Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

Gert er ráð fyrir að fimm milljarða þurfi til að ...
Gert er ráð fyrir að fimm milljarða þurfi til að byggja upp leikskólakerfi borgarinnar á næstu fimm árum. mbl.is/​Hari

Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla sem samþykkt var á fundi borgarráðs í síðustu viku.

Tillögur hópsins verða kynntar í heild sinni á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Í skýrslunni segir að leikskólauppbyggingin muni kalla á mikla fjárfestingu af hálfu borgarinnar, um fimm milljarða á næstu fimm árum, og að mikilvægt sé að gert sé ráð fyrir henni í fjárfestingaráætlun borgarinnar fyrir tímabilið 2019-2023.

Fimm nýir leikskólar á næstu fimm árum

Tillögurnar eru sjö talsins. Ásamt fjölgun leikskólarýma er lagt til að byggðir verði fimm nýir leikskólar á næstu fimm árum. Leikskólarnir verða staðsettir í Úlfarsárdal, við Kirkjusand, Njálsgötu, Vogabyggð og Skerjafjörð. Þá er lagt til að viðbyggingar verði reistar við að minnsta kosti fimm leikskóla borgarinnar þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum. Einnig er lagt til að nýjar leikskóladeildir verði opnaðar í færanlegu húsnæði á næsta ári við fjóra leikskóla.

Fimm nýir leikskólar í jafn mörgum hverfum verða byggðir á ...
Fimm nýir leikskólar í jafn mörgum hverfum verða byggðir á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimm árum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Öllum 12 mánaða börnum tryggt pláss fyrir árslok 2023

Í tillögunum er lagt til að á tímabilinu verði lokið við að setja á fót sérútbúnar ungbarnadeildir við alla borgarrekna leikskóla, sem hafa fjórar deildir eða fleiri, en það á við um 46 leikskóla borgarinnar. Stefnt er að opnun sjö nýrra ungbarnadeilda á ári og í næsta áfanga, það er á næsta ári, er lagt til að opnaðar verði ungbarnadeildir við leikskóla sem nú þegar eru með hvað flest ung börn. Það eru Bakkaborg í Breiðholti, Drafnarsteinn í Vesturbæ, Furuskógur í Fossvogi, Hlíð í Hlíðahverfi, Hulduheimar í Grafarvogi, Maríuborg í Grafarholti og Suðurborg í Breiðholti.

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, á blaðamannafundi í ...
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, á blaðamannafundi í dag. mbl.is/​Hari

Skúli Helgason, formaður skóla- og frí­stundaráðs og formaður stýrihópsins, segir í inngangi skýrslunnar að áform ríkisins um lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði verði að  veruleika sé mikilvæg forsenda verkefnisins en að borgin vilji og hyggist taka fulla ábyrgð á því að bjóða bönum leikskólaþjónustu að því loknu.

Helsti óvissuþátturinn felst í skorti á leikskólakennurum en Skúli segir að vonir standa til að kennaranemum muni fjölga og það samhliða markvissum aðgerðum Reykjavíkurborgar til að bæta starfsumhverfið muni bæta stöðuna á komandi árum. Miðað við spá um þróun barnafjölda á leikskólaaldri og uppbyggingaráform borgarinnar vonast borgaryfirvöld til að geta boðið öllum 18 mánaða börnum leikskólarými fyrir lok árs 2019, öllum 15 mánaða og eldri fyrir lok árs 2021 og öllum 12 mánaða börnum og eldri fyrir lok árs 2023. Tímamörkin eru þó sett fram með fyrirvara um stöðu mönnunarmála á hverjum tíma.

Á næsta er lagt til að opnaðar verði ungbarnadeildir við ...
Á næsta er lagt til að opnaðar verði ungbarnadeildir við sjö leikskóla sem nú þegar eru með hvað flest ung börn. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Börnum fjölgi á sjálfstætt reknum leikskólum

Einnig er lagt til að formleg inntaka barna í leikskólum  borgarinnar verði tvisvar á ári, á haustin og um áramót, þar sem eru lauk leikskólarými og staða starfsmannamála leyfir.

Að lokum leggur starfshópurinn til að stefnt verði að fjölgun barna hjá sjálfstætt reknum leikskólum og dagforeldrum, í góðu samstarfi við viðkomandi rekstraraðila. Á næstu fimm árum er stefnt að því að börn í sjálfstætt reknum leikskólum fjölgi um allt að 167 til viðbótar þeirri fjölgun sem þegar er orðin á þessu ári.

60 milljónir króna viðbótarfjárveiting til dagforeldra

Samhliða áætlun um uppbyggingu á leikskólum borgarinnar hefur farið fram vinna í starfshópi um að endurskoða, þróa og breyta dagforeldraþjónustu í borginni og samþykkti skóla- og frístundaráð í haust að veita 60 milljónir króna í viðbótarfjárveitingu á ári, sem mun meðal annars felast í því að leggja til húsnæði fyrir starfsemi dagforeldra sem vinna tveir saman.

Þá verða stofnstyrkir verða teknir upp til að örva nýliðun og niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum verða hækkaðar um 15% til að auka jafnræði þannig að daggæslan verði raunhæfari valkostur fyrir foreldra í samanburði við leikskólavistun.

Í pistli Skúla í skýrslunni segir hann að með þessari aðgerðaráætlun verði bilið milli fæðingarorlof og leikskóla loksins brúað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Syngjandi heimilislæknir

19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »

„Átti mínar erfiðu stundir“

18:37 Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Meira »

Káfaði á kynfærum ungrar dóttur sinnar

18:34 Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 12 mánaða fangelsi fyrir að káfa á kynfærum barnungrar dóttur sinnar. Stytti Landsréttur dóminn úr 12 mánuðum í níu, en en fullnustu sex mánaða refsingar er frestað haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Meira »

Eyða 38 þúsund á sólarhring í borginni

18:34 Hver erlendur ferðamaður í Reykjavík eyðir nærri fimm sinnum hærri upphæð á hverjum sólarhring en ferðamaður á Hvammstanga. Þetta er meðal niðurstaðna sem kynntar voru í dag úr ferðavenjukönnun sem gerð var á átta stöðum á landinu síðastliðið sumar. Meira »

Ók á gangandi vegfaranda og trylltist

18:08 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var send í verslunarmiðstöð fyrir skömmu, þar sem bíl hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Ökumaðurinn var trylltur á vettvangi, sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað hann fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. Meira »

Fyrstu íbúðir fyrir fólk undir tekjumörkum

17:33 Byggingarverktakinn Mikael ehf. afhenti Íbúðafélagi Hornafjarðar fyrstu leiguíbúðirnar sem byggðar eru samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir, en þau miða að því að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Meira »

„Þessi hópur á verðskuldað sólskin“

17:28 Fram kom í máli Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðs vistheimila, og Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, á blaðamannfundi í dómsmálaráðuneytinu að þau hafi mætt verkefninu að auðmýkt og virðingu fyrir fólkinu sem sótti um bæturnar. Meira »

Geti sinnt störfum án ofbeldis og áreitni

16:56 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu vegna atviks sem kom upp á HM karla í fótbolta í Rússlandi í sumar, en þá kvartaði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, undan Hirti Hjartarsyni, þáverandi íþróttafréttamanni á Stöð 2, til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

Þingmenn komnir í jólafrí

16:44 „Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári. Meira »

Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

16:44 Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu. Meira »

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

16:39 Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Meira »

Vika er langur tími í pólitík

16:20 Vika er liðin frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Mbl.is rekur hér atburðarás málsins til þessa. Meira »

Dreymdi vinningstölurnar

16:19 Konu af Norðurlandi dreymdi vinningstölurnar í Víkingalottói og voru hún og eiginmaður hennar lukkuleg þegar þau komu með vinningsmiðann frá 28. nóvember á skrifstofu Íslenskrar getspár. Unnu þau rúmar þrjár milljónir í þriðja vinning. Meira »

Valgerður í stað Vilborgar í bankaráð

16:05 Valgerður Sveinsdóttir var kjörin varamaður í bankaráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag. Hún kemur í stað Vilborgar G. Hansen sem sagði sig úr Miðflokknum og bankaráði í kjölfar ummæla þingmanna Miðflokksins á Klaustri 20. nóvember. Meira »

Langur biðtími eftir viðtali við sálfræðing

15:57 Biðtími eftir viðtali við sálfræðing hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru fimm til sjö mánuðir. Biðtíminn er mislangur eftir heilbrigðisstofnunum á landinu en stystur er biðtíminn hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða; fjórar vikur. Meira »

Tengdamóðirin áfram í haldi

15:27 Gæsluvarðhald yfir konu á áttræðisaldri, sem grunuð er um tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi, hefur verið framlengt til 9. janúar. Meira »

Flestir taka ekki afstöðu til Brexit

15:18 Rúmlega þriðjungur landsmanna er andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 36% en 18% eru henni hlynnt. Stærstur hluti landsmanna hefur hins vegar enga sérstaka skoðun á málinu eða 46%. Meira »

Velferðarstyrkur hækkar um 6%

15:08 Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6% frá næstu áramótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...