Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

Allir ættu að fá jólagjöf.
Allir ættu að fá jólagjöf. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar.

Sædís segist hafa tilfinningu fyrir því að færri muni þurfa aðstoð en í fyrra en þá fengu 1.304 aðstoð. Hún segir jólaaðstoðina felast í inneignarkortum í matvöruverslunum, jólafatnaði og jólagjöfum.

Í umfjöllun um jólaaðstoðina í Mmorgunblaðinu í dag segir Sædís hana fjármagnaða með styrkjum fyrirtækja og sjóðum héðan og þaðan auk þess sem almenningur sé hliðhollur hjálparstarfinu og gefi í jólaaðstoðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert