Krefst þess að Stundin biðjist afsökunar

Frá göngunni í Varsjá 11. nóvember.
Frá göngunni í Varsjá 11. nóvember. AFP

Sendiherra Póllands á Íslandi segir frétt Stundarinnar, um að leiðtogar Póllands hafi marsérað um götur Varsjár í fjölmenngri göngu ásamt nýfasistum, sé móðgandi fyrir pólsku þjóðina.

Frá þessu er greint á vef Rúv. Sendiherrann, Gerard Pokruszyński, telur að fréttin gæti haft slæm áhrif á samstarf Íslands og Póllands og hefur kvartað yfir fréttinni til helstu ráðamanna Íslands. Hann krefst þess að Stundin biðji Pólverja afsökunar á fréttaflutningnum.

Gangan var haldin í tilefni 100 ára sjálfstæðisafmælis landsins. Stundin vísaði í umfjöllun erlendra miðla á borð við Guardian, BBC, New York Times og Al Jazeera.

Pokruszyński sendi bréf til ritstjóra Stundarinnar þar sem hann lýsti óánægju með fréttaflutninginn. Afrit var sent á skristofur forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra.

Jón Bjarki Magnússon skrifaði fréttina en hann sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að honum hefði brugðið við bréfið frá sendiherranum. Hann hafi fengið óþægileg skilaboð frá Pólverjum hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert