Ætlaði að redda uppeldinu

Systurnar Kamilla og Júlía Margrét Einarsdætur.
Systurnar Kamilla og Júlía Margrét Einarsdætur. Eggert Jóhannesson

Systurnar Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur eru í þeirri óvenjulegu stöðu að vera báðar að gefa út skáldsögu fyrir jólin. Þótt samræmd tímasetning hafi ekki verið skipulögð fylgdust þær vel með skrifum hvor annarrar enda hafa þær alla tíð verið nánar og deila fleiru en skáldagáfunni. Þær eru aldar upp í bókelskri fjölskyldu, móðir þeirra, Hildur Baldursdóttir, er bókasafnsfræðingur og faðir þeirra er Einar Kárason rithöfundur. Þær ólust upp í stelpnageri en alls eru þær fjórar systurnar.

Byrjum á byrjuninni. Hver er fyrsta minning ykkar systra um hvor aðra?
Kamilla: „Ég var átta ára þegar Júlía fæddist og ég fann yfirþyrmandi ábyrgðartilfinningu. Ég og Hildur systir, sem er ári yngri en ég, ákváðum að nú gætum við ekki treyst mömmu og pabba fyrir þessu. Við tókum það mjög alvarlega að við yrðum að redda þessu uppeldi.“
Júlía: „Kamilla og Hildur Edda voru teymi sem allar mínar minningar úr æsku snúast um.“
Kamilla: „Við systurnar höfðum miklar áhyggjur af því að Júlía yrði ekki andlega þroskuð og gátum ekki séð fyrir okkur að mamma og pabbi gætu séð um það þannig að við fórum að fara með Júlíu í sunnudagaskóla. Við systurnar erum ekki skírðar eða neitt og aldrei neitt trúarlegt í uppeldinu þannig að okkur fannst þetta eitthvert atriði sem við systur gætum reddað.“
Júlía: „Og þær unglingarnir sátu með litlu systur í kirkju á sunnudagsmorgnum til að hún heyrði talað um Jesú.“
Kamilla: „Við vildum að Júlía yrði meðvituð um erfiðið í heiminum og fórum því einnig með hana í kröfugöngur og mótmæli. Við vorum einmitt að rifja upp að fyrsta útlenskan sem Júlía lærði var „Cuba Si, Yankee No.“ Það lærði hún fyrir utan ameríska sendiráðið þegar hún var 3 ára og ég 12 ára.“
Júlía: „Ég kom heim alveg brjáluð eftir þessa fundi.“
Kamilla: „Og okkur fannst ekkert því til fyrirstöðu að kenna henni svona ungri um fyrirbæri eins og viðskiptabann. Sennilega var þetta mjög undarlegt uppeldi.“
Júlía: „Sunnudagaskólinn hafði sín áhrif. Við fjölskyldan fluttum á Flókagötu, sem var hér um bil næsta hús við Háteigskirkju og mér fannst frábær tilviljun að guð skyldi eiga heima í næsta húsi og fannst afar hátíðlegt að heimsækja guð í hverri einustu viku. En mamma og pabbi skildu hvorki upp né niður í þessu.“

Misheppnaðar minningar 

Snúum hlutverkunum við. Júlía segir lesendum frá bók Kamillu, Kópavogskróniku, og öfugt, Kamilla segir frá bók Júlíu, Drottningunni á Júpíter.
Kamilla: „Kalt mat er að bók Júlíu er meistaraverk. Hún er svo góð í að blanda saman flottum sviðsetningum og samtölum og þetta er svo mikill ævintýraheimur. Ég er held ég búin að lesa bókina svona 19 sinnum og mér finnst ég alltaf uppgötva eitthvað nýtt.“
Júlía: „Ég fékk að lesa handritið að bók Kamilla fyrir löngu. Það kom mér ekkert á óvart að þetta yrði gott en ég var samt í skemmtilegu sjokki yfir hvað hún var ógeðslega fyndin. Það sést mjög vel á samskiptamiðlunum hvað Kamilla er góð í að bregða upp fyndinni mynd af samtímanum og hún kann að koma hlutum í orð sem maður fattaði ekki fyrr en maður las það hjá Kamillu að maður var sjálfur að upplifa. Ég elska þessar lýsingar hennar á Kópavoginum og skynja ástarsorgina vel. Þetta er langskemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Mér finnst líka mjög gaman hvað bækurnar okkar eru ólíkar og hvað við höfum ólíkan stíl.“ 
Um hvað fjalla bækurnar?
Júlía: „Í stuttu máli fjallar mín bók um konu sem á í erfiðu sambandi við mömmu sína sem glímir við áfengissýki og geðsjúkdóma. Þær búa tvær saman, hún annast móður sína mikið, og saman fara þær að spinna sögur í einangrun sinni, um ævintýraheima, til að halda sér gangandi. Hennar hlutverk í lífinu verður að miklu leyti að setja upp leikrit og skemmta móður sinni. Svo segi ég frá því sem gerist eftir að móðir hennar deyr; hún leggur í ferðalag sem leiðir hana í sirkus og hún fer með sirkus í ferðalag um landið. Þess á milli situr hún á skemmtistaðnum Bravó sem er einmitt uppáhalds trúnó-barinn okkar Kamillu.“
Kamilla: „Ég fattaði ekki fyrr en nýlega að við Júlía erum báðar með mæðgnaþráð í sögunum okkar. Mín saga er skrifuð frá móður til dóttur, og er hálfgerð afsökunarbeiðni þar sem hún útskýrir fyrir henni, þegar dóttirin er fullorðin, af hverju hún hafi verið svona misheppnuð móðir. Upphaflega átti þetta að vera ferðahandbók um Kópavog, bömmer um lífið.“

Verandi úr Hlíðunum, af hverju Kópavogur?
Kamilla: „Sko, Kópavogur er náttúrlega rosalega sérstakur bær, fjölskylda mömmu er úr Kópavogi þannig að Júlía var þar í leikskóla og við vorum í tónlistarskóla þar, okkur þótti þetta mjög leiðinlegur bær.“
Júlía: „Og af einhverjum ástæðum vorum við alltaf þarna 17. júní.“
Kamilla: „Á Rútstúni, hræðilegt. Það var ákaflega sorgleg augnablik að kvöldi 17. júní þegar við komum heim og sáum sýnt frá hátíðarhöldunum í Reykjavík í sjónvarpinu, þar sem fólk var glatt, með gasblöðru og gott veður. En við höfðum eytt deginum á Rútstúni þar sem var lítil stemning fyrir að reyna einu sinni að hafa þetta gleðilegt.“
Júlía: „Þetta varð einu sinni skemmtilegt, þegar það kom jarðskjálfti og sviðið hrundi þar sem karlakórinn var að syngja.“
Kamilla: „Já, þú heldur að það hafi verið þess vegna sem það hrundi, ekki vegna þess að meðlimir voru svo… (Kamilla býr til loftbumbu með handahreyfingu). Einu sinni ætlaði bæjarstjórinn að hoppa í fallhlíf og lenda á Rútstúni en hann datt út í sjó. Einhvern tíman átti líka að henda karamellum á Rútstúni sem lentu þess í stað allar í verðlaunagörðum einbýlishúsa allt í kring og það var svo fallegt augnablikið þegar mörg hundruð börn hlupu niður fínu garðana sem var búið að gera svo fína fyrir 17. júní. Kópavogur passaði mjög vel sem bakgrunnur fyrir söguna. En það er svo margt skrýtið þarna, þú ert að ganga eftir gangstétt og svo allt í einu er hún bara búin upp úr þurru. Svo vilja fæstir búa nálægt bensínstöðvum en í Kópavogi er ein sem er nánast inni í fjölbýlishúsi.“
Júlía: „Já, þarna í bílakjallaranum í Hamraborginni, hún er bara enn opin og hress. Ég fór og keypti mér Twix þarna um daginn og spjallaði við mann sem sagði mér að einhvern tímann hefði líka verið flugeldasala þarna á bílastæðinu, sem er auðvitað versta kombó í heimi.“
Það sem gerist í Laugardalnum

Þá allt í einu mundi ég eftir því og mundi ...
Þá allt í einu mundi ég eftir því og mundi eftir Kamillu horfa á mig meðan ég graðgaði í mig nautakjötið og segja við mig þessa línu: „What happens in Laugardalur, stays in Laugardalur." Eggert JóhannessonAð lokum. Önnur hugðarefni ykkar?
Júlía: „Bjór, pitsur og kettir. Ef við erum ekki á sama stað að drekka bjór erum við að senda hvor annarri fyndin kettlingavídeó.“
Kamilla: „Svo höfum við mjög gaman af því að fara á hipphopptónleika nema að nú erum við orðnar mjög áberandi elstu manneskjurnar á svæðinu. En við erum farnar að njóta ákveðinna fríðinda út á það. Það halda svo margir að við séum mæður einhverra á sviðinu og fólk er svona að bjóða okkur að vera fremst í ljósi þess að við séum pottþétt að koma að horfa á börnin okkar spila.“
Júlía: „Við höfum báðar verið mikið í félagsstörfum og báðar starfað mikið að alls konar hinsegin-málum.“
Kamilla: „Báðar verið virkar í samtökunum ’78.“
Þú Kamilla skrifar um þig á Twitter að þú sért Pan-kynhneigð, hefur þú alltaf verið opin með þetta?
Kamilla: „Já, og það hefur verið gott fyrir okkur systur að geta leitað til hvor annarrar, einhvers sem skilur mann ef maður lendir í einhverjum asnalegum fordómum.“
Er það ennþá þannig?
Kamilla: „Já, það er alveg grunnt á því. Fólk talar oft um að þetta sé bara komið og svo kemur ýmislegt upp. Í augnablikinu eigum við Júlía báðar kærasta og það veldur oft ruglingi hjá fólki: Nú, ertu þá hætt að vera pan?
Júlía: „Já, og svona spurningar eins og ég hef fengið: Hvernig líður kærastanum þínum með að þú sért tvíkynhneigð? Er hann ekki í rusli?“
Kamilla: „Ég er ennþá spurð hvort ég haldi rosalega mikið framhjá, það er eitthvert atriði. Þetta er alveg merkilegt og mjög grunnt á þessum fordómum. Fólk vill svolítið setja mann í kassa; hommi eða lesbía en að annað sé til, fólk er ekki eins tilbúið í það. En þetta hefur breyst rosalega og það er allt annað uppi á teningnum hjá til dæmis kynslóð dóttur minnar, það er frábært að sjá hvað unga fólkið er að breyta tilverunni og gera hana betri og umburðarlyndari.“
Júlía: „Þegar ég var í MR vissi ég um einhvern einn sem var hinsegin, og stuðningslag MR í Gettu betur var: „Það eru hommar í Versló“. Það fréttist af strák sem hafði verið með öðrum strák og það þótti hneyksli, það var ekki pláss á þeim tíma til annars en að vera gagnkynhneigður og það er ekkert svo ýkja langt síðan svo það er ótrúleg breyting á stuttum tíma. En ég heyri núna, hjá minni kynslóð vel að merkja, að fyrst ég er komin með kærasta hljóti ég að „vera hætt þessu hinsegin rugli“.

 
Hvað er það flippaðasta sem þið hafið gert saman?
Kamilla: „Okkur finnst náttúrlega allt sem við gerum mjög eðlilegt og finnst það þar af leiðandi ekkert mjög flippað. Það eina sem ég man eftir að við höfum gert sem okkur fannst báðum eftir á skrýtið var þegar Júlía útskrifaðist úr ritlistinni og við ætluðum á Secret Solstice, er þetta kannski ekkert mjög góð saga Júlía? En okkur fannst við þurfa að fagna útskriftinni sérstaklega, fórum í Laugardalinn, drukkum og fórum tíu ferðir í fallturninn og svo bara heim. Pabbi hélt að eitthvað hefði komið fyrir því við vorum svo eftir okkur eftir fallturninn. Og svo hittum við frænda okkar og…ég á kannski ekkert að vera að segja frá þessu, Júlía?“
Júlía: „Hmm, já. Ég var sem sagt búin að vera grænmetisæta þarna í tíu ár og ekki búin að smakka neitt kjöt í áratug. Kamilla sagði við mig nokkrum dögum seinna: „Heyrðu, við hittum víst Styrmi frænda okkar og hann sagði okkur að við hefðum verið að borða hamborgara á Prikbílnum.“ Þá allt í einu mundi ég eftir því og mundi eftir Kamillu horfa á mig meðan ég graðgaði í mig nautakjötið og segja við mig þessa línu: „What happens in Laugardalur, stays in Laugardalur.“ Við sáum ekkert á Solstice heldur breyttist fagnaðurinn sem sagt 10 ferðir í fallturn og kjötát.“
Kamilla: „Hver fer ekki að borða kjöt eftir tíu ferðir í fallturn? Maður verður svo ruglaður, snýr baki við öllum sínum gildum.“

Viðtalið birtit í fullri lengd í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Telur Isavia ekki vinna í góðri trú

14:30 „Viðbrögð og viðmót Isavia og fulltrúa þess finnst okkur ekki bera vott um að þeir séu að vinna í góðri trú,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, við mbl.is eftir að fyrirtaka í máli félagsins gegn Isavia fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meira »

Lýst eftir manni sem sá líklega árekstur

13:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir manni, sem sá líklega minni háttar árekstur á bílaplaninu við Glerártorg á Akureyri 15. apríl síðastliðinn kl. 16:20. Áreksturinn átti sér stað við innganginn að Rúmfatalagernum. Meira »

Of snemmt að ræða breytingar á Isavia

13:56 Of snemmt er að tala um hvaða nýju áherslubreytingar stjórn Isavia muni boða á rekstri félagsins eftir brotthvarf Björns Óla Haukssonar úr starfi forstjóra í síðustu viku. Þá er augljóst að hin stóra þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar muni taka mið af breytingum á rekstrarumhverfi Isavia. Meira »

David Attenborough á Íslandi

13:13 Sir David Attenborough, náttúrulífssjónvarpsmaðurinn heimsþekkti, er staddur á Íslandi og vinnur að verkefni fyrir breska ríkisútvarpið BBC, með einhverri aðkomu íslenska framleiðslufyrirtækisins True North. Meira »

„Þátttakan er allt of léleg“

12:27 Innan við 10% félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu hafa kosið um nýjan kjarasamning. Hægt er að kjósa til kl. 16 í dag.   Meira »

Eldurinn við Sléttuveg líklega íkveikja

11:35 Talið er að eldurinn sem upp kom í dekkjum og rusli í bílakjallara við Sléttuveg 7 í Reykjavík á sunnudag hafi verið af mannavöldum. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Talið að kviknað hafi í út frá raftæki

11:11 Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn sem upp kom í húsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði á laugardag út frá raftæki. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Flatahrauni, í samtali við mbl.is. Meira »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall Íslendinga sem ferðast utan hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna utan og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Verð 40þús ...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...