Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

mbl.is/​Hari

Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður stöðvaður í hverfi 105 en hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að aka ítrekað sviptur ökuréttindum.

Tveir ökumenn voru síðan stöðvaðir á fjórða tímanum í nótt. Annar þeirra í hverfi 111 en hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Bifreiðin reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmer  því klippt af. Hinn var stöðvaður á Vesturlandsvegi og er sá ökumaður grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert