Þörf á 4.000 íbúðum í borginni

mbl.is/Eggert

Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Eins og staðan er í dag verða hins vegar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borginni á næstu tveimur árum. 

Niðurstöðurnar eru meðal annars byggðar á samanburði á því hversu margar íbúðir þarf til að hýsa íbúa 25 ára og eldri og því hversu margar íbúðir eru nú í byggingu.

Greiningin var unnin að beiðni skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg og er þetta í fjórða sinn sem Capacent vinnur skýrslu af þessu tagi fyrir borgina. Niðurstöður greiningarinnar voru kynntar á opnu málþingi borg­ar­stjóra um upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis í Reykja­vík í Ráðhúsi Reykja­vík­ur í morgun.

Gert ráð fyrir íbúðum í heimagistingu

Líkt og fyrr segir er talið að þörf sé á um 4.000 íbúðum á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Í greiningunni kemur fram að ef tekið er mið af íbúðaþörf vegna íbúafjölgunar í Reykjavík 2018 og 2019 má gera ráð fyrir að það þurfi um 1.800 íbúðir. Við það bætist að á árunum 2007 til 2017 hefði þurft að byggja um 2.000 íbúðir til viðbótar við það sem gert var.

Um 1.350 íbúðir verða fullgerðar í ár og á næsta ...
Um 1.350 íbúðir verða fullgerðar í ár og á næsta ári. Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar hins vegar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þar að auki má gera ráð fyrir að um 1.000 til 1.700 íbúðir séu nýttar undir íbúðagistingu í Reykjavík ef tekið er mið af upplýsingum frá Hagstofunni um skráðar og óskráðar gistingar í íbúðagistingu og upplýsingum frá Ferðamálastofu um fjölda gistinátta í Airbnb. Gert er ráð fyrir að um 1,5 til 2,5 einstaklingar gisti í hverri íbúð í senn.

Í skýrslunni segir að frekari uppbygging hótelherbergja og áhrif herts eftirlits með heimagistingu ætti að hafa áhrif til fækkunar íbúða í heimagistingu. Áætlað er að það muni draga úr þörf fyrir íbúðir á næstu árum um 200 íbúðir.

Um 700 íbúðir fullgerðar í ár

Gef­in hafa verið út bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir 1.344 íbúðir í borg­inni á fyrstu tíu mánuðum árs­ins og er árið orðið metár í bygg­ingu nýrra íbúða í Reykja­vík. Samkvæmt upplýsingum frá byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar verða um 700 íbúðir fullgerðar í Reykjavík á árinu 2018. 

Í fyrra voru gefin út tæp 1.100 byggingarleyfi og gera má ráð fyrir að þau skili sér í um 650 fullbúnum íbúðum árið 2019. Því verði til um 1.350 íbúðir á tímabilinu. Heildarmatið er hins vegar að byggja þarf 3.200 til 4.000 íbúðir á árunum 2018 og 2019 til að fullnægja þörf í Reykjavík.

mbl.is

Innlent »

Brosir meira á rafmagnshjóli en í bíl

Í gær, 22:05 „Þegar maður byrjar að hjóla eða labba, þá fattar maður svo margt,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson. Í viðtali við mbl.is ræðir hann um svokallað „örflæði“, leiðir til þess að breyta ferðavenjum fólks og sjálfkeyrandi bíla, sem hann telur ekki nærri því að verða lausn á samgöngumálum borga. Meira »

Fiskvagninn í sigurför til Malmö

Í gær, 21:56 Fish and Chips-vagninn fór með sigur af hólmi í Götubitakepninni sem haldin var um helgina á Miðbakkanum í Reykjavík. Vagninn heldur til Malmö í Svíþjóð í september til að keppa á alþjóðlegri götubitahátíð. Meira »

Engin atlaga að einokun ISNIC

Í gær, 20:12 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það hafa verið mistök á sínum tíma þegar félagið ISNIC, eini útgefandi .is-léna, var einkavætt. Fyrirtækið starfi á einokunarmarkaði í skjóli einkaréttar. Meira »

Úr sjónum í ruslið

Í gær, 19:25 Þorsteinn Stefánsson, gamall sjómaður, veiðir enn. Aflinn er hins vegar annar en forðum. Nú er hann í rusli. Þorsteinn sér um að halda gömlu höfninni í Reykjavík hreinni, og veitir ekki af. Meira »

Eldur í timburhúsi á Ísafirði

Í gær, 18:58 Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um kl. 18 eftir að eldur kom upp í timburhúsi við Tangagötu. Tíðindamaður mbl.is sagði nokkuð mikinn eld hafa verið í húsinu aftanverðu. Meira »

Reykræstu Gunnar Þórðarson

Í gær, 18:25 Slökkviliðið í Vesturbyggð var kallað út um kl. 8 í morgun, eftir að tilkynning barst til Neyðarlínu um að mikill reykur stigi upp úr Gunnari Þórðarsyni, vinnuskipi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem lá við bryggju á Bíldudal. Enginn eldur reyndist um borð, en mikill reykur. Meira »

Eineltismenning frá örófi alda

Í gær, 17:00 Skemmtisögur af jaðarsettu og sérkennilegu fólki nutu vinsælda á Íslandi á fyrri öldum. Tilgáta Marínar Árnadóttur, er að ákveðin „eineltismenning“ eða „menning ofbeldis“ hafi þrifist á Íslandi í fyrri tíð. Meira »

Skipin greiði ígildi gistináttagjalds

Í gær, 16:40 Farþegarnir 450.000 sem komu með skemmtiferðaskipum til landsins í fyrra greiddu ekki virðisauka eða gistináttaskatt. Verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar vill sjá breytingu þar á. Meira »

Heitir reitir í boði ESB

Í gær, 16:32 Evrópusambandið afhenti í gær þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar 15.000 evra styrk, um 2,1 milljónar króna, til uppsetningar á heitum reitum víðsvegar um borgina. Munu borgarbúar bráðum geta tengst þráðlausu neti á opnum stöðum í borgarlandinu í boði Evrópusambandsins. Meira »

„Í góðum gír þrátt fyrir veðrið“

Í gær, 15:15 „Hátíðin hefur gengið rosalega vel og fólk verið í góðum gír og góðu yfirlæti þrátt fyrir veðrið,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastýra listahátíðarinnar LungA sem fram fór á Seyðisfirði í vikunni. Meira »

„Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“

Í gær, 15:00 Systkinunum Hrafni og Elísabetu Jökulsbörnum hafa borist ýmsar hótanir vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði í Árneshreppi. Ljótustu ummælin sem þeim hafa borist birti Hrafn á Facebook-síðu sinni, en þau hljóða svo. „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi [sic].“ Meira »

Útilokar ekki þjóðaratkvæði um sæstreng

Í gær, 14:45 Hugsanlega kæmi til greina að ákvörðun um lagningu sæstrengs fyrir rafmagn til Evrópu yrði lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Lénið .is mikilvægur innviður samfélagsins

Í gær, 14:30 Ríkisstjórn Íslands hefur áform um að leggja fram frumvarp til laga um landshöfuðlénið .is, en hvergi er minnst á lén í íslenskum lögum eins og þau standa í dag. Nokkrar atlögur hafa verið gerðar að samningu frumvarpa á þessu sviði en hafa þær ekki náð fram að ganga. Meira »

Sjálfstæðismenn safni undirskriftum

Í gær, 13:35 „Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.“ Meira »

Erfitt að réttlæta fatakaup

Í gær, 13:22 Þau Vigdís Freyja Gísladóttir og Egill Gauti Sigurjónsson kaupa nær eingöngu notuð föt. Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kaupi bara notað. Meira »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

Í gær, 12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

Í gær, 12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

Í gær, 12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

Í gær, 11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Námskeið í Reiki Heilun.
Lærðu Reiki fyrir sjálfan þig, Reiki iðkun stuðlar að andlegri og líkamlegri vel...