Sagt upp fyrirvaralaust eftir 44 ár

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vöku hf, björgunarfélag, til að greiða karlmanni á sjötugsaldri rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum í skaðabætur fyrir að hafa sagt honum fyrirvaralaust upp störfum, án uppsagnarfrest, eftir 44 ára starf hjá fyrirtækinu.

Fyrirtækið var einnig dæmt til að greiða manninum 900 þúsund krónur í málskostnað. Maðurinn hafði farið fram á 2.860.936 krónur í bætur en til vara 2.812.936 krónur, sem hann svo fékk.

Í uppsagnarbréfinu, dagsettu 28. febrúar síðastliðinn, var ástæða uppsagnarinnar sögðu vera alvarlegt trúnaðarbrot. Fram kom að samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins hafi bifreið í eigu hans verið boðin til þjónustu hjá Kraftflutningum, fyrirtæki sem býður einnig þjónustu við flutning á bílum og tækjum á höfuðborgarsvæðinu en fyrirtækið var í eigu sonar hans. Taldi Vaka að maðurinn væri þar með aðili að starfsemi í beinni samkeppni við Vöku.

Í bréfinu sagði einnig að vegna alvarleika brotins væri uppsögnin án fyrirvara og að fyrirtækið myndi ekki greiða manninum laun í uppsagnarfresti. Maðurinn yfirgaf vinnustaðinn samstundis.

Í dóminum segist maðurinn hafa unnið hjá Vöku í 44 ár og alla tíð sýnt fyrirtækinu tryggð og trúnað.  Hann hafi átt fimm mánaða uppsagnarfrest og því ekki mátt segja honum upp án fyrirvara. Hann hafnaði því einnig að hafa gerst sekur um alvarlegt trúnaðarbrot. Hann neitaði því að hafa vitað að bifreið hans hafi verið notuð í samkeppni við starfsemi Vöku. Vísaði hann til þess að sonur hans hafi notað bifreiðina jöfnum höndum. Frá því að sonur hans lét af störfum hjá Vökum hafi hann ekki fylgst með því til hvers bifreiðin væri notuð. Einnig hafnaði hann því að bifreiðin hafi verið notuð í samkeppni við starfsemi Vöku því hún sé ekki sérútbúin til björgunar á bifreiðum. Maðurinn sagðist einnig hafa átt rétt á að tala sínu máli áður en ákveðið var að segja honum upp.

Taldi að vinnuveitandi hefði heimild til að víkja starfsmanni úr starfi án fyrirvara

Vaka byggði sína málsvörn á því að samkvæmt reglum vinnuréttar sé almennt talið að vinnuveitandi hafi heimild til að víkja starfsmanni úr starfi fyrirvaralaust hafi hann brotið verulega af sér í starfi. Í slíkum tilvikum skipti ekki máli hversu lengi starfsmaður hafi starfað hjá viðkomandi vinnuveitanda.

Í greinargerð Vöku kom fram að maðurinn hafði unnið sem deildarstjóri dekkjaþjónustu hjá fyrirtækinu og sonur hans hafi verið einn af sex bílstjórum sem voru í bílaflutningum hjá fyrirtækinu. Syni mannsins hafi fyrirvaralaust verið sagt upp starfi sínu í lok desember 2017 þar sem upp hafi komist um þjófnað hans úr fyrirtækinu, sem hann hafi viðurkennt. Þjófnaðurinn hafi verið kærður til lögreglu.

Fram kom að maðurinn hafi verið mjög ósáttur við uppsögn sonarins og lýst þeirri skoðun sinni við fyrirsvarsmenn fyrirtækisins. Eftir að sonur mannsins var rekinn úr starfi hafi hann byrjaði að bjóða þjónustu við bílaflutninga og nýtt sér öll sambönd sem hann hafði haft við viðskiptavini Vöku. Hafi hann stofnað fyrirtækið Kraftflutninga utan um starfsemi sína. Þegar Vaka hafi áttað sig á því að maðurinn væri í beinni samkeppni við sig með syni sínum hafi Vaka ekki komist hjá því að líta það alvarlegum augum.

Í dóminum hafnaði maðurinn því að hafa verið aðili að starfsemi sem væri í beinni samkeppni við Vöku.

Fram kom í dómi héraðsdóms að ekki liggi fyrir sönnun þess að maðurinn hafi vitað að bifreiðin sem um ræðir hafi verið notuð í þágu Kraftflutninga. Maðurinn krafðist einnig miskabóta upp á 1,8 milljónir króna en héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu.  

mbl.is

Innlent »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »

SA samþykkti með 98% atkvæða

13:31 Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019 - 2022 sem skrifað var undir 3. apríl. Meira »

Hitinn mældist 18,7 gráður í Öræfum

12:59 Hiti hefur ekki farið niður fyrir frostmark neins staðar á landinu í dag, en það sem vekur athygli er að 18,4 gráðu munur er á mesta og minnsta hita sem mælst hefur á landinu í dag. Meira »

Breyttar matarvenjur og fleiri á lyfjum

12:18 „Listeríusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar sýkingar. Eins og gjarnan er með sjaldgæfar sýkingar þá sér maður ekki neitt í nokkur ár og svo einhvers konar hrinu næstu árin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir spurður hvers vegna listeríusýkingum virðist fjölga á síðustu áratugum hér á landi. Meira »

Vinnan við samningana rétt að byrja

11:58 „Ég er náttúrulega mjög sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is um samþykkt kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en þeir voru samþykktir með tæplega 90% atkvæða. Meira »

Óvissustigi aflétt

11:52 Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Þessi ákvörðun er byggð á mati Veðurstofunnar um að þessari hrinu sé lokið. Meira »

Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

11:36 Þrátt fyrir að lífskjarasamningurinn svonefndur hafi verið samþykktur með afgerandi hætti af flestum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins er ein undantekning frá því. Meira »

Kjarasamningar VR samþykktir

11:12 Kjarasamningur VR við Samtök atvinnulífsins var samþyktkur með 88,35% atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda var að sama skapi samþykktur með 88,47% atkvæða. Meira »

Þakklát fyrir afgerandi samþykkt samninga

10:44 „Ég er mjög þakklát þeim félagsmönnum sem greiddu atkvæði og auðvitað mjög ánægð með það að samningarnir hafi verið samþykktir með svona afgerandi hætti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is. Meira »

„Þeir sem kusu voru alla vega sáttir“

10:37 „Það er ánægjulegt að öll félögin samþykktu samninginn. Flest öll með miklum meirihluta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Hann bendir á að 17 af 19 félögum hafi um 70% þeirra samþykkt samninginn. Meira »

Lífskjarasamningurinn samþykktur

10:05 Mikill meirihluti þeirra félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem greiddi atkvæði um lífskjarasamninginn svonefnda, kjarasamninginn sem aðildarfélög SGS, VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna sömdu um á dögunum við Samtök atvinnulífsins, samþykkti samninginn. Meira »

Banaslys í Langadal

09:47 Karlmaður með erlent ríkisfang en búsettur hér á landi lést í umferðarslysi í Langadal seint í gærkvöldi. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Meira »

Breytti framburði og játaði kynferðisbrot

09:39 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Þá var hann dæmdur til þess að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Meira »

Afburðanemendur verðlaunaðir

09:35 Vinafélag Árnastofnunar mun á aðalfundi sínum í dag veita tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningu fyrir árangur í námi. Meira »

Hafa sent fleiri mál til saksóknara

09:07 Skiptastjóri þrotabús United Silicon hefur á síðustu mánuðum tilkynnt nokkur ný mál sem tengjast þrotabúinu til embættis héraðssaksóknara. Ólíklegt er að aðrir en Arion banki fái nokkuð upp í kröfur sínar í þrotabúið. Meira »

Vilja rifta 550 milljóna greiðslu

08:55 Skiptastjórar þrotabús WOW air skoða nú hvort tilefni sé til þess að rifta samkomulagi sem Arion banki og WOW gerðu með sér í fyrra þar sem ákveðið var að breyta fimm milljóna dollara yfirdráttarláni í skuldabréf að sömu fjárhæð í flugfélaginu. Meira »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »