Embættismenn borgarinnar skrái hagsmuni

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður taka undir það í umsögnum sínum að tekin verði upp hagsmunaskráning æðstu embættismanna borgarinnar.

Marta Guðjónsdóttir, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Miðflokki, og Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, lögðu fram svohljóðandi tillögu í borgarráði: „Lagt er til að æðstu embættismenn Reykjavíkurborgar birti hagsmunaskráningu sína á vef Reykjavíkurborgar, rétt eins og kjörnir fulltrúar, enda er það í anda gagnsæis og vandaðrar stjórnsýslu.“

Í greinargerð sagði að æðstu embættismenn kæmu að ákvörðunum sem vörðuðu stór verkefni, framkvæmdir, samstarfssamninga, kaup og sölu fasteigna svo eitthvað sé nefnt. „Með hliðsjón af þeirri staðreynd er eðlilegt að þeir, rétt eins og kjörnir fulltrúar, skrái hagsmuni sína þannig að þeir verði gerðir aðgengilegir á vef Reykjavíkurborgar. Þetta er í anda opinnar og vandaðrar stjórnsýslu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert