Ungbörn fjórðungur þeirra í garðinum

Hluti af Víkurgarði árið 1912 eða 1913. Tekin í garði ...
Hluti af Víkurgarði árið 1912 eða 1913. Tekin í garði Peter Oluf Christensen apótekara og konu hans Önnu Henriette. Tæplega öld áður voru um 600 grafnir í garðinum. Ljósmynd/Lyfjafræðisafnið

Fyrir um 200 árum dó um fjórðungur allra barna hér á landi áður en þau náðu eins árs aldri. Með nokkrum veigamiklum breytingum þegar kemur að hreinlæti og næringu breyttist þetta hins vegar mikið á síðari hluta 19. aldar sem og á 20. öldinni. Í dag er tíðni ungbarnadauða um 0,2% hér á landi, en það er með því allra lægsta sem finna má í heiminum. Þessi gífurlega háa tíðni fyrri tíma kemur vel í ljós nú þegar umræða um Víkurgarð er komin í hámæli.

Garðurinn hefur verið til umfjöllunar undanfarið vegna fyrirætlana um að byggja þar hótel. Deilt er um hvort hótelið muni ná inn á það svæði þar sem garðurinn var. Vegna þessa var efnt til mótmæla og gjörnings í gær þar sem garðurinn var áður og voru meðal annars lesin upp nöfn þeirra 600 Reykvíkinga sem voru grafnir þar á árunum 1817 til 1838. Þau ár sem tíðnin var sem hæst fór hún yfir 50%. Nokkrum árum síðar, eða 1846, náði tíðni ungbarnadauða hámarki hér á landi í mislingafaraldri, en þá var tíðnin 65,4%.

163 af 600

Með tilkynningu um mótmælin fylgdi listi með nöfnum þeirra sem þar voru grafnir, auk jarðsetningardags og aldurs. Mikill fjöldi ungbarna var á listanum og þegar málið er skoðað nánar sést að 163 af þeim 600 sem þar eru skráðir voru ungbörn (flokkuð sem 1 árs eða yngri). Það jafngildir 27,2% allra sem grafnir voru í garðinum, eða einum af hverjum 3,7.

Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu, skrifaði doktorsritgerð sína um ungbarnadauða á Íslandi á árunum 1770-1920. Í samtali við mbl.is segir hún að fjöldi ungbarna sem jörðuð eru í garðinum komi ekki mikið á óvart, þó að fjöldinn sé reyndar yfir meðaltali þessa tíma. Hún segir ungbarnadauða ekki hafa farið að lækka fyrr en á árunum 1860/70 til 1900. Nefnir hún að um aldamótin hafi landlæknir skrifað um þau tímamót að hlutfallið væri komið undir 10% og að ólíklegt væri að hægt væri að gera betur. Hlutfallið hélt þó áfram að lækka hratt og á níunda áratugnum var það komið undir 1% og er sem fyrr segir í dag um 0,2%.

Ísland, Normandí og Bæjaraland skera sig úr

Lengi hefur verið talið að brjóstagjöf hafi leikið stórt hlutverk í þessari jákvæðu þróun, en Ólöf segir að það sé aðeins einn angi þess hvernig til tókst. Við vinnslu á doktorsrannsókn sinni hafi hún meðal annars komist að því að ungbarnadauði hér á landi, í Normandí í Frakklandi og í Bæjaralandi í Þýskalandi hafi verið nokkuð hærri í landbúnaðarhéruðum heldur en í þéttbýli. Fólk hafi almennt viljað gefa ungum börnum það besta sem til var og á þessum tíma og í dreifbýli var það kúamjólk, rjómi og smjör. Allt þetta var mun feitara en móðurmjólkin og nýru barnanna réðu illa við þessa feitu fæðu. Hér á landi hafi börnum snemma verið gefin kúamjólkin, „enda það besta sem til var í kotinu“ á þeim tíma að sögn Ólafar.

Ungbarnadauði er víða í heiminum enn á bilinu 5-10%, en ...
Ungbarnadauði er víða í heiminum enn á bilinu 5-10%, en Ísland komst undir 10% markið um aldamótin 1900. AFP

Þetta hafi meðal annars vakið athygli hennar, enda hafi ungbarnadauði víðast hvar áður fyrr og í fátækari ríkjum heims í dag verið mestur í þéttbýli þar sem óhreinindi voru jafnan meiri og minna um rennandi vatn.

Þá segir Ólöf að ólíklegt sé að breyting á brjóstagjöf hafi gengið jafnhratt í gegn og áður var áætlað og að annar stór áhrifavaldur í þessari miklu lækkun ungbarnadauða á síðari hluta 19. aldar hafi verið aukið hreinlæti. Segir hún að þetta atriði hafi í raun ráðið úrslitum. Þannig hafi verið byrja að gefa ungbörnum óblandaða mjólk og þau ílát sem mjólkin var sett í hafi verið þrifin. „Þetta hafði mikil áhrif,“ segir Ólöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

08:18 Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Meira »

Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins

07:57 Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Meira »

Reykhólaleið talin vænlegust

07:37 Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Meira »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti

05:30 „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni og styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »