Enn hægt að sjá Danadrottningu

Margrét Þórhildur hefur í nægu að snúast á fullveldisdegi Íslendinga.
Margrét Þórhildur hefur í nægu að snúast á fullveldisdegi Íslendinga. AFP

Dagskráin hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands 1. desember næstkomandi er þétt. Enn er hægt að tryggja sér miða á sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu, þar sem drottningin mun flytja stutt ávarp í upphafi sýningar.

Í samtali við mbl.is segir Kolbrún Halldórsdóttir að þjóðinni sé boðið á þessa margslungnu sýningu um Íslendingasögurnar í Hörpu að kvöldi 1. desember, en að fólk þurfi að hafa hraðar hendur.

Verið er að leggja lokahönd á dagskrá drottningarinnar, en hún kemur til með að heimsækja Hörpu fyrri hluta dags og borða hádegisverð á Kolabrautinni. Margrét Þórhildur verður viðstödd setningu hátíðarinnar við Stjórnarráðið og verður aftur í Hörpu um kvöldið til að vera viðstödd sýninguna og flytja ávarp. Þess á milli verður hún í Veröld – húsi Vigdísar.

Hægt er að tryggja sér miða á sinfónísku sagnaskemmtunina á vef Hörpu, en aðgangur er ókeypis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert