Ungbörn fjórðungur þeirra í garðinum

Hluti af Víkurgarði árið 1912 eða 1913. Tekin í garði ...
Hluti af Víkurgarði árið 1912 eða 1913. Tekin í garði Peter Oluf Christensen apótekara og konu hans Önnu Henriette. Tæplega öld áður voru um 600 grafnir í garðinum. Ljósmynd/Lyfjafræðisafnið

Fyrir um 200 árum dó um fjórðungur allra barna hér á landi áður en þau náðu eins árs aldri. Með nokkrum veigamiklum breytingum þegar kemur að hreinlæti og næringu breyttist þetta hins vegar mikið á síðari hluta 19. aldar sem og á 20. öldinni. Í dag er tíðni ungbarnadauða um 0,2% hér á landi, en það er með því allra lægsta sem finna má í heiminum. Þessi gífurlega háa tíðni fyrri tíma kemur vel í ljós nú þegar umræða um Víkurgarð er komin í hámæli.

Garðurinn hefur verið til umfjöllunar undanfarið vegna fyrirætlana um að byggja þar hótel. Deilt er um hvort hótelið muni ná inn á það svæði þar sem garðurinn var. Vegna þessa var efnt til mótmæla og gjörnings í gær þar sem garðurinn var áður og voru meðal annars lesin upp nöfn þeirra 600 Reykvíkinga sem voru grafnir þar á árunum 1817 til 1838. Þau ár sem tíðnin var sem hæst fór hún yfir 50%. Nokkrum árum síðar, eða 1846, náði tíðni ungbarnadauða hámarki hér á landi í mislingafaraldri, en þá var tíðnin 65,4%.

163 af 600

Með tilkynningu um mótmælin fylgdi listi með nöfnum þeirra sem þar voru grafnir, auk jarðsetningardags og aldurs. Mikill fjöldi ungbarna var á listanum og þegar málið er skoðað nánar sést að 163 af þeim 600 sem þar eru skráðir voru ungbörn (flokkuð sem 1 árs eða yngri). Það jafngildir 27,2% allra sem grafnir voru í garðinum, eða einum af hverjum 3,7.

Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu, skrifaði doktorsritgerð sína um ungbarnadauða á Íslandi á árunum 1770-1920. Í samtali við mbl.is segir hún að fjöldi ungbarna sem jörðuð eru í garðinum komi ekki mikið á óvart, þó að fjöldinn sé reyndar yfir meðaltali þessa tíma. Hún segir ungbarnadauða ekki hafa farið að lækka fyrr en á árunum 1860/70 til 1900. Nefnir hún að um aldamótin hafi landlæknir skrifað um þau tímamót að hlutfallið væri komið undir 10% og að ólíklegt væri að hægt væri að gera betur. Hlutfallið hélt þó áfram að lækka hratt og á níunda áratugnum var það komið undir 1% og er sem fyrr segir í dag um 0,2%.

Ísland, Normandí og Bæjaraland skera sig úr

Lengi hefur verið talið að brjóstagjöf hafi leikið stórt hlutverk í þessari jákvæðu þróun, en Ólöf segir að það sé aðeins einn angi þess hvernig til tókst. Við vinnslu á doktorsrannsókn sinni hafi hún meðal annars komist að því að ungbarnadauði hér á landi, í Normandí í Frakklandi og í Bæjaralandi í Þýskalandi hafi verið nokkuð hærri í landbúnaðarhéruðum heldur en í þéttbýli. Fólk hafi almennt viljað gefa ungum börnum það besta sem til var og á þessum tíma og í dreifbýli var það kúamjólk, rjómi og smjör. Allt þetta var mun feitara en móðurmjólkin og nýru barnanna réðu illa við þessa feitu fæðu. Hér á landi hafi börnum snemma verið gefin kúamjólkin, „enda það besta sem til var í kotinu“ á þeim tíma að sögn Ólafar.

Ungbarnadauði er víða í heiminum enn á bilinu 5-10%, en ...
Ungbarnadauði er víða í heiminum enn á bilinu 5-10%, en Ísland komst undir 10% markið um aldamótin 1900. AFP

Þetta hafi meðal annars vakið athygli hennar, enda hafi ungbarnadauði víðast hvar áður fyrr og í fátækari ríkjum heims í dag verið mestur í þéttbýli þar sem óhreinindi voru jafnan meiri og minna um rennandi vatn.

Þá segir Ólöf að ólíklegt sé að breyting á brjóstagjöf hafi gengið jafnhratt í gegn og áður var áætlað og að annar stór áhrifavaldur í þessari miklu lækkun ungbarnadauða á síðari hluta 19. aldar hafi verið aukið hreinlæti. Segir hún að þetta atriði hafi í raun ráðið úrslitum. Þannig hafi verið byrja að gefa ungbörnum óblandaða mjólk og þau ílát sem mjólkin var sett í hafi verið þrifin. „Þetta hafði mikil áhrif,“ segir Ólöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Líklega milljarða tjón fyrir þjóðina

17:00 „Íslenska þjóðin situr líklega uppi með milljarða tjón og tilfinning þjóðarinnar getur verið að eignarhald á sjávarauðlindinni sé óljósara en áður.“ Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Lán lífeyrissjóða opin öllum

16:50 Lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið að skoðað verði að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að bein íbúðalán verði opin öllum sem taldir eru lánshæfir óháð því hvort um sé að ræða sjóðsfélaga eða ekki. Meira »

Vandinn leysist ekki í bráð

16:20 Læknaráð Landspítalans segir að því miður séu engin teikn á lofti um að vandi bráðamóttökunnar leysist í bráð. Hinn svokallaði innlagnarvandi sé ekki nýr af nálinni og stafi að stórum hluta af því að skortur sé á úrræðum fyrir eldri borgara sem geti ekki útskrifast beint til síns heima án aðstoðar. Meira »

Leggja til lækkun skatta og sölu banka

16:04 Lækkun skatta á fjármálafyrirtæki, sala Íslandsbanka til erlendra aðila og stofnun gagnagrunns með upplýsingar um skuldir einstaklinga og lögaðila eru meðal helstu tillagna í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »

Jöklamyndir RAX í NY Times

15:45 Viðtal við Ragnar Axelsson, RAX, er í New York Times í dag um sýninguna Jökull sem lauk nýverið í Ásmundarsal.   Meira »

Aðeins einn staðfest komu sína

14:41 Til stendur að ummæli um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson verði rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag. Það veltur þó á því hvort þingmennirnir fjórir staðfesti komu sína á fundinn. Meira »

Foreldrar sæki börn vegna veðurs

14:36 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn i frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16 í dag sökum veðurs. Meira »

Fundur um ummæli Gunnars verður opinn

13:18 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt beiðni Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að fundur, eða fundir, nefndarinnar þar sem ræða á ummæli þingmanna Miðflokksins um meinta sendi­herra­stöðu fyr­ir Gunn­ar Braga Sveinsson, verði opnir. Meira »

Spá stormi á höfuðborgarsvæðinu

12:25 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þá hefur Veðurstofan hvatt fólk til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Meira »

Ellert B. Schram á þing í stað Ágústs

12:01 Ellert B. Schram tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar.   Meira »

Bára afhenti Alþingi upptökurnar

11:45 Skrifstofa Alþingis er komin með hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greinir frá því að Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna, hafi afhent Alþingi upptökurnar um helgina. Meira »

Ófært víða á landinu

11:44 Ófærð er víða á landinu, einkum á miðhálendinu og á Suðurlandi. Nesjavallaleið er lokuð vegna snjóa og er gul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins. Hálka og hálkublettir eru víða um landið, t.a.m. á Hellisheiði og í Þrengslum en snjóþekja á Mosfellsheiði. Meira »

Mannréttindafundur í Iðnó

11:34 Opinn fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar fer fram í dag á alþjóðlegum degi mannréttinda. Hægt var að fylgjast með honum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Vegabréfsáritanir stóraukast á Indlandi

11:16 Vegna undirbúnings og uppsetningar á áritunarstöðvum fyrir vegabréfsáritanir og þjónustu tengda þeim í Nýju-Delí á Indlandi og Washington í Bandaríkjunum er lagt til að auka fjárheimildir til utanríkisráðuneytisins um 45 milljónir króna í fjáraukalögum fyrir árið 2018. Meira »

Krefja þrjár konur um bætur

11:15 Tveir karlmenn, sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu svokallaða, hafa stefnt Hildi Lillendahl Viggósdóttur fyrir færslu sem hún birti á Facebook. Krefjast þeir að hún verði dæmd til að greiða þeim hvorum um sig 1,5 milljónir króna. Meira »

Eldur í reykkofa á Svalbarðsströnd

11:14 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út nú á ellefta tímanum í morgun eftir að tilkynnt var um þykkan svartan reyk frá útihúsi í Heiðarholti á Svalbarðsströnd. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Spennandi ljósmyndanámskeið
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....