Áslaug frétti af fundinum í fjölmiðlum

Áslaug Thelma Einarsdóttir segist ekki hafa séð lokaskýrsluna sem kynnt …
Áslaug Thelma Einarsdóttir segist ekki hafa séð lokaskýrsluna sem kynnt verður á blaðamannafundi OR í dag. Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu í haust og er m.a. fjallað um uppsögnina í skýrslunni. Ljósmynd/Aðsend

Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum.

„Ég hef ekki séð lokaskýrsluna og mér var ekki gert viðvart um að hún og þá væntanlega gögn um mína persónulegu hagi yrðu gerð opinber í dag,“ skrifar Áslaug Thelma í færslu á Facebook sem hún birti fyrir skömmu.

Á fundinum verður niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um kynnt. Stjórn OR óskaði eftir því að úttektin yrði gerð á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum innan fyrirtækisins.

Ákvörðun um úttektina var tekin eftir að Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum, en hún birti færslu á Facebook stuttu eftir uppsögnina þar sem hún fullyrti að hún hefði verið rekin fyrir að kvarta undan hegðun Bjarna Más Júlíussonar, þáverandi framkvæmdastjóra ON. Hann var rekinn skömmu eftir að Áslaugu Thelmu var sagt upp vegna óviðeigandi framkomu sem tengdist meðal annars tölvupóstum sem hann sendi til kvenkyns undirmanna sinna.

Fundurinn hefst klukkan 15 og streymt verður frá fund­in­um á YouTu­be-rás Orku­veitu Reykja­vík­ur, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá OR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert