Framkvæmdum er lokið í Kubba

Þyrla flytur stálgrindurnar upp í hlíðar Kubba.
Þyrla flytur stálgrindurnar upp í hlíðar Kubba. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.

Verkið fól í sér að setja upp stoðvirki úr stáli til snjóflóðavarna á upptakasvæðum snjóflóða í Bröttuhlíð í Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði. Öll hús í hverfinu eiga nú að vera komin í öruggt skjól.

Unnið hefur verið að uppsetningu um 1.900 metrum af stoðvirkjum síðustu tvö sumur. ÍAV – Íslenskir aðalverktakar hf. sáu um uppsetninguna. Hæð stálgrindanna mælt þvert á halla fjallshlíðar er 3,0, 3,5 og 4,0 metrar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert