Heimsóttu Ísland 60 árum eftir fæðingu

Þær Ellen og Anne Claire Wilson heimsóttu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í …
Þær Ellen og Anne Claire Wilson heimsóttu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í vikunni þar sem hin síðarnefnda fæddist óvænt fyrir 60 árum.

Árið 1958 voru Ellen B. Wilson og eiginmaður hennar Gordon Wilson um borð í flugvél frá París til New York þegar Ellen, sem var komin um átta mánuði á leið, missti vatnið.

Vegna veðurs gat vélin ekki lent í Bretlandi og var því ákveðið að fljúga 600 mílur af leið til Keflavíkur. Þar fæddist stúlkan Anne Claire Wilson Hemingway. Þær mæðgur ákváðu nú 60 árum seinna að heimsækja landið í tilefni af sextugsafmæli Anne Claire, að því er fram kemur í samtali við þær í Morgunblaðinu í dag.

„Í sannleika sagt hélt ég að ég myndi aldrei koma hingað. Þegar ég ólst upp heyrði ég sögur af fæðingu minni. Þetta hljómaði eins og ævintýri og að koma hingað hefur verið æðisleg upplifun,“ segir Anne Claire og bætir við í gríni að nafnið hennar ætti í raun að vera Gordons-dóttir. Þær heimsóttu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þar sem Anne Claire fæddist.

„Við skoðuðum einnig bandaríska sendiráðið en þangað fór faðir minn þegar ég fæddist til að skrá fæðinguna og ég vildi sjá hvert hann fór. Sendiráðið hefur verið á sama stað frá því að hann var þarna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »