Í hvað fara peningarnir?

Eva Dögg ásamt vinkonu sinni og fjórum börnum í Moria-flóttamannabúðunum. ...
Eva Dögg ásamt vinkonu sinni og fjórum börnum í Moria-flóttamannabúðunum. Á gólfplássinu sem þarna má sjá sofa hjón með fjögur börn. Ljósmynd/Eva Dögg

„Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni.

Þegar leitað er frétta af Moria-flóttamannabúðunum á erlendum fréttamiðlum kemur meðal annars fram að börn reyni frekar að fremja sjálfsvíg en að lifa í búðunum og að fólk hefði frekar viljað drukkna á leiðinni til eyjunnar.

Eva lýsir flóttamannabúðunum þannig að þær séu tvískiptar, þar sem annar hluti þeirra sé eins og fangelsi. „Þar eru um tíu þúsund manns í lokuðum búðum sem stjórnað er af lögreglu,“ segir Eva en í framhaldi af gaddavírsgirðingunum eru tjaldbúðir.

Tjaldbúðirnar í Moria.
Tjaldbúðirnar í Moria. Ljósmynd/Eva Dögg

„Þar dvelja tæplega þrjú þúsund í miklum þrengslum. Fólk fær skammtaðan mat tvisvar á dag og salernisaðstaða er á einum stað efst í búðunum, skólpið flæðir og fólk gerir þarfir sínar úti um allt,“ segir Eva. Oft skapist óeirðir í matarröðinni, þar sem svöngu og pirruðu fólki af ýmsum þjóðernum og trúarbrögðum ægir saman.

Biðröð flóttafólks til að fá mat getur verið löng.
Biðröð flóttafólks til að fá mat getur verið löng. Ljósmynd/Eva Dögg

Á þeim tveimur vikum sem Eva dvaldi á Lesbos komu tæplega 1.200 flóttamenn til eyjunnar „Síðustu dagana áður en ég fór heim þá var plássleysið orðið slíkt að fólk svaf á jörðinni undir berum himni, með ungabörn.“

Eva segir að tilfinningin sem sjálfboðaliðar fái eftir dvölina á Lesbos sé að gríska ríkið reyni að græða sem mest það getur á flóttafólkinu. Ríkið fær greitt fyrir hvern flóttamann sem það tekur á móti en Eva segir það morgunljóst miðað við aðstæður flóttafólks að lítill hluti þeirra peninga fari í það sem hann á að fara.

Barn í björgunarvesti sem smyglarar segja öruggt fyrir ferð yfir ...
Barn í björgunarvesti sem smyglarar segja öruggt fyrir ferð yfir Miðjarðarhafið. Ljósmynd/Aðsend

„Enginn sem ég ræddi við gerir sér grein fyrir því hvert peningarnir fara því fólkið fær ekkert,“ segir Eva og bætir við að auðvitað væri hægt að standa mun betur að komu flóttafólks til Lesbos.

„Peningarnir eru ekki notaðir til réttra hluta. Fólk deyr úr kulda í Moria á veturna af því að það frystir og fólk heldur til í þunnum tjöldum, svipuðum og eru notuð yfir hásumarið hér á landi.“

Passað er upp á að flóttafólkið komist ekki of langt.
Passað er upp á að flóttafólkið komist ekki of langt. Ljósmynd/Eva Dögg

Eva kynntist flóttamanni frá Suður-Súdan sem var mjög góður í ensku og túlkaði fyrir hana þegar hún ræddi við annað flóttafólk. „Við ræddum við nokkrar fjölskyldur frá Írak og þau lýstu þessum fangabúðum sem hræðilegum stað. Þau voru ekki viss um að þau hefðu lagt upp í ferðalagið ef þau hefðu vitað hvað tæki við þeim þarna.“

mbl.is

Innlent »

Búin að safna á fjórða hundrað þúsund

10:53 Vel á fjórða hundrað þúsund krónur hafa safnast í söfnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði. Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni og mun hvert þeirra róa klukkustund í senn á sjö klukkustunda fresti. Meira »

Óska upplýsinga um frávik eða galla

10:37 Lyfjastofnun, Embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér bréf til aðila sem bæði selja lækningatæki og veita heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í bréfinu er vísað til laga um ríka tilkynningaskyldu framleiðenda, seljenda og/eða notenda lækningatækja vegna frávika eða óvirkni þeirra. Meira »

„Hafið ekki skoðað mig að neðan!“

10:20 „Dagarnir liðu án þess að neitt gerðist. Ég man ekki hvað læknirinn sagði við mig á þessum tíma en fljótlega gerði ég mér grein fyrir stöðunni – að sjónin kæmi ekki aftur. Það var mér auðvitað þungbært og allskonar hugsanir bærðust með mér.“ Meira »

Kröfum Atlantsolíu hafnað

10:15 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfum Atlantsolíu um að breyta orðalagi í sátt Samkeppniseftirlitsins vegna samruna N1s hf. og Festar hf. að því er kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur er á vef Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Unnið að mótun menntastefnu

10:01 Um 1.800 þátttakendur tóku þátt í fundaröð um mótun menntastefnu til ársins 2030. Alls voru haldnir 23 fræðslu- og umræðufundir út um allt land. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sótti marga fundina og þar fór yfir sýn og áherslur er koma að mótun nýrrar menntastefnu. Meira »

Skipstjórinn laus úr haldi

09:36 Lögreglan á Vestfjörðum hefur sleppt úr haldi skipstjóra sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa stjórnað fiskibáti undir áhrifum fíkniefna auk gruns um brot á lögum um lögskráningu sjómanna. Meira »

Jóladúkkur og 400 álfar á Dragavegi

08:18 „Mér finnst svo yndislegt að gleðja aðra og mér hlýnar um hjartarætur að sjá bros á vör og blik í augum barna og eldra fólks sem sumt hvert verður aftur börn þegar þau koma í álfa- og jólagarðinn minn. Þegar börnin ganga brosandi garðinn, tala við álfana og gera athugasemdir ef þeir eru ekki á sama stað og í fyrra þá er tilganginum náð.“ Meira »

Spá talsverðri úrkomu fyrir austan

08:13 Talsverðri rigningu er spáð á Suðausturlandi og Austfjörðum um helgina og vatnavöxtum í ám á svæðinu að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólamatur með DHL um allan heim

07:57 „Þegar pantanir um jólamat berast með tölvupósti erlendis frá og frá ættingjum á Íslandi þá veit ég að jólin eru að koma,“ segir Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Nóatúns. Meira »

SGS undirbýr aðgerðir

05:30 Kjaramálin voru helsta umræðuefni reglulegs formannafundar Starfsgreinasambandsins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns. Meira »

Mynd af Árna amtmanni

05:30 Fulltrúar Minja og sögu sem er vinafélag Þjóðminjasafns Íslands munu í dag afhenda safninu að gjöf blýantsmynd af Árni Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta. Meira »

Jólaverslun fyrr á ferðinni

05:30 „Almennt er mjög gott hljóð í fólki enda gengur vel í verslun þegar kaupmáttur er sterkur. Ég get hins vegar ekki svarað því hvernig ástandið er í hverri verslun fyrir sig,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Meira »

Verslunarrýmið mun stóraukast

05:30 Tugir nýrra þjónustu- og veitingarýma munu koma á markað í Reykjavík á næstu árum. Hátt hlutfall þeirra verður á þéttingarreitum sem eru misjafnlega langt komnir í byggingu á Hverfisgötu, á Hafnartorgi, við Austurhöfn, við Höfðatorg og á Hlíðarendasvæðinu. Meira »

WOW air áfram íslenskt

05:30 WOW air mun áfram starfa á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa félagsins. Á meðan svo er er ljóst að bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners getur aldrei orðið meirihlutaeigandi að félaginu. Meira »

Andlát: Þorsteinn Hjaltested bóndi á Vatnsenda

05:30 Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést á heimili sínu aðfaranótt 12. desember síðastliðins. Hann varð 58 ára gamall. Meira »

Líkaði við færslu Ágústs Ólafs með hvatvísu hjarta

05:30 Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, líkaði við Facebook-færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefndinni, með því að setja við hana hjarta. Meira »

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

00:11 Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina. Meira »

Tvær tilkynningar um eld nánast samtímis

Í gær, 23:48 Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hins vegar í Veghúsum í Grafarvogi. Meira »

Leitað að báti á Vestfjörðum

Í gær, 22:44 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.  Meira »
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik fyrir fjölskyldur og erlenda gesti. Einn...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Adventures of Huckleberry Finn 1884, 1. útg., Fornmannasögur 1-12...
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...