Rannsókn á eldsvoðanum hefst í fyrramálið

Slökkvistarfinu er lokið eftir þriggja daga baráttu við brunann.
Slökkvistarfinu er lokið eftir þriggja daga baráttu við brunann. mbl.is/Hari

Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Lögreglan vaktar svæðið í nótt.  

Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði í samtali við mbl.is að loks sé aðgerðum lokið á Hvaleyrarbraut, „þó fyrr hefði verið“. Tíu slökkviliðsmenn höfðu verið að störfum á staðnum frá klukkan 13 í dag.

Þá segir hann að menn hefðu áttað sig á aðstæðunum þegar á staðinn var komið, og þá hafi verið ljóst að aðgerðir myndu taka lengri tíma en ætlað var. 

mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert