Þverárkot í vegasamband

Sveinn Sigurjónsson múrarameistari og Kolbrún Anna Sveinsdóttir við Þverárkot.
Sveinn Sigurjónsson múrarameistari og Kolbrún Anna Sveinsdóttir við Þverárkot. mbl.is/RAX

„Ég er ofsalega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti við Morgunblaðið þegar hann frétti að borgarráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagningu héraðsvegar að Þverárkoti við rætur Esjunnar.

Sveinn hefur þurft að leggja bílnum um einn kílómetra frá heimili sínu og vaða yfir á eða ganga á ótraustum ís til að komast heim á veturna.

Borgin ætlar að greiða kostnað við veginn til helminga á móti Vegagerðinni, þó ekki meira en 7,5 milljónir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Reykjavíkurborg tók fram að hér væri um óvenjulega framkvæmd og greiðsluþátttöku sveitarfélagsins að ræða, sem bæri á engan hátt að líta til sem fordæmisgefandi aðgerðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »