Blaðamannafundur vegna OR-málsins

Frá stjórnarfundi OR vegna uppsagna stjórnenda fyrr í haust.
Frá stjórnarfundi OR vegna uppsagna stjórnenda fyrr í haust. mbl.is/​Hari

Orkuveita Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 15:00 þar sem niðurstaða úttektar innri endurskoðunar á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum verður kynnt.

Í forsvari verða:

  • Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR
  • Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR
  • Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar

Streymt verður frá fundinum á YouTube-rás Orkuveitu Reykjavíkur, að því er fram kemur í tilkynningu frá OR.

Málið tengist uppsögn Áslaug­ar Thelmu Ein­ars­dótt­ur, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust. Tveim­ur dög­um síðar var fram­kvæmda­stjóra ON, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki OR, Bjarna Má Júlí­us­syni, sagt upp störf­um vegna óviðeig­andi fram­komu við starfs­fólk.

Þá steig Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, til hliðar á meðan málið væri til skoðunar og Helga Jónsdóttir tók við tímabundið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert