Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

Hákon Sæberg ásamt hluta af nemendum í 4. bekk Árbæjarskóla.
Hákon Sæberg ásamt hluta af nemendum í 4. bekk Árbæjarskóla. mbl.is/Hari

Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara.

„Ég útskrifaðist sem grunnskólakennari með áherslu á kennsluaðferðir leiklistar árið 2016. Ég er búinn að vera starfandi sem kennari í Árbæjarskóla í tvö ár, þetta er annað árið mitt hér en þar á undan hafði ég verið í vettvangsnámi hér,“ segir Hákon, sem er einn af þremur kennurum bekkjarins.

„Aðferðin sérfræðingskápan gengur ekki síst út á það að nám nemenda fer fram að miklu leyti í hlutverki innan í einhvers konar ímyndunarheimi. Nemendur og kennarar samþykkja að vinna hluta af skólastarfinu í hlutverki sem einhverjir aðrir en þeir eru sjálfir; í hlutverki sérfræðinga í einhverju tilteknu viðfangsefni. Nemendur og kennarar stofna fyrirtæki. Þetta er einhvers konar hópur fólks sem vinnur saman að sameiginlegu markmiði. Síðan berast fyrirtækinu alls konar verkefni frá utanaðkomandi aðilum sem eru alla jafna kennarar í hlutverki, verkefnin geta borist með bréfum eða tölvupósti en þau berast alltaf frá einhverjum persónum sem eru ekki nemendur eða kennarar. Þannig að við kennarar erum ekki beint að leggja verkefni fyrir nemendur heldur eru þetta utanaðkomandi persónur sem þurfa hjálp fyrirtækisins til að leysa verkefni og fyrirtækið leysir þau í þágu þeirra,“ segir hann en þetta er gert til að reyna að ýta undir tilgang með náminu sem fram fer.

„Áður en fyrirtækinu berast verkefni þá er hlutverk nemenda sem sérfræðinga rammað inn og við skilgreinum vel starf sérfræðinganna innan fyrirtækisins. Áður en fyrstu verkefnin berast reynum við að dýpka aðeins ímyndunarheiminn sem við erum að vinna inni í. Það er hægt að gera á ýmsan hátt. Við umbreytum oftast skólastofunni svolítið, í einhvers konar skrifstofu, eða lögreglustöð eða hvað það er sem við erum að vinna í,“ segir hann en líka er búin til saga í kringum þetta. „Við erum ekki að gera fyrsta verkefnið okkar heldur erum við sérfræðingar með sögu og með góða vitneskju,“ segir hann.

„Verkefnin sem nemendurnir leysa eru skipulögð af okkur kennurum þótt þau komi frá utanaðkomandi aðilum með hliðsjón annars vegar af því hvað þessir sérfræðingar væru að leysa og hins vegar hvað það er sem við kennararnir ætlum að kenna samkvæmt aðalnámskrá og skólanámskrá. Öll verkefni sem við leggjum fyrir nemendur aðlögum við að þessum tveimur þáttum,“ segir Hákon.

Nemendur eru sérfræðingarnir

„Þegar við vinnum svona verður valdatilfærsla milli okkar og nemenda; nemendurnir eru sérfræðingar í einhverju tilteknu viðfangsefni. Kennararnir eru oftast í hlutverki líka og við erum oft með einhvers konar aðeins öðruvísi hlutverk en þeir til að þeir haldi sérfræðiþekkingunni. Nemendur eru alltaf í hlutverki fullorðinna, því sérfræðingar eru fullorðnir.“

Ýmislegt breytist þegar nemendur og kennarar fara í hlutverk. „Við merkjum t.d. að hegðun nemenda breytist oftast; þau hegða sér meira eins og fullorðnir einstaklingar. Hegðunarvandamál eru svo gott sem engin þegar við erum í hlutverki, sérstaklega núna eftir að við höfum gert nokkra svona leiki. Þau vita meira hvernig þau eiga að hegða sér þegar þau eru komin inn í ímyndunarheiminn. Það hvernig þau tala við okkur breytist þegar þau eru í hlutverki; þau eru almennt kurteisari, nota oft mörg hver fullorðinslegra tal,“ segir Hákon en þetta kemur til vegna þessarar valdatilfærslu. „Við erum búin að gefa þeim fullt af þeim völdum sem kennarinn hefur vanalega.“

Má ekki vera leiðinlegt

„Áhuginn hjá krökkunum er númer eitt, tvö og þrjú: að þau hafi áhuga og finnist gaman í skólanum. Ef það er ekki gaman í skólanum þá lærirðu ekki neitt.“

Sjálfum gekk Hákoni mjög vel námslega í grunnskóla. „En mér fannst hundleiðinlegt og meira og minna allt unglingastigið mitt gekk út á hversu hratt ég gæti gert verkefnin. Keppnin mín var aldrei að læra meira heldur var hún um hvernig ég gæti gert það sem ég var að gera hraðar. Ég var orðinn mjög snöggur. En það kom alveg í bakið á mér í menntaskóla en fyrsta árið hjá mér var slakt. Ég hafði engan áhuga á því sem ég var að gera. Ég hefði þannig séð getað flosnað upp úr námi á endanum,“ segir hann og grínast samt með að mamma hans hefði aldrei tekið það í mál.

Hann ítrekar að það skipti öllu máli að ná að vekja þennan áhuga hjá nemendum. „Ég held að það skipti öllu máli. Og þetta að krakkarnir segi ekki: „það er leiðinlegt í skólanum“. Það á ekki að vera þannig. Þetta er vinnan þeirra og við viljum fæst vinna við eitthvað sem okkur þykir ekki allavega smá gaman.“

Þetta er brot af viðtali sem birtist við Hákon Sæberg í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla.
Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla. mbl.is/Hari
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Siðferðisgáttin og sálfræðistofa í samstarf

16:34 Hagvangur mun hér eftir vísa þeim málum sem koma í gegnum Siðferðisgáttina til sálfræðistofunnar Lífs og sálar ehf., séu málin þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Meira »

Ætla sér að slá í gegn

16:30 Dömurnar í The Post Performance Blues Band ætla að gefa sér eitt ár til að slá í gegn. Ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu. Fyrst er meiningin að koma sér á kortið í London. „Ef fyrirætlunin gengur ekki eftir leggjum við árar í bát og hættum,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Meira »

Gætu verið byrjuð að afnema skerðinguna

16:28 „Ég vek athygli á því að á sama tíma og Öryrkjabandalagið ætlar að fara í mál við ríkið vegna þessara ömurlegu skerðinga þá hafnaði Öryrkjabandalagið og þingmaðurinn þessari tillögu,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Meira »

Segja verkföll bara ná til félagsmanna

16:19 Verkfall Eflingar nær einungis til félagsmanna verkalýðsfélagsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins á vef sínum og ítreka að boðuð verkföll nái einungis til þeirra starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Meira »

Hljóðsjár hafa mikil áhrif á andarnefjur

16:15 Hljóðbylgjur frá hljóðsjám, sem meðal annars eru notaðar í sjóhernaði, hafa mikil áhrif á hegðun andarnefja á afskekktum svæðum á norðurslóðum, jafnvel þótt bylgjurnar séu sendar út í tuga kílómetra fjarlægð frá dýrunum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Grindvíkingar hamingjusamastir

16:06 Grindavík er hamingjusamasta sveitarfélag landsins samkvæmt nýrri könnun Embættis landlæknis á hamingju Íslendinga. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, kynnti niðurstöðurnar í dag, á alþjóðlega hamingjudeginum. Meira »

Stofnað sé til átaka um náttúru Íslands

16:00 Formannafundur Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangaveiðifélaga átelur harðlega það samráðsleysi sem sagt er hafa verið viðhaft við undirbúning framlagðs frumvarps til breytinga á lögum um fiskeldi. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
dönsk antik innskotsborð sími 869-2798
dönsk antik innskotsborðinnlögð með rósamunstri í toppástandi á 35,000 kr sími...
Leysiboy til sölu.
Leysiboy stóll til sölu kr.17,000,- uppl. 8691204....