„Við getum klárað það okkar á milli“

Áslaug Thelma Einarsdóttir og Einar Bárðarson. Einar sendi stjórnendum OR ...
Áslaug Thelma Einarsdóttir og Einar Bárðarson. Einar sendi stjórnendum OR ítarlegan tölvupóst þar sem hann segist reiðubúinn til þess að leysa mál konu sinnar gegn því að henni verði greitt laun til tveggja ára. mbl.is/Golli

„Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, krefst greiðslu tveggja ára launa frá þrítugasta september þessa árs til Áslaugar sem miska- og réttlætisbætur vegna uppsagnar hennar hjá Orku náttúrunnar

Tölvupósturinn er birtur sem viðauki við skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá OR og var hann sendur til Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, og Sólrúnar Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra fyrirtækisins, þann ellefta september.

Opna fundi fyrir VR

Einar byrjar mál sitt á að kynna fyrirætlanir sínar um fund með Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og að hann hafi verið beðinn um að halda kynningarfundi á vegum stéttarfélagsins og að einn þeirra mun fjalla um #metoo-byltinguna. Segist Einar hafa dottið það í huga að fá Áslaugu til þess að segja frá reynslu sinni hjá ON.

„Ég og Áslaug Thelma konan mín erum að fara að hitta Ragnar Þór Ingólfsson vin okkar og framkvæmdastjóra VR núna klukkan þrjú. Ég og Ragnar Þór ætluðum að hittast í dag og fundurinn var settur á í síðustu viku en hann hefur beðið mig að taka það að mér að halda utan um og kynna nokkra opna fundi sem honum langar að VR standi fyrir núna í haust,“ segir í tölvupóstinum.

„Spurning hvort annað hvort ykkar væri svo til í að koma og ræða hlið OR og þá ON á því af hverju karl stjórnendur sem senda kvenstjórnendum pósta eins og þennan hér að neðan fái að halda starfi ? Það gæti verið áhugaverð umræða ?“ spyr Einar.

Hann bætir síðan við að það standi til að fjalla sérstaklega um störf Bjarna og Sólrúnar á fyrirhuguðum fundi. „En svo ætlum við auðvitað að ræða framgöngu ykkar beggja í jafnréttismálum og Me Too málum út á við það sem þið segið öðrum hvað þið standið ykkur vel og hversu aðdáunarverður árangur ykkur í þeim efnum hefur verið.“

Póstur til borgarstjóra

Tölvupósturinn er nokkuð ítarlegur en þar segist Einar vera að vinna að tölvupósti sem hann gerir ráð fyrir að senda Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við lok dags. „Ég er einnig að skrifa Degi Eggertssyni tölvupóst um þetta og sendi honum hann í lok dags þegar ég hef fíniserað hann. En þar bið ég hann að skoða mál Áslaugar því það er á hans ábyrgð á hans vakt.“

Einar telur upp fjölda atvika sem hann segir sýna fram á slæma framkomu í garð eiginkonu sinnar og krefst síðan að Bjarni og Sólrún endurskoði afstöðu sína til uppsagnar Áslaugar.

„Mér fyndist eðlilegt í ljósi framgöngu ykkar sem stjórnenda innandyra og svo hróplegs ósamræmis þess opinberlega að þið greiðið henni 2 ár í launum frá og með 30. september í miska- og réttlætisbætur fyrir þessa framkomu og borgið einnig fyrir alla þá sérfræðiaðstoð sem hún kann að þurfa að leita sér fyrir sál og líkama eftir þetta áfall,“ segir Einar.

Að lokum segir að hægt sé að „klára málið okkar á milli“ eða að fleirum verði blandað í málið. Krefst Einar skriflegs svars fyrir klukkan þrjú síðdegis sama dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »

Toyota innkallar þúsundir bíla

16:51 Toyota á Íslandi þarf að innkalla um 4000 Toyota-bifreiðar. Grunur leikur á um að loftpúðar bílanna séu gallaðir.  Meira »
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...