„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

Vigdís flutti ávarp á gjörningi Vina Víkurgarðs í dag og ...
Vigdís flutti ávarp á gjörningi Vina Víkurgarðs í dag og ræddi meðal annars um þá venju Íslendinga að rekja ættir sínar. mbl.is/Hari

„Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður en nú Víkurgarður eða Fógetagarður. Vigdís er ein þeirra sem barist hafa ötullega fyrir því að ekki verði byggt á reitnum og er tilbúin til að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum.

Í dag mætti fjöldi fólks á gjörning í Víkurgarði „til að mótmæla því að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í fréttatilkynningu frá Vinum Víkurgarðs. Á gjörningnum flutti Vigdís ávarp og afkomendur nokkurra þeirra sem grafnir eru í garðinum lásu upp nöfn þeirra sem voru jarðsett í Víkurkirkjugarði frá 1817 til 1838. Afkomendurnir mótmæltu því að raska ætti ró forfeðra þeirra. 

„You with all that space“

„Þetta heitir á erlendu máli sacrilege eða helgispjöll. Það er verið að ganga of langt með því að byggja ofan á kirkjugarði. Og í þokkabót að byggja svona stórhýsi í þessum viðkvæma innbæ, gamla bænum í Reykjavík. Eyðileggja Reykjavík. Það er nú nóg komið af því,“ segir Vigdís í samtali við blaðamann mbl.is.

Þegar Vigdís er spurð hvort ekki sé mikilvægt að byggja á svo verðmætu svæði svarar hún því til að menningarlegt verðmæti gamla innbæjarins og Víkurgarðs sé mikið og það megi ekki vanmeta. 

„Mér finnst stundum gengið eilítið of langt í hugsun um peninga. Það sagði einu sinni við mig breskur rithöfundur, þegar hann horfði á stórbyggingar hérna sem voru dálítið krefjandi, þessa frægu setningu: and you with all that space. Þá sá hann landið og allt þetta rými sem við höfum. Honum fannst þetta alveg hlægilegt.“

Tilbúin í að standa með söfnunarbauk í Kringlunni

Vigdís er boðin og búin að aðstoða borgina við að falla frá áformunum um byggingu hótelsins. „Ef að þeir treysta sér ekki til að falla frá þessari hugmynd vegna þess að þeir þurfi að borga einhverjar skaðabætur þá er ég alveg til í að standa fyrir söfnun, ég skal standa með bauk niðri í kringlu og safna fyrir skaðabótunum.“

Fjöldi fólks var viðstaddur gjörninginn í Víkurgarði. Þar lásu afkomendur ...
Fjöldi fólks var viðstaddur gjörninginn í Víkurgarði. Þar lásu afkomendur upp nöfn þeirra sem voru jarðsett í Víkurkirkjugarði frá 1817 til 1838. mbl.is/Hari

Hvað varðar viðbrögð frá borgaryfirvöldum við andstöðu Vina Víkurgarðs segir Vigdís: „Við erum búin að kynna þetta en við vitum ekki meir. Við skulum ekki gleyma því að í borgarstjórn Reykjavíkur er skynsamt fólk. Það bara má ekki byggja ofan á kirkjugarð, fyrr má nú vera plássleysið, you with all that space.“

„Þetta er mín Reykjavík“

Spurð að því hvers vegna þetta mál standi Vigdísi svona nærri segir Vigdís. „Þetta er mín Reykjavík. Þetta er höfuðstaðurinn minn, ég er alin upp hérna og ég á Reykjavík með okkur öllum. Við eigum hana saman öll, og manni er ekki sama um hvað sé gert við eigur manns.“

Fimm heiðursborgarar Reykjavíkur eru á meðal þeirra sem standa á bak við Vini Víkurgarðs. Einn af þeim er Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák. Hann tekur undir með Vigdísi. „Við erum heiðursborgarar og okkur þykir vænt um Reykjavík og að það fari ekkert úrskeiðis.“

„Ósómi“ á ábyrgð borgarinnar

Friðrik tekur fram að fyrirhuguð hótelbygging sé á ábyrgð borgarinnar. „Þetta er allt saman borgin sem hefur staðið fyrir þessum ósóma. Þeir sem voru á undan pössuðu upp á að þetta væri fallegt.“

Vigdís er lítt hrifin af þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Reykjavík síðustu ár. Þá nefnir hún sérstaklega Hafnartorg sem reis nýlega fyrir neðan Arnarhól. „Ég er afskaplega sorgbitin yfir húsunum fyrir neðan Arnarhól, verulega sorgbitin. Húsin ganga svo á gamla bæinn, á útsýnið yfir Arnarhól og yfir á gamla stjórnarráðið suður eftir Lækjargötu.“

„Til í að hneigja okkur djúpt á himnum“

Hún tekur þó fram að fyrirhuguð bygging hótels í Víkurgarði sé af verri toga en bygging Hafnartorgs. „Það er náttúrulega algjörlega ófyrirgefanlegt að byggja ofan á kirkjugarði. Þetta verður ekki augnayndi gömlu Reykjavíkur og getur aldrei orðið það.

Við skulum halda gömlu Reykjavík, bæði með timburhúsum og steinhúsum, eins ósnortinni og mögulegt er því við erum líka að hugsa um framtíðina. Framtíðin þakkar okkur ekki fyrir að hafa byggt svona en hún þakkar okkur ef okkur tekst að stoppa þetta. Og við erum alveg til í að hneigja okkur djúpt á himnum.“

Friðrik tekur undir lokaorð Vigdísar. „Já, mjög djúpt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

20:26 Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu. Meira »

Náði að kæla bílinn með snjó

20:10 Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór. Meira »

Syngjandi heimilislæknir

19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »

„Átti mínar erfiðu stundir“

18:37 Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Meira »

Káfaði á kynfærum ungrar dóttur sinnar

18:34 Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 12 mánaða fangelsi fyrir að káfa á kynfærum barnungrar dóttur sinnar. Stytti Landsréttur dóminn úr 12 mánuðum í níu, en en fullnustu sex mánaða refsingar er frestað haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Meira »

Eyða 38 þúsund á sólarhring í borginni

18:34 Hver erlendur ferðamaður í Reykjavík eyðir nærri fimm sinnum hærri upphæð á hverjum sólarhring en ferðamaður á Hvammstanga. Þetta er meðal niðurstaðna sem kynntar voru í dag úr ferðavenjukönnun sem gerð var á átta stöðum á landinu síðastliðið sumar. Meira »

Ók á gangandi vegfaranda og trylltist

18:08 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var send í verslunarmiðstöð fyrir skömmu, þar sem bíl hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Ökumaðurinn var trylltur á vettvangi, sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað hann fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. Meira »

Fyrstu íbúðir fyrir fólk undir tekjumörkum

17:33 Byggingarverktakinn Mikael ehf. afhenti Íbúðafélagi Hornafjarðar fyrstu leiguíbúðirnar sem byggðar eru samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir, en þau miða að því að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Meira »

„Þessi hópur á verðskuldað sólskin“

17:28 Fram kom í máli Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðs vistheimila, og Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, á blaðamannfundi í dómsmálaráðuneytinu að þau hafi mætt verkefninu að auðmýkt og virðingu fyrir fólkinu sem sótti um bæturnar. Meira »

Geti sinnt störfum án ofbeldis og áreitni

16:56 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu vegna atviks sem kom upp á HM karla í fótbolta í Rússlandi í sumar, en þá kvartaði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, undan Hirti Hjartarsyni, þáverandi íþróttafréttamanni á Stöð 2, til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

Þingmenn komnir í jólafrí

16:44 „Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári. Meira »

Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

16:44 Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu. Meira »

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

16:39 Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Meira »

Vika er langur tími í pólitík

16:20 Vika er liðin frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Mbl.is rekur hér atburðarás málsins til þessa. Meira »

Dreymdi vinningstölurnar

16:19 Konu af Norðurlandi dreymdi vinningstölurnar í Víkingalottói og voru hún og eiginmaður hennar lukkuleg þegar þau komu með vinningsmiðann frá 28. nóvember á skrifstofu Íslenskrar getspár. Unnu þau rúmar þrjár milljónir í þriðja vinning. Meira »

Valgerður í stað Vilborgar í bankaráð

16:05 Valgerður Sveinsdóttir var kjörin varamaður í bankaráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag. Hún kemur í stað Vilborgar G. Hansen sem sagði sig úr Miðflokknum og bankaráði í kjölfar ummæla þingmanna Miðflokksins á Klaustri 20. nóvember. Meira »

Langur biðtími eftir viðtali við sálfræðing

15:57 Biðtími eftir viðtali við sálfræðing hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru fimm til sjö mánuðir. Biðtíminn er mislangur eftir heilbrigðisstofnunum á landinu en stystur er biðtíminn hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða; fjórar vikur. Meira »

Tengdamóðirin áfram í haldi

15:27 Gæsluvarðhald yfir konu á áttræðisaldri, sem grunuð er um tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi, hefur verið framlengt til 9. janúar. Meira »
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...