Segir tillögur Miðflokksins fjármagnaðar

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú til meðferðar á Alþingi. Miðflokkurinn hefur ...
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú til meðferðar á Alþingi. Miðflokkurinn hefur lagt til breytingar við frumvarpið. mbl.is/​Hari

„Það er ekki hægt að leggja alla pósta saman og segja að verið sé að auka útgjöld, það er ekki rétt aðferð,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjárlagafrumvarpið.

Fram hefur komið í umfjöllun mbl.is að í tillögum flokksins er gert ráð fyrir að útgjöld hækki um 2,4 milljarða króna og að tekjur verði 4,8 milljörðum minni.

Í tilkynningu frá Miðflokknum sagði að útgjaldavöxtur ríkissjóðs væri of mikill og að bætt væri „verulega í ríkisbáknið“ í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

„Það er verið að bæta í ríkisbáknið. Það er það sem við erum að gagnrýna í sambandi við ríkisútgjöld. Það er verið að hækka þarna marga liði og sem dæmi er verið að skipta velferðarráðuneytinu í tvö ráðuneyti og það kostar um 200 milljónir, það er mikil hækkun til utanríkisráðuneytisins, það er hækkun til umhverfisráðuneytisins. Stjórnsýsla umhverfisráðuneytisins fær einhverja 800 milljón króna hækkun,“ segir Birgir.

„Fjármálaráðherra hefur sjálfur sagt þörf á uppstokkun í ríkisbákninu og taka á því máli og við getum ekki sé að þeir [Sjálfstæðisflokkurinn] séu að gera það,“ bætir hann við.

Ómarkvisst kolefnisgjald

Birgir segir Kolefnisgjaldið leggjast sérstaklega á landsbyggðina og að það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

„Þetta er ekki nægilega vel ígrunduð skatthheimta. Þess vegna leggjum við til að fyrirhuguð 10% hækkun komi ekki til framkvæmda og svo verði lækkun upp á 50% þar til liggi fyrir heildstæð stefna um hvernig Ísland ætlar nota kolefnisgjöld í baráttunni við loftslagsbreytingar án þess að það bitni á landsbyggðinni sérstaklega, dragi úr samkeppnishæfni atvinnugreina og dragi þrótt úr hagkerfinu,“ útskýrir þingmaðurinn.

Samkvæmt tillögum Miðflokksins munu tekjur af kolefnisgjaldi verða 2,3 milljörðum minni en áætlað er í fjárlagafrumvarpinu. Birgir segir þennan tekjumissi vera fjármagnaðan í tillögunum með auknum arðgreiðslum úr ríkisbönkunum, sem talinn er að verði 2,6 milljarðar.

Meiri skatttekjur

Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson Ljósmynd/Aðsend

Lagt er til auka framlög til öryrkja um 1,1 milljarð til þess að ná 4 milljarða aukningu í málaflokkinn á næsta ári að sögn Birgis. Miðflokkurinn vilji fresta framkvæmædum við hús íslra fræða og þannig náist 800 milljónir. „Þá erum við með 300 milljónir í afgang af arðgreiðslum úr bönkunum til þess að fjármagna þennan 1,1 milljarð sem fer í að bæta öryrkjum þetta. Þannig að það er fjármagnað.“

„Svo er það þetta með að atvinnutekjur skerði ekki lífeyrisgreiðslur og það kostar um 1,1 milljarð króna og við gerum ráð fyrir því að það komi þarna á móti töluverðar skatttekjur. Þannig að þetta er ekki alveg eins dýrt úrræði og gert er ráð fyrir,“ staðhæfir hann.

Erfitt að áætla

„Þetta með tryggingagjaldið felur í sér að lækkun skilar sig til baka í ríkissjóð með því að það verður kannski minna um uppsagnir og jafnvel að fyrirtækin geti ráðið til sín fólk. Þannig að það er verið að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækjanna,“ útskýrir Birgir og bætir við að „þarna koma síðan skatttekjur á móti.“

Spurður hvort ekki mætti telja sem svo að afkoma ríkissjóðs sé minni samkvæmt tillögum Miðflokksins þar sem ekki kemur fram í tillögunum áætlun um auknar skatttekjur, svarar hann: „Þú getur kannski sagt það en þarna eru að koma skatttekjur á móti sem er erfitt að áætla á þessum tímapunkti. Sérstaklega með tryggingagjaldið, eins og með eldriborgara þegar þeir fara inn á vinnumarkaðinn þá koma náttúrulega skatttekjur á móti.“

mbl.is

Innlent »

Tilkynntu um eld í atvinnuhúsnæði

06:38 Lið frá öllum slökkvistöðvum höfuðborgarsvæðisins var sent í Hálsahverfið í Reykjavík eftir að tilkynning barst um eld í atvinnuhúsnæði þar um fimmleytið í morgun. Voru það öryggisverðir sem höfðu samband við slökkvilið og tilkynntu að eldur hefði sést í glugga hússins. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

05:30 Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »

Nær ómögulegt að tryggja fulla dekkun

05:30 Nær ómögulegt er að ná fram fullri dekkun farsímaþjónustu hér á landi með hefðbundinni uppbyggingu farsímakerfisins á landi. Meira »

Grænt ljós á tillögu um strandeldi

05:30 Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landeldis ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar strandeldisstöðvar fyrirtækisins á Laxabraut 1 við Þorlákshöfn, sem verður með allt að 5.000 tonna ársframleiðslu á laxfisksafurðum. Meira »

Amber situr kyrrt á sandbotni

05:30 Ekki tókst að ná hollenska saltflutningaskipinu Amber á flot í gærmorgun og ekki var talið raunhæft að reyna að draga það á flóðinu í gærkvöldi. Skipið strandaði á sandrifi í innsiglingunni til Hornafjarðarhafnar að morgni sunnudags og situr þar fast. Meira »

Notkun ljósabekkja minnkar jafnt og þétt

05:30 Notkun Íslendinga á ljósabekkjum minnkaði jafnt og þétt síðustu ár og hefur hríðfallið ef miðað er við hversu oft landsmenn fóru í ljósabekki fyrir tíu til fimmtán árum. Meira »

Mun efla ferðaþjónustu

05:30 Mikil lækkun olíuverðs eykur líkur á að ferðaþjónustan muni vaxa í takt við spár. Það gæti reynst þungvægt. Greining Analytica fyrir samgönguráðuneytið bendir þannig til að flugfargjöld hafi mikil áhrif á fjölda skiptifarþega og ferðamanna. Meira »

Fallið verði frá dómsmáli

05:30 Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hún segir krefjast þess að SSS afturkalli skaðabótamál gegn ríkinu. Meira »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »

Biðu í á fjórðu klukkustund

Í gær, 22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Í gær, 22:00 Meðal tillagna, sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Í gær, 21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

Í gær, 21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

Í gær, 20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

Í gær, 20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

Í gær, 20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

Í gær, 19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

Í gær, 19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Fullbúin íbúð til leigu..
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
Lladro stytta
Húsgögn, silfur borðbúnaður, B&G postulín matar og kaffistell, Lladro styttur, b...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...