„Ég skil ekki svona vinnubrögð“

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Jóhann Friðrik Friðriksson, gerir athugasemdir við boðaðan ...
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Jóhann Friðrik Friðriksson, gerir athugasemdir við boðaðan íbúafund Stakksbergs um kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, við mbl.is um íbúafund sem Stakksberg, rekstraraðili kísilmálmverksmiðju í Helguvík, heldur í Hljómahöllinni annað kvöld.

Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar.

„Mér skilst að hann [fundurinn] hafi verið auglýstur með tveggja daga fyrirvara á einhverri vefsíðu. Ekki í bæjarblaði eða öðru, ég skil ekki svona vinnubrögð. Ég vonast til þess að þetta sé ekki það sem koma skal og að menn muni reyna að hafa þetta ferli eins opið og gagnsætt eins og hægt er. Það held ég sé öllum til góða,“ segir Jóhann Friðrik.

Hann bætir því við að hann fagni, þrátt fyrir annmarkana, því að Stakksberg hyggst kynna sín áform, „en það er auðvitað bara einhliða kynning þessa fyrirtækis.“

Hafa óskað eftir upplýsingum

„Félagið virðist bara halda sínum sjó og ætlar bara að koma þessari verksmiðju aftur í gang,“ segir Jóhann Friðrik og ítrekar mikilvægi aðkomu bæjarbúa að málinu.

„Meirihlutinn í Reykjanesbæ mun leita allra leiða til þess að tryggja aðkomu bæjarbúa að þessu ferli. Við erum bara ekki komin á þann stað að hægt sé að segja til um hvernig það verður,“ upplýsir hann

Jóhann Friðrik Friðriksson.
Jóhann Friðrik Friðriksson. Ljósmynd/Framsókn í Reykjanesbæ

Spurður um hvernig mál standa nú vegna kísilversins í Helguvík segir forseti bæjarstjórnarinnar að stefna meirihlutans sé skýr. „Afstaða meirihluta bæjarstjórnar til framvindu mála er að meirihlutinn hafnar mengandi stóriðju í Helguvík, það er númer eitt. Númer tvö er það að Reykjanesbær er auðvitað bundinn af samningum sem hefur ekkert með pólitíska stefnu að gera. Við verðum auðvitað að lúta því.“

Hann vísar síðan til þess að Stakksberg hafi sótt um deiliskipulagsbreytingu fyrir um mánuði og vildi ráðast í þær breytingar samhliða umhverfismati. „Því var hafnað í bæjarstjórn og í kjölfarið var ákveðið að óska eftir upplýsingum frá Skipulagsstofnun um það hvernig sveitarfélagið á að bera sig að í þessari fordæmalausu stöðu sem núna er uppi.“

Ekki ljóst hvað er hægt að gera

Inntur álits á orðum sínum um að sveitarfélagið sé bundið samningum og hvort það þýði að Reykjanesbær þurfi að sætta sig við að kísilverið verði ræst á ný þrátt fyrir andstöðu, segist Jóhann Friðrik alls ekki telja svo vera.

„Það er bara uppi álitamál hvort það umhverfismat sem var í gildi fyrir gjaldþrota fyrirtækið að það hreinlega haldi og hvort rekstrarleyfi og annað sem tengt er því umhverfismati sé löglegt. Það er alveg ljóst að skipulagsvaldið er hjá sveitarfélaginu og það liggur í hlutarins eðli að til þess að þessi verksmiðja geti hafið starfsemi verður sveitarfélagið að taka ákvarðanir um skipulagsmál á svæðinu, vegna þess að núverandi verksmiðja er ekki í samræmi við gildandi skipulag.“

Blaðamaður spyr þá hvort bæjaryfirvöld hyggist reyna með einhverju móti að koma í veg fyrir að starfsemi hefjist, þrátt fyrir að kísilverið myndi uppfylla fyrrnefnd skilyrði í kjölfar aðgerða til umbóta.

„Við höfum svo sem ekki tekið neina sérstaka ákvörðun um það og ég veit ekki alveg hvernig það væri hægt að gera það. Við erum ekki búin að tala okkur niður á neitt slíkt. Við erum bara að reyna að fara eftir gildandi lögum og reglum og samhliða því taka mið af vilja íbúanna og pólitískri stefnu,“ svarar Jóhann Friðrik.

Engin fordæmi

Heldur þú að kjósendum hafi verið það ljóst þegar framboðin lýstu því yfir að þau myndu hafna mengandi stóriðju í Helguvík, að það gæti hugsanlega farið svo að sveitarstjórnin gæti ekki komið í veg fyrir að rekstur hefst að nýju?

„Ég hef bara ekki hugmynd um það. Ég held að staðan sé bara þannig að hvorki þeir né við, né þetta fyrirtæki, né nokkur annar viti hvernig ferlið verður héðan í frá, vegna þess að ekki eru nein sérstök fordæmi fyrir þessari stöðu.

Er þá ekki svolítið djúpt í árina tekið að lýsa því yfir að hafna mengandi stóriðju þegar ekki er vitað hvort sé hægt að stöðva það?

„Nei. Ég held að pólitísk stefna gangi auðvitað út á pólitískan vilja þeirra sem eru að kjósa og þeirra aðila sem eru í framboði og það er alveg ljóst. Það er eitt og síðan er spurning hvernig er hægt að leita leiða til þess að tryggja það að mengandi stóriðja eigi sér ekki stað í Helguvík. Það er okkar hlutverk að tryggja það.“

mbl.is

Innlent »

Mislingasmit um borð í vél Icelandair

11:26 Farþegum og áhöfn um borð í flugi Icelandair frá London til Keflavíkur 14. febrúar hefur verið send tilkynning frá sóttvarnarlækni um möguleika á mislingasmiti um borð. Sams konar tilkynning var send farþegum og áhöfn um borð í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar. Meira »

Afhjúpar mannlegt eðli

11:20 Jane Austen á meðal kvenna er yfirskrift fyrirlesturs sem Alda Björk Valdimarsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur í Veröld í dag kl. 16.30. Þar ræðir hún um nýútkomna bók sína Jane Austen og ferð lesandans – Skáldkonan í þremur kvennagreinum samtímans. Meira »

Munu sækja bætur af fullum þunga

11:12 „Það liggur ljóst fyrir að Minjastofnun er bótaskyld vegna skyndifriðunarinnar og það hefur alltaf komið skýrt fram af hálfu Lindarvatns að þær bætur verða sóttar af fullum þunga,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Meira »

Kaka ársins er létt, falleg og góð

10:20 Lilja Alfreðsdóttir tók á móti fyrstu Köku ársins í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í morgun, en höfundur hennar er Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís. „Kakan er æðisleg, falleg, létt og góð,“ segir formaður Landssambands bakarameistara. Meira »

Lýgur þú að barninu þínu?

10:17 Á Facebook-síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kertavax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ og „Ég segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Meira »

Hjálpa viðskiptavinum Procar

10:07 Bíleigendur sem eiga bíla af þeim tegundum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir og hafa keypt þá af bílaleigunni geta haft samband við starfsmenn Brimborgar, sem munu „gera allt sem í þeirra valdi stendur við að komast að því hvort átt hafi verið við km. stöðu bílanna“. Meira »

Bleikjan að taka við sér í Mývatni

08:18 Bleikjustofninn í Mývatni hefur tekið við sér síðustu ár og þakkar Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis á Hafrannsóknastofnun, árangurinn fyrst og fremst öflugri veiðistjórnun. Meira »

Fögnuðu konudegi viku of snemma

07:57 Rangar upplýsingar í sumum dagatölum og dagbókum urðu þess valdandi um helgina að nokkrir „hlupu“ konudaginn, þ.e. héldu að konudagurinn hefði verið sl. sunnudag. Meira »

68 börn á ári

07:48 Áætlað er að í kringum 68 börn fæðist með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni á hverju ári á Íslandi. Þetta þýðir að heild­ar­fjöldi einstak­linga með ódæmi­gerð kynein­kenni á Íslandi er um sex þúsund manns. Meira »

Fjórfaldur danssigur í Boston

07:37 Íslenskir dansarar unnu fjórfaldan sigur í Boston í Bandaríkjunum um helgina. Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar (DÍH) höfðu sigur í tveimur flokkum; í U-21 ballroom dönsum og í flokki rísandi stjarna í ballroom. Þá voru þau í sjötta sæti í flokki ballroom-áhugadansara. Meira »

„Saman getum við allt“

07:28 Hún hefur barist fyrir réttindum fólks í áratugi og það hefur tekið sinn toll. Þetta er gjaldið sem þú greiðir fyrir að tjá skoðanir þínar. „Það verður alltaf til fólk, sérstaklega karlar, sem finnst að sér vegið og reyna sitt besta til þess að þagga niður í þér,“ segir Alexandra Pascalidou. Meira »

Hálkublettir á Hellisheiði

07:26 Vegir eru víða auðir á Suðvesturlandi en hálkublettir meðal annars á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Hálka er á Bláfjallavegi og Krýsuvíkurvegi. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Spáð allt að 40 m/s

06:54 Gengur í austanstorm í kvöld og nótt. Útlit fyrir hríð á fjallvegum um land allt með lélegu skyggni. Austan 20-25 m/s undir Eyjafjöllum í nótt með hviðum um 40 m/s. Varahugavert ferðaveður, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Meira »

Í vímu með börnin í bílnum

05:58 Lögreglan hefur kært par fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna með tvö ung börn í bílnum. Bifreið þeirra var stöðvuð í gærkvöldi í Garðabæ og börnunum komið í öruggar hendur. Málið er komið til barnaverndaryfirvalda. Meira »

Skýrt umboð í viðræðunum

05:30 Tæplega 90% þeirra kúabænda sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Bændasamtaka Íslands vilja halda í kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Aðeins rúm 10% kjósa að gefa framleiðsluna frjálsa. Meira »

Kanna samlegð með streng frá Noregi

05:30 „Það er gott að vita að eitthvað er að gerast í þessum málum. Við höfum haft meiri áhyggjur af því að lítið væri að gerast. Svo verður að koma í ljós hvað verður í framhaldinu.“ Meira »

Heimavellir selja íbúðir á Hlíðarenda

05:30 Leigufélagið Heimavellir hyggst hefja sölu nýrra íbúða á Hlíðarenda í mars. Íbúðirnar verða á svonefndum E-reit en alls verða 178 íbúðir á reitnum fullbyggðum. Meira »

Helsta vonin að loðna finnist fyrir norðan

05:30 Loðnuleit verður haldið áfram norður með Austfjörðum og vestur með Norðurlandi næstu daga. Áætlað var að rannsóknaskipið Árni Friðriksson og Polar Amaroq héldu úr höfn í gærkvöldi, en þriðja leitarskipið, Ásgrímur Halldórsson SF, var austur af Langanesi síðdegis í gær. Meira »

Tvísýnt um lausn

05:30 Forystumenn innan Alþýðusambandsins eiga von á því að ríkisstjórnin kynni þeim í dag hvaða skattabreytingum stjórnvöld eru reiðubúin að beita sér fyrir til að greiða fyrir lausn yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
Citroen c5 station 2008 til sölu
Vel með farin C5 station til sölu .skoðaður 19. nagladekk. óryðgaður. skipti mög...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...