Andri settur ríkislögmaður í bótanefndinni

Andri Árnason verður ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru …
Andri Árnason verður ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru nú haust um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssonar.

Andri Árnason lögmaður hefur verið skipaður settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru nú haust um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssonar. Frá þessi er greint í Fréttablaðinu í dag.

Faðir Einars Karls Hallvarðssonar ríkislögmanns, Hallvarður Einvarðsson var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst um áramótin 1975-76.  Hann kom að rannsókn málana og telst Einar Karl því vanhæfur til að koma að málinu.

Hefur blaðið eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá upphafi og ekki verið umdeilt af hálfu neins. „Vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni,“  sagði Katrín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert