Átta mánuði að svara um Helguvík

Kísilverksmiðjan United Silicon í Helguvík.
Kísilverksmiðjan United Silicon í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þórólfur Dagsson, talsmaður andstæðinga við stóriðju í Helguvík, hefur beðið tæplega átta mánuði eftir svari við fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvort gert hafi verið óháð áhættumat um nálægð málmbræðsluofna við olíudreifingar- og geymslustöðvar í Helguvík við íbúabyggð, að því er fram kemur í samtali við mbl.is.

Skipulagsstofnun hefur unnið að mati á umhverfisáhrifum og stendur til að félagið Stakksberg fjárfesti 4,5 milljarða króna í að bæta úr vanköntum kísilversins í Helguvík.

Frestur til þess að skila athugasemdum við tillögu Skipulagsstofnunar að umhverfismati er fimmti desember.

„Það er mjög mikilvægt að þessu verði svarað fyrir þann tíma. Ég hef ekki fengið staðfest að slíkt mat [um nálægð við olíugeymslustöðvar] liggi ekki fyrir, en ég er búinn að bíða eftir svörum lengi. Nú er krafan um svör mun meira áríðandi vegna þess að þetta skip fór inn í grjótgarðinn, sá þáttur er ekki einu sinni tekin inn í myndina,“ segir Þórólfur.

Vísar hann til þess að flutningaskipið Fjordvik strandaði í Helguvík í byrjun nóvember.

Þórólfur Dagsson.
Þórólfur Dagsson. Ljósmynd/Aðsend

Hugmyndin að fyrirspurninni vaknaði eftir að hafa farið í gegnum það áhættumat sem liggur fyrir, að sögn Þórólfs. Hann segir hvert áhættumat taka til ákveðinna þátta, en að ekki liggi fyrir heildstætt mat þar sem tekið er tillit til allra þátta. Þá hafa skapast aðstæður sem ekki hafa verið gert ráð fyrir þegar Fjordvik strandaði.

„Það er ekki til áætlun um strand olíuskips á svæðinu. Það er gert lítið úr þessum þáttum og segir í áhættumati sem varðar olíubirgðastöðina að stöðinni stafi engin hætta af þessum kísilmálmbræðslum, en samt gefur [það] þann tón að það geti skapast hætta við aflestun á olíu úr skipunum vegna neistamyndunar,“ staðhæfir talsmaðurinn og bætir við að ekkert liggi fyrir sem tekur til strands.

„Það fer skip upp í garðinn og skapast gríðarleg hætta á svæðinu vegna þess að það lekur olía úr skipinu og þarna er ein helsta olíubirgðastöð á landinu. Það eru tankskip sem mæta þarna með flugvélabensín,“ segir hann.

Olían skapar hættu

Þórólfur segir olíuleiðslur liggja í um 200 metra fjarlægð frá bræðsluofni United Silicon með fyrirhugaðri stækkun. Hráefnisgeymslur Thorsil og fyrirhuguð færibönd frá höfninni verða nánast ofan á olíuleiðslum sem leiða frá höfninni og að birgðastöðinni og fyrirhugað ofnhús í undir 100 metra fjarlægð frá birgðastöðinni sjálfri.

„Ef þessir brennsluofnar væru í gangi á meðan það væri norðankaldi og það færi þarna olíuskip í grjótgarðinn. Þú slekkur ekki á svona brennsluofni með einum takka, það tekur fleiri klukkutíma fyrir svona ofna að kólna,“ segir hann.

Þóknanleg meðferð

Hann sendi ráðuneytinu fyrirspurn 28. mars og var henni svarað á þann veg að erindinu yrði vísað til Umhverfisstofnunar. Þórólfur segist hafa ítrekað fyrirspurn sína með mörgum símtölum og fékk hann sendan tölvupóst frá ráðuneytinu 25. október þar sem erindinu er vísað til Umhverfisstofnunar á ný til „þóknanlegrar meðferðar“ og er beðist afsökunar á töfum við meðferð málsins.

mbl.is

Innlent »

Mislingasmit í vél Icelandair

11:26 Farþegar og áhöfn um borð í flugi Icelandair frá London til Keflavíkur 14. febrúar hefur verið send tilkynning frá sóttvarnarlækni um möguleika á mislingasmiti um borð. Sams konar tilkynning var send farþegum og áhöfn um borð í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar. Meira »

Afhjúpar mannlegt eðli

11:20 Jane Austen á meðal kvenna er yfirskrift fyrirlesturs sem Alda Björk Valdimarsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur í Veröld í dag kl. 16.30. Þar ræðir hún um nýútkomna bók sína Jane Austen og ferð lesandans – Skáldkonan í þremur kvennagreinum samtímans. Meira »

Munu sækja bætur af fullum þunga

11:12 „Það liggur ljóst fyrir að Minjastofnun er bótaskyld vegna skyndifriðunarinnar og það hefur alltaf komið skýrt fram af hálfu Lindarvatns að þær bætur verða sóttar af fullum þunga,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Meira »

Kaka ársins er létt, falleg og góð

10:20 Lilja Alfreðsdóttir tók á móti fyrstu Köku ársins í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í morgun, en höfundur hennar er Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís. „Kakan er æðisleg, falleg, létt og góð,“ segir formaður Landssambands bakarameistara. Meira »

Lýgur þú að barninu þínu?

10:17 Á Facebook síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kerta vax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ ogÉ „g segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Meira »

Hjálpa viðskiptavinum Procar

10:07 Bíleigendur sem eiga bíla af þeim tegundum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir og hafa keypt þá af bílaleigunni geta haft samband við starfsmenn Brimborgar, sem munu „gera allt sem í þeirra valdi stendur við að komast að því hvort átt hafi verið við km. stöðu bílanna“. Meira »

Bleikjan að taka við sér í Mývatni

08:18 Bleikjustofninn í Mývatni hefur tekið við sér síðustu ár og þakkar Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis á Hafrannsóknastofnun, árangurinn fyrst og fremst öflugri veiðistjórnun. Meira »

Fögnuðu konudegi viku of snemma

07:57 Rangar upplýsingar í sumum dagatölum og dagbókum urðu þess valdandi um helgina að nokkrir „hlupu“ konudaginn, þ.e. héldu að konudagurinn hefði verið sl. sunnudag. Meira »

68 börn á ári

07:48 Áætlað er að í kringum 68 börn fæðist með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni á hverju ári á Íslandi. Þetta þýðir að heild­ar­fjöldi einstak­linga með ódæmi­gerð kynein­kenni á Íslandi er um sex þúsund manns. Meira »

Fjórfaldur danssigur í Boston

07:37 Íslenskir dansarar unnu fjórfaldan sigur í Boston í Bandaríkjunum um helgina. Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar (DÍH) höfðu sigur í tveimur flokkum; í U-21 ballroom dönsum og í flokki rísandi stjarna í ballroom. Þá voru þau í sjötta sæti í flokki ballroom-áhugadansara. Meira »

„Saman getum við allt“

07:28 Hún hefur barist fyrir réttindum fólks í áratugi og það hefur tekið sinn toll. Þetta er gjaldið sem þú greiðir fyrir að tjá skoðanir þínar. „Það verður alltaf til fólk, sérstaklega karlar, sem finnst að sér vegið og reyna sitt besta til þess að þagga niður í þér,“ segir Alexandra Pascalidou. Meira »

Hálkublettir á Hellisheiði

07:26 Vegir eru víða auðir á Suðvesturlandi en hálkublettir meðal annars á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Hálka er á Bláfjallavegi og Krýsuvíkurvegi. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Spáð allt að 40 m/s

06:54 Gengur í austanstorm í kvöld og nótt. Útlit fyrir hríð á fjallvegum um land allt með lélegu skyggni. Austan 20-25 m/s undir Eyjafjöllum í nótt með hviðum um 40 m/s. Varahugavert ferðaveður, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Meira »

Í vímu með börnin í bílnum

05:58 Lögreglan hefur kært par fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna með tvö ung börn í bílnum. Bifreið þeirra var stöðvuð í gærkvöldi í Garðabæ og börnunum komið í öruggar hendur. Málið er komið til barnaverndaryfirvalda. Meira »

Skýrt umboð í viðræðunum

05:30 Tæplega 90% þeirra kúabænda sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Bændasamtaka Íslands vilja halda í kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Aðeins rúm 10% kjósa að gefa framleiðsluna frjálsa. Meira »

Kanna samlegð með streng frá Noregi

05:30 „Það er gott að vita að eitthvað er að gerast í þessum málum. Við höfum haft meiri áhyggjur af því að lítið væri að gerast. Svo verður að koma í ljós hvað verður í framhaldinu.“ Meira »

Heimavellir selja íbúðir á Hlíðarenda

05:30 Leigufélagið Heimavellir hyggst hefja sölu nýrra íbúða á Hlíðarenda í mars. Íbúðirnar verða á svonefndum E-reit en alls verða 178 íbúðir á reitnum fullbyggðum. Meira »

Helsta vonin að loðna finnist fyrir norðan

05:30 Loðnuleit verður haldið áfram norður með Austfjörðum og vestur með Norðurlandi næstu daga. Áætlað var að rannsóknaskipið Árni Friðriksson og Polar Amaroq héldu úr höfn í gærkvöldi, en þriðja leitarskipið, Ásgrímur Halldórsson SF, var austur af Langanesi síðdegis í gær. Meira »

Tvísýnt um lausn

05:30 Forystumenn innan Alþýðusambandsins eiga von á því að ríkisstjórnin kynni þeim í dag hvaða skattabreytingum stjórnvöld eru reiðubúin að beita sér fyrir til að greiða fyrir lausn yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »
Í boði á bokmenntir.netserv.is
Anna í Grænuhlíð I-III. Íslenskar ljósmæður I-II. Forn frægðarsetur I-IV. Fles...
Til leigu 25mín. frá Akureyri
Lítið 30fm. sumarhús, svefnpláss fyrir 2-4, ljósleiðari, útisturta, 10 mín. í su...
Bílskúr til leigu á Hjarðarhaga, 105 Reykjavík
Til leigu 24,5 fermetra upphitaður bílskúr. Leigist sem geymsla,,ekki fyrir viðg...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...