Börnin stjórnuðu þingi í Laugarnesskóla

Börn í 6. bekk Laugarnesskóla stjórnuðu þinginu.
Börn í 6. bekk Laugarnesskóla stjórnuðu þinginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur í dag, en yfirskrift átaks UNICEF vegna dagsins í ár er #börnfáorðið. Í tilefni þess var barnaþing haldið í Laugarnesskóla, sem er einn fyrsti réttindaskóli UNICEF á landinu.

Þinginu var stjórnað af börnum í 6. bekk og fjölluðu þau um réttindi barna. Að sögn Steinunnar Jakobsdóttur, kynningarstjóra UNICEF, gekk þingið afar vel og var Barnasáttmálinn í brennidepli.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Börnunum fannst mikilvægt að fá að segja sína skoðun og að mál sem brenna á þeim fái hljómgrunn. Mikið var rætt um umhverfismál, meðal annars ruslið í sjónum, plastið og matarsóun, í skólanum og heima, og greinilegt að unga fólkinu er mjög annt um náttúruna og jörðina okkar, sem gefur manni von um bjarta framtíð,“ segir Steinunn.

Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður þingmannanefndar um málefni barna, ávarpaði börnin við upphaf þingsins og tjáði þeim að niðurstöður þess yrðu afhentar þingmannanefndinni, sem mun taka málin fyrir á Alþingi.

Að þinginu í Laugarnesskóla loknu var samstarfssamningur skóla og frístundaheimila í Vesturbæ Reykjavíkur og UNICEF undirritaður í Hagaskóla, en allir skólarnir eru að hefja vinnu við að gerast réttindaskólar UNICEF.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert