Í hvað fara peningarnir?

Eva Dögg ásamt vinkonu sinni og fjórum börnum í Moria-flóttamannabúðunum. ...
Eva Dögg ásamt vinkonu sinni og fjórum börnum í Moria-flóttamannabúðunum. Á gólfplássinu sem þarna má sjá sofa hjón með fjögur börn. Ljósmynd/Eva Dögg

„Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni.

Þegar leitað er frétta af Moria-flóttamannabúðunum á erlendum fréttamiðlum kemur meðal annars fram að börn reyni frekar að fremja sjálfsvíg en að lifa í búðunum og að fólk hefði frekar viljað drukkna á leiðinni til eyjunnar.

Eva lýsir flóttamannabúðunum þannig að þær séu tvískiptar, þar sem annar hluti þeirra sé eins og fangelsi. „Þar eru um tíu þúsund manns í lokuðum búðum sem stjórnað er af lögreglu,“ segir Eva en í framhaldi af gaddavírsgirðingunum eru tjaldbúðir.

Tjaldbúðirnar í Moria.
Tjaldbúðirnar í Moria. Ljósmynd/Eva Dögg

„Þar dvelja tæplega þrjú þúsund í miklum þrengslum. Fólk fær skammtaðan mat tvisvar á dag og salernisaðstaða er á einum stað efst í búðunum, skólpið flæðir og fólk gerir þarfir sínar úti um allt,“ segir Eva. Oft skapist óeirðir í matarröðinni, þar sem svöngu og pirruðu fólki af ýmsum þjóðernum og trúarbrögðum ægir saman.

Biðröð flóttafólks til að fá mat getur verið löng.
Biðröð flóttafólks til að fá mat getur verið löng. Ljósmynd/Eva Dögg

Á þeim tveimur vikum sem Eva dvaldi á Lesbos komu tæplega 1.200 flóttamenn til eyjunnar „Síðustu dagana áður en ég fór heim þá var plássleysið orðið slíkt að fólk svaf á jörðinni undir berum himni, með ungabörn.“

Eva segir að tilfinningin sem sjálfboðaliðar fái eftir dvölina á Lesbos sé að gríska ríkið reyni að græða sem mest það getur á flóttafólkinu. Ríkið fær greitt fyrir hvern flóttamann sem það tekur á móti en Eva segir það morgunljóst miðað við aðstæður flóttafólks að lítill hluti þeirra peninga fari í það sem hann á að fara.

Barn í björgunarvesti sem smyglarar segja öruggt fyrir ferð yfir ...
Barn í björgunarvesti sem smyglarar segja öruggt fyrir ferð yfir Miðjarðarhafið. Ljósmynd/Aðsend

„Enginn sem ég ræddi við gerir sér grein fyrir því hvert peningarnir fara því fólkið fær ekkert,“ segir Eva og bætir við að auðvitað væri hægt að standa mun betur að komu flóttafólks til Lesbos.

„Peningarnir eru ekki notaðir til réttra hluta. Fólk deyr úr kulda í Moria á veturna af því að það frystir og fólk heldur til í þunnum tjöldum, svipuðum og eru notuð yfir hásumarið hér á landi.“

Passað er upp á að flóttafólkið komist ekki of langt.
Passað er upp á að flóttafólkið komist ekki of langt. Ljósmynd/Eva Dögg

Eva kynntist flóttamanni frá Suður-Súdan sem var mjög góður í ensku og túlkaði fyrir hana þegar hún ræddi við annað flóttafólk. „Við ræddum við nokkrar fjölskyldur frá Írak og þau lýstu þessum fangabúðum sem hræðilegum stað. Þau voru ekki viss um að þau hefðu lagt upp í ferðalagið ef þau hefðu vitað hvað tæki við þeim þarna.“

mbl.is

Innlent »

Arnar og María sigruðu í víðavangshlaupi

16:11 Þau Arnar Pétursson úr ÍR og María Birkisdóttir úr FH komu fyrst í mark í árlegu Víðavangshlaupi ÍR sem ræst var í 104. sinn í hádeginu í dag. 663 hlauparar voru skráðir til leiks, þar af 589 í fimm kílómetra hlaup og 74 í 2,7 kílómetra skemmtiskokk, að því er fram kemur á vef ÍR. Fimm kílómetra hlaupið er jafnframt meistaramót Íslands í fimm kílómetra götuhlaupi. Meira »

Senda F-35 til Íslands

16:00 Vorið 2020 munu norskar orrustuþotur af gerðinni F-35 sinna loftrýmisgæslu við Ísland, en þetta verður í fyrsta sinn sem norskar þotur af þeirri gerð sinna verkefni utan landamæra Noregs. Þetta kemur fram á fréttavef norska dagblaðsins Verdens Gang. Meira »

Hitamet í Reykjavík slegið í hádeginu

15:47 Hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík féll í hádeginu, þegar hitamælir Veðurstofu Íslands sýndi 14,1 stig. Fyrra met var frá árinu 1998, en þá mældist hiti hæstur 13,5 stig á sumardaginn fyrsta. Meira »

Tíu bækur stóðu upp úr hjá börnunum

15:26 Opinberað var í dag hvaða bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019, en tíu bækur sem valdar voru keppa í Sagna, verðlaunahátíð barnanna sem sjónvarpað verður á RÚV 1. júní. Meira »

„Viljum við taka þessa áhættu?“

15:21 Verði því hafnað af hálfu Alþingis að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins mun það ekki setja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í uppnám. Samþykkt orkupakkans gæti hins vegar leitt til þess. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Meira »

Reyna að eyða erfiðustu störfunum

14:55 Ný hátækniverksmiðja Samherja getur afkastað um 5.000 tonnum af bleikju á á ári. Er húsnæðið búið nýjustu tækni sem eykur sjálfvirkni og léttir störfin. Meira »

Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

14:30 Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Verðlaunin voru afhent í dag, sumardaginn fyrsta, af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á alþjóðlegu málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í Veröld. Meira »

Ræða við Boeing um bætur

13:52 Icelandair mun ræða við flugvélaframleiðandann Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í 737 MAX 8-flugvélum framleiðandans, en Icelandair hefur fest kaup á níu slíkum vélum sem eru kyrrsettar sem stendur. Þetta kom fram í samtali RÚV við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair. Meira »

Sumardeginum fyrsta fagnað

12:45 Hátíðarhöld fara víða fram í dag, sumardaginn fyrsta, og skrúðgöngur eru iðulega hluti af slíkri dagskrá. Ljósmyndari mbl.is var í Árbænum í Reykjavík í morgun þar sem fríður flokkur skáta leiddi gönguna að vanda undir blaktandi íslenskum fánum. Meira »

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

12:10 Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. Meira »

100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

11:55 Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Meira »

Kíkt á nýja sjúkrahótelið

11:20 Nýtt sjúkrahótel Landspítalans er nú að verða tilbúið en búist er við að fyrstu gestirnir komi þangað í byrjun maí. Aðstaðan er glæsileg og á eftir að skipta sköpum fyrir marga, til að mynda verður það góður kostur fyrir konur af landsbyggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkrahótelið. Meira »

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

11:11 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem ákærður er fyrir brennu og manndráp á Selfossi 31. október sl. í tengslum við mikinn eldsvoða í íbúðarhúsi. Meira »

Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“

11:05 „Ég er þess fullviss að unga fólkið er jafnsannfært og ég um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Nú þegar angar erlendrar einangrunarstefnu teygja anga sína inn í íslensk stjórnmál er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þá samvinnu.“ Meira »

Víðavangshlaup ÍR á sínum stað

09:48 Víðavangshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) verður haldið í 104. sinn í dag, sumardaginn fyrsta, en samhliða því verður hlaupið 2,7 km skemmtihlaup. Meira »

Elsta flughæfa vélin á Íslandi

08:18 Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhannesson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Þetta er elsta flughæfa vél á Íslandi, nærri áttatíu ára gömul. Meira »

Telja Snæfellsjökul horfinn um miðja öldina

07:57 Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfellsjökull verður að öllum líkindum að mestu horfinn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stolin og með röng skráningarnúmer

07:42 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og nótt. Einkum þar sem fólk undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna kom við sögu. Meira »

Breikkun bíður enn um sinn

07:37 Á þessari stundu liggur ekki ljóst fyrir hvenær framkvæmdir geta hafist við langþráða breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Meira »
Byggingarstjóri
Allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir krefjast löggilds byggingarstjóra. ...
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
Falleg þriggja herbergja íbúð til leigu í Hrísateig.
Falleg þriggja herbergja íbúð í Hrísateig. Um er að ræða hjónaherbergi, lítilð b...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...