Sagt upp fyrirvaralaust eftir 44 ár

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vöku hf, björgunarfélag, til að greiða karlmanni á sjötugsaldri rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum í skaðabætur fyrir að hafa sagt honum fyrirvaralaust upp störfum, án uppsagnarfrest, eftir 44 ára starf hjá fyrirtækinu.

Fyrirtækið var einnig dæmt til að greiða manninum 900 þúsund krónur í málskostnað. Maðurinn hafði farið fram á 2.860.936 krónur í bætur en til vara 2.812.936 krónur, sem hann svo fékk.

Í uppsagnarbréfinu, dagsettu 28. febrúar síðastliðinn, var ástæða uppsagnarinnar sögðu vera alvarlegt trúnaðarbrot. Fram kom að samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins hafi bifreið í eigu hans verið boðin til þjónustu hjá Kraftflutningum, fyrirtæki sem býður einnig þjónustu við flutning á bílum og tækjum á höfuðborgarsvæðinu en fyrirtækið var í eigu sonar hans. Taldi Vaka að maðurinn væri þar með aðili að starfsemi í beinni samkeppni við Vöku.

Í bréfinu sagði einnig að vegna alvarleika brotins væri uppsögnin án fyrirvara og að fyrirtækið myndi ekki greiða manninum laun í uppsagnarfresti. Maðurinn yfirgaf vinnustaðinn samstundis.

Í dóminum segist maðurinn hafa unnið hjá Vöku í 44 ár og alla tíð sýnt fyrirtækinu tryggð og trúnað.  Hann hafi átt fimm mánaða uppsagnarfrest og því ekki mátt segja honum upp án fyrirvara. Hann hafnaði því einnig að hafa gerst sekur um alvarlegt trúnaðarbrot. Hann neitaði því að hafa vitað að bifreið hans hafi verið notuð í samkeppni við starfsemi Vöku. Vísaði hann til þess að sonur hans hafi notað bifreiðina jöfnum höndum. Frá því að sonur hans lét af störfum hjá Vökum hafi hann ekki fylgst með því til hvers bifreiðin væri notuð. Einnig hafnaði hann því að bifreiðin hafi verið notuð í samkeppni við starfsemi Vöku því hún sé ekki sérútbúin til björgunar á bifreiðum. Maðurinn sagðist einnig hafa átt rétt á að tala sínu máli áður en ákveðið var að segja honum upp.

Taldi að vinnuveitandi hefði heimild til að víkja starfsmanni úr starfi án fyrirvara

Vaka byggði sína málsvörn á því að samkvæmt reglum vinnuréttar sé almennt talið að vinnuveitandi hafi heimild til að víkja starfsmanni úr starfi fyrirvaralaust hafi hann brotið verulega af sér í starfi. Í slíkum tilvikum skipti ekki máli hversu lengi starfsmaður hafi starfað hjá viðkomandi vinnuveitanda.

Í greinargerð Vöku kom fram að maðurinn hafði unnið sem deildarstjóri dekkjaþjónustu hjá fyrirtækinu og sonur hans hafi verið einn af sex bílstjórum sem voru í bílaflutningum hjá fyrirtækinu. Syni mannsins hafi fyrirvaralaust verið sagt upp starfi sínu í lok desember 2017 þar sem upp hafi komist um þjófnað hans úr fyrirtækinu, sem hann hafi viðurkennt. Þjófnaðurinn hafi verið kærður til lögreglu.

Fram kom að maðurinn hafi verið mjög ósáttur við uppsögn sonarins og lýst þeirri skoðun sinni við fyrirsvarsmenn fyrirtækisins. Eftir að sonur mannsins var rekinn úr starfi hafi hann byrjaði að bjóða þjónustu við bílaflutninga og nýtt sér öll sambönd sem hann hafði haft við viðskiptavini Vöku. Hafi hann stofnað fyrirtækið Kraftflutninga utan um starfsemi sína. Þegar Vaka hafi áttað sig á því að maðurinn væri í beinni samkeppni við sig með syni sínum hafi Vaka ekki komist hjá því að líta það alvarlegum augum.

Í dóminum hafnaði maðurinn því að hafa verið aðili að starfsemi sem væri í beinni samkeppni við Vöku.

Fram kom í dómi héraðsdóms að ekki liggi fyrir sönnun þess að maðurinn hafi vitað að bifreiðin sem um ræðir hafi verið notuð í þágu Kraftflutninga. Maðurinn krafðist einnig miskabóta upp á 1,8 milljónir króna en héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu.  

mbl.is

Innlent »

„Hjákátlegt“ að vera boðuð til þinghalds

14:39 „Það var eiginlega bara svolítið hjákátlegt,“ segir Bára Halldórsdóttir um bréfið sem henni barst í gær þar sem hún er boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna beiðni frá lög­manni fyr­ir hönd fjög­urra ein­stak­linga vegna mögulegs einkamáls. Meira »

Björn Ingi nýr verkefnisstjóri almannavarna

14:01 Björn Ingi Jónsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og hefur störf um komandi áramót. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Meira »

Fjórir mánuðir fyrir hótanir

13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir og fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk hjá honum tæplega 900 grömm af kannabisefnum og fjórar kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en hann hefur frá árinu 2013 fengið tvo dóma og verið sektaður sex sinnum fyrir fíkniefnatengd mál. Meira »

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

13:30 Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Meira »

Met slegið í fjölda útkalla

13:12 Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hefur því sett enn eitt metið í fjölda útkalla. Meira »

ÍLS stofnar leigufélagið Bríeti

13:09 Íbúðalánasjóður hefur stofnað nýtt leigufélag undir nafninu Bríet. Mun félagið taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag og reka leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi sjóðsins í dag. Meira »

Lýsti ónæmismeðferð í beinni frá Nóbelnum

13:04 Íslenskur læknir í Svíþjóð, Hildur Helgadóttir, yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu, var fengin til að vera í beinni útsendingu Sænska sjónvarpsins SVT frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Meira »

Margir kærðir fyrir hraðakstur

11:56 Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Tveir þessara ökumanna voru að auki grunaðir um ölvunarakstur. Meira »

Mældu fjölda eldinga í gær

11:48 Alls mældust 34 eldingar yfir Íslandi í gær frá því klukkan 14:00 og fram á nótt. Loft yfir suðurhluta landsins var mjög óstöðugt í gær en tíðni eldinga var með meira móti. Meira »

Innleiða samræmt atvikaskráningakerfi

11:35 Innleiðing á nýju atvikaskráningakerfi á landsvísu mun gera stjórnendum embættis landlæknis kleift að fylgjast með umfangi, tíðni og úrvinnslu atvika sem eiga sér stað á viðkomandi stofnun. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 var kynnt í dag. Meira »

„Kanarítölur“ á Siglufirði

11:12 „Þarf einhver til Kanarí á svona degi?“ Þannig hefst Facebook-færsla Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings í gærkvöldi. Talsverður hiti mældist víða um land í gær en hæstur varð hann 13,6 stig rétt norðan við Siglufjörð. Meira »

Fólk sækir í dýrari vöru nú um jólin

10:45 Næstu tvær helgar eru einhverjar mestu verslunarhelgar ársins. Það er prýðilegt hljóð í verslunarmönnum fyrir hátíðirnar en ófá íslensk fyrirtæki reiða sig mjög á desember. Meira »

Fresta afgreiðslu samgönguáætlunar

10:20 Afgreiðslu samgönguáætlunar hefur verið frestað til 1. febrúar á næsta ári. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á fundi formanna allra flokka á þingi í gær. Meira »

Vestfirðingur fékk 131 milljón

10:02 Það var fjölskyldufaðir vestan af fjörðum sem hneppti annan vinning í EuroJackpot síðasta föstudag, rúmlega 131 milljón króna. Maðurinn hafði verið að kaupa jólagjafir í Kringlunni þegar hann keypti miðann í Happahúsinu. Meira »

Ferðaþjónustan á Hveravöllum sett í sölu

08:28 Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins, en aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. Meira »

Hafarnastofninn hefur styrkst mikið

07:57 Óvenjumörg ný verpandi hafarnapör fundust á liðnu sumri, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra í dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Íslenski arnarstofninn telur nú 82 pör og urpu 53 þeirra í vor og komu upp 39 ungum. Meira »

Strekkingsvindur með skúrum

07:53 Sunnan- og suðaustanstrekkingsvindur með skúrum verður víða um land í dag. Bjartviðri verður þó á Norður- og Austurlandi og hiti á bilinu 5 til 10 stig. Heldur dregur úr vindi og úrkomu er líður á daginn og kólnar þá einnig nokkuð í veðri. Meira »

Klæddist þýfinu í seinna innbrotinu

06:14 Tilkynnt var um innbrot í tvær íbúðir í Vesturbænum á ellefta tímanum í gærkvöldi. Farið hafði verið inn í íbúðirnar, rótað þar og stolið munum. Þá bárust lögreglu einnig tilkynningar um innbrot í tvo bíla í miðbænum og virðist sami einstaklingur hafa verið að verki í bæði skipti. Meira »

Reynt að ná samkomulagi um frestun

05:30 Hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi er afar ósáttur við áform stjórnarflokkanna um að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól. Hótuðu sumir þeirra málþófi þegar þeir tóku málið tvisvar upp í gær undir liðnum umræða um fundarstjórn forseta. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...