Ungbörn fjórðungur þeirra í garðinum

Hluti af Víkurgarði árið 1912 eða 1913. Tekin í garði ...
Hluti af Víkurgarði árið 1912 eða 1913. Tekin í garði Peter Oluf Christensen apótekara og konu hans Önnu Henriette. Tæplega öld áður voru um 600 grafnir í garðinum. Ljósmynd/Lyfjafræðisafnið

Fyrir um 200 árum dó um fjórðungur allra barna hér á landi áður en þau náðu eins árs aldri. Með nokkrum veigamiklum breytingum þegar kemur að hreinlæti og næringu breyttist þetta hins vegar mikið á síðari hluta 19. aldar sem og á 20. öldinni. Í dag er tíðni ungbarnadauða um 0,2% hér á landi, en það er með því allra lægsta sem finna má í heiminum. Þessi gífurlega háa tíðni fyrri tíma kemur vel í ljós nú þegar umræða um Víkurgarð er komin í hámæli.

Garðurinn hefur verið til umfjöllunar undanfarið vegna fyrirætlana um að byggja þar hótel. Deilt er um hvort hótelið muni ná inn á það svæði þar sem garðurinn var. Vegna þessa var efnt til mótmæla og gjörnings í gær þar sem garðurinn var áður og voru meðal annars lesin upp nöfn þeirra 600 Reykvíkinga sem voru grafnir þar á árunum 1817 til 1838. Þau ár sem tíðnin var sem hæst fór hún yfir 50%. Nokkrum árum síðar, eða 1846, náði tíðni ungbarnadauða hámarki hér á landi í mislingafaraldri, en þá var tíðnin 65,4%.

163 af 600

Með tilkynningu um mótmælin fylgdi listi með nöfnum þeirra sem þar voru grafnir, auk jarðsetningardags og aldurs. Mikill fjöldi ungbarna var á listanum og þegar málið er skoðað nánar sést að 163 af þeim 600 sem þar eru skráðir voru ungbörn (flokkuð sem 1 árs eða yngri). Það jafngildir 27,2% allra sem grafnir voru í garðinum, eða einum af hverjum 3,7.

Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu, skrifaði doktorsritgerð sína um ungbarnadauða á Íslandi á árunum 1770-1920. Í samtali við mbl.is segir hún að fjöldi ungbarna sem jörðuð eru í garðinum komi ekki mikið á óvart, þó að fjöldinn sé reyndar yfir meðaltali þessa tíma. Hún segir ungbarnadauða ekki hafa farið að lækka fyrr en á árunum 1860/70 til 1900. Nefnir hún að um aldamótin hafi landlæknir skrifað um þau tímamót að hlutfallið væri komið undir 10% og að ólíklegt væri að hægt væri að gera betur. Hlutfallið hélt þó áfram að lækka hratt og á níunda áratugnum var það komið undir 1% og er sem fyrr segir í dag um 0,2%.

Ísland, Normandí og Bæjaraland skera sig úr

Lengi hefur verið talið að brjóstagjöf hafi leikið stórt hlutverk í þessari jákvæðu þróun, en Ólöf segir að það sé aðeins einn angi þess hvernig til tókst. Við vinnslu á doktorsrannsókn sinni hafi hún meðal annars komist að því að ungbarnadauði hér á landi, í Normandí í Frakklandi og í Bæjaralandi í Þýskalandi hafi verið nokkuð hærri í landbúnaðarhéruðum heldur en í þéttbýli. Fólk hafi almennt viljað gefa ungum börnum það besta sem til var og á þessum tíma og í dreifbýli var það kúamjólk, rjómi og smjör. Allt þetta var mun feitara en móðurmjólkin og nýru barnanna réðu illa við þessa feitu fæðu. Hér á landi hafi börnum snemma verið gefin kúamjólkin, „enda það besta sem til var í kotinu“ á þeim tíma að sögn Ólafar.

Ungbarnadauði er víða í heiminum enn á bilinu 5-10%, en ...
Ungbarnadauði er víða í heiminum enn á bilinu 5-10%, en Ísland komst undir 10% markið um aldamótin 1900. AFP

Þetta hafi meðal annars vakið athygli hennar, enda hafi ungbarnadauði víðast hvar áður fyrr og í fátækari ríkjum heims í dag verið mestur í þéttbýli þar sem óhreinindi voru jafnan meiri og minna um rennandi vatn.

Þá segir Ólöf að ólíklegt sé að breyting á brjóstagjöf hafi gengið jafnhratt í gegn og áður var áætlað og að annar stór áhrifavaldur í þessari miklu lækkun ungbarnadauða á síðari hluta 19. aldar hafi verið aukið hreinlæti. Segir hún að þetta atriði hafi í raun ráðið úrslitum. Þannig hafi verið byrja að gefa ungbörnum óblandaða mjólk og þau ílát sem mjólkin var sett í hafi verið þrifin. „Þetta hafði mikil áhrif,“ segir Ólöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

Í gær, 18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

Í gær, 17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

Í gær, 17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Í gær, 17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

Í gær, 17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

Í gær, 16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

Í gær, 16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

Í gær, 16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

Í gær, 15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Dekk til sölu
Ný ónotuð sumardekk til sölu, tilboð óskast. Stærð 225-45-17, þetta er dýr dekkj...