Úrkoman mikil á alla mælikvarða

Það hefur ekki vantað rigninguna á höfuðborgarsvæðinu þessa helgina.
Það hefur ekki vantað rigninguna á höfuðborgarsvæðinu þessa helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag.

„Rignt hefur alveg samfleytt í Rvk. frá því um kl. 15 á föstudag. Nú fyrst í morgunsárið er farið að draga úr og fljótlega styttir upp. Ég gerði að því skóna fyrir helgi að úrkomumagnið í heild sinni gæti náð 60 mm. Mælingar sýna gott betur eða um 80 mm,“ segir Einar í færslu sinni. Óvenjulegt sé líka hve jafnt úrhellið hefur verið.

Nokkuð ljóst verði að telja að mælingin verði nokkuð yfir 40 mm og þar með met í mælingu í nóvember. Eldra metið sé hins vegar frá frá því í gær.

Í athugasemdum við færslu Einars kemur fram að sólarhringsúrkomumet í nóvember í Reykjavík hafi verið mælt í morgun og það hafi verið 47,7 mm á mönnuðu stöðinni.

Einar ítrekar í færslu sinni að sólarhringúrkoma í öðrum mánuðum náð rúmlega 60 mm.

„Svo sem ekkert miðað við Bláfjöll, en í mælinn þar hafa komið um 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag, Allt sem rigning og engin snjór. Endanlegar tölur verða tiltækar við birtingu!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert