Ekki víst að allir fái matarhjálp fyrir komandi jólahátíð

Margir treysta á hjálparsamtök fyrir komandi hátíð.
Margir treysta á hjálparsamtök fyrir komandi hátíð.

„Ég hef aldrei verið eins kvíðin og fyrir þessi jól. Ástandið hefur verið mjög slæmt og við gengum verulega á matarsjóðinn okkar í sumar. Ég efast um að við getum hjálpað öllum fyrir þessi jól.“

Þetta segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, í samtali við Morgunblaðið og bendir á að elsti einstaklingurinn sem leitar til þeirra sé 97 ára gamall. „Það er mikið af eldra fólki sem býr við kröpp kjör.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, eiga von á því að 800 til 900 manns muni leita þangað eftir aðstoð fyrir komandi jólahátíð. Eru öryrkjar, eldri borgarar og þeir sem farið hafa illa út úr lífinu áberandi í þeim hópi. Þá segir hún færri barnafjölskyldur leita hjálpar, þær virðist hafa það skárra nú en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert