Benda á möguleika íslenskunnar

Jana Alkhatib hlaut aðalverðlaun ritlistarkeppninnar fyrir draugasögi sem hún skrifaði.
Jana Alkhatib hlaut aðalverðlaun ritlistarkeppninnar fyrir draugasögi sem hún skrifaði.

Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. 

19 textar eftir 18 höfunda frá 11 löndum bárust keppninni en dómnefnd verðlaunaði fimm áhugaverðustu textana. 

Í fréttatilkynningu um viðburðinn segir: 

„Börnum með erlendan bakgrunn hefur fjölgað mjög í skólum landsins undanfarna tvo áratugi. Grunnskólarnir á Akureyri eru engin undantekning, þar er fjöldi barna sem talar margvísleg tungumál en lærir íslensku sem erlent mál. Íslenskukunnátta er hins vegar lykillinn að góðu gengi í íslensku skólakerfi.“

Hluti höfundanna sem tóku þátt í ritlistarkeppninni við verðlaunaafhendingu. Allir …
Hluti höfundanna sem tóku þátt í ritlistarkeppninni við verðlaunaafhendingu. Allir höfundarnir fengu íslenska bók að eigin vali og bíómiða í þátttökuverðlaun.

Markmið keppninnar var að hvetja börn sem hafa annað móðurmál en íslensku til að beita íslenskunni á skapandi hátt og benda þeim á að íslenskan er tungumál sagna, ljóða og leikrita, ekki bara lærdóms. 

Textarnir voru ekki metnir eftir færni í íslensku heldur sköpunargleði og hugmyndaauðgi. 

Jana Alkhatib er frá Sýrlandi.
Jana Alkhatib er frá Sýrlandi.

Draugasaga í fyrsta sæti

Aðalverðlaunin, vetrarkort í Hlíðarfjall, hlaut Jana Alkhatib sem er frá Sýrlandi. Jana er nemandi í sjöunda bekk í Giljaskóla og hún skrifaði draugasögu. Í umsögn dómnefndar um söguna segir að sagan sé bæði vel skrifuð og spennandi. Sömuleiðis sýnir hún fram á góða frásagnargáfu og líflegt ímyndunarafl höfundar.

Önnur verðlaun hlutu Olaf Gnidziejko frá Póllandi og Matiss Leo Meckl frá Lettlandi og Þýskalandi. Sérstök verðlaun fyrir 11-13 ára hrepptu Magdalena Sulova frá Tékklandi og Navaneethan Sathiya Moorthy frá Indlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert