »

Útköll vegna veðurs og kjötþjófs

Í gær, 23:45 Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld voru af ýmsum toga en þar ber hæst útköll í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti vegna veðurs sem og tilkynning um stuld á kjöti í miðbænum. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Í gær, 22:48 Bílvelta varð á þjóðveginum sunnan við Æsustaði í Langadal, skammt vestan við Húnaver, á tíunda tímanum í kvöld. Óskað hefur verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem er á leiðinni á slysstað. Meira »

Utanríkisráðherra Nýja-Sjálands á Íslandi

Í gær, 21:31 Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sem fram fór í Grindavík í dag. Meira »

Umboðsmaður plokkara á Íslandi

Í gær, 21:19 „Þú þarf ekki að vita neitt eða kunna bara að hafa óbeit á rusli og vilja koma því úr náttúrunni og á réttan stað,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi stóra plokkdagsins sem fram fer næsta sunnudag 28. apríl. Meira »

Lést af völdum listeríusýkingar

Í gær, 21:07 Kona á fimmtugsaldri lést af völdum listeríusýkingar í janúar. Frá þessu er greint í Farsóttafréttum landlæknis en konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Svo virðist sem listeríusýkingar hafi verið að færast í vöxt hér á landi undanfarna tvo áratugi. Meira »

Búið að loka upp í turninn

Í gær, 20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Bókhald
Bókari með reynslu úr bankageiranum og vinnu á bókhaldsstofu, getur tekið að sér...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...