Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi …
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, stýra þættinum Þingvellir.

Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum.

Vímuefnamálin verða einnig rædd við þingmennina, sem og aðra gesti Bjartar, sem eru sjúkrahúspresturinn Vigfús Bjarni og Funi Sigurðsson forstöðumaður Stuðla, en Morgunblaðið og mbl.is hafa undanfarin misseri fjallað ítarlega um fjölgun dauðsfalla af völdum vímuefnanotkunar hjá ungu fólki og það úrræðaleysi sem aðstandendur fíkla finnna fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert