Mengunin hverfur með „Soda Stream“

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, jarðfræðingur hjá Orkuveitunni, og Edda Sif Pind ...
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, jarðfræðingur hjá Orkuveitunni, og Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnisstjóri CarbFix. Þær hafa ásamt fleirum leitt vinnu við að binda útblástur í berg. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er í sjálfu sér einföld aðferð,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnastjóri hjá CarbFix teymi á Hellisheiði. Undanfarin tólf ár hefur aðferð verið þróuð sem hefur skilað sér í því að nú er farið að binda um 10 þúsund tonn af koltvíoxíði árlega af losun Hellisheiðarvirkjunar og meirihlutann af brennisteinsvetninu sem verksmiðjan losaði.

Frá því fyrir tólf árum hafa vís­inda­menn í sam­starfi við iðnaðar- og tækni­fólk Orku­veitu Reykja­vík­ur og dótt­ur­fyr­ir­tækj­anna Orku nátt­úr­unn­ar og Veitna unnið að þróun og próf­un þeirr­ar hug­mynd­ar að hægt sé að taka kolt­víoxíð sem kem­ur upp með jarðhita­vökv­an­um við nýt­ingu hans, blanda það vatni og dæla því aft­ur niður í jörðina þaðan sem það kom. Þar bind­ist það var­an­lega á formi steinda.

Gasblandan er sett í sturtu

Edda segir að bæði koltvíoxíð (CO2) og brennisteinsvetni (H2S) leysist upp í vatni. „Gastegundirnar eru hreinsaðar frá öðrum jarðhitagastegundum með því að setja gasblönduna í sturtu þegar hún kemur frá virkjuninni. Við tökum vökvann með uppleysta gasinu og dælum ofan í berglög,“ segir Edda.

Við þetta eigi sér stað náttúruleg ferli, sem gerist í basalti, sem verða til þessa að uppleystu gösin verða að grjóti. „Innan tveggja ára eru þau orðin að grjóti og við þurfum ekki að hugsa meira um þau,“ segir Edda og tekur undir að til að útskýra málið á afar einfaldan hátt megi segja að verið sé að breyta megnandi útblæstri í grjót.

Frá Hellisheiðarvirkjun.
Frá Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Golli

„Við erum í rauninni einungis að hagnýta þessa náttúrulegu ferla sem eru hluti af hringrásum þessara efna hvort eð er í jörðinni og við höfum raskað. Sérstaklega höfum við raskað hringrás kolefnis með miklum bruna jarðefnaeldsneytis undanfarna áratugi,“ segir Edda.

Vel hægt að nýta aðferðina víðar

Rithöfundurinn og umhverfissinninn Andri Snær Magnason benti á það í grein í Kjarnanum í vikunni að álverin á Íslandi gætu nýtt sér tæknina sem notuð er í Hellisheiðarvirkjun til að gera losun þeirra að engu. Edda segir að hægt sé að beita þeirra aðferð óháð hvers konar orkuframleiðsla eða iðnaður er til staðar.

„Það þarf þrennt að vera til staðar; útblástur á koltvíoxíði sem vilji er til að minnka, aðgangur að vatni og basalt í nágrenninu,“ segir Edda. Hún bendir á að nánast allt Ísland sé gert úr basalti.

„Það er vel hægt að nýta aðferðina, hvort sem talað er um álver eða einhverja aðra iðju hér á landi. Ef til vill þyrfti að breyta henni smávægilega út af því að við erum búin að besta hana fyrir akkúrat ferlið á Hellisheiði, þar sem við hreinsum saman koltvíoxíð og brennisteinsvetnið. Það væru minniháttar útfærsluatriði sem þarf að huga að. Í stórum dráttum má herma eftir því sem við gerum.

Hún segir að teyminu í Hellisheiðarvirkjun hafi tekist að ná kostnaði verulega niður með því að vera úrræðagóð og beita einfaldri aðferð til gashreinsunar; sem líkja megi við Soda Stream.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

08:18 Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Meira »

Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins

07:57 Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Meira »

Reykhólaleið talin vænlegust

07:37 Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Meira »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti

05:30 „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni og styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »