Vilja undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fór fram um helgina.
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fór fram um helgina. mbl.is/Styrmir Kári

Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Því skuli fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans. 

Þá segir að undanþága frá innleiðingu þriðja orkupakkans skuli fengin. Þá eru röksemdir fyrir afstöðunni einnig að aðstæður Íslands í orkumálum séu gjörílíkar þeim sem liggja til grundvallar orkulöggjöf ESB og segir ennfremur að óskynsamlegt sé að „innleiða það regluverk hér”. „Því skal fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans”, segir í ályktunum.

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram að Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit um helgina. Í ályktunum segir að miðstjórnin hvetji ríkisstjórn áfram til góðra verka en leggi áherslu á nauðsyn þess að halda áfram öruggri uppbyggingu innivða, atvinnutækifæra og lyfta grettistaki í húsnæðismálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert